Eru Norðmenn ríkir, hrokafullir, óáhugaverðir og/eða vingjarnlegir?

noregurÍmynd þjóðar er eitthvað sem hverri þjóð er hugleikið.  Nú hefur utanríkisráðherra Noregs ákveðið að kanna hver ímynd Norðmanna er út á við.   Undirritaður ólst upp í Noregi frá 6 mánaða til 5 ára aldurs auk þess sem ég dvaldi þar mörg sumur á uppvaxtarárum, vann m.a. í fjóra mánuði við skógarhögg í uppsveitum Oslóborgar.   Mér þykir vænt um Noreg, land og þjóð.   Hér heima hef ég hins vegar orðið var við ákveðna stimplun á Norðmönnum.  Ungt fólk telur margt Danmörku vera fyrirheitna landið, þar er jú allt svo afslappað og skemmtilegt.  Ódýr bjór og svona.  Norðmenn og Noregur eru hins vegar gamaldags og "púkó".  Þar eru allir uppi á fjöllum með Fjallraven útbúnaðinn sinn og mæta svo í vinnunna með "madpakke", rúgbrauð með geitaosti eða eitthvað álíka.

Ég er sannfærður um að svona staðalmyndir af þjóðum séu yfirleitt rangar eða a.m.k. ansi ýktar.  Vissulega eru margir heilsusamlegir í Noregi og vissulega eru margir Danir "ligeglad".  Það er hins vegar ekki fyrr en fólk prófar að búa í viðkomandi landi sem það getur myndað sér skoðun á menningu þjóðar sem eitthvað vit er í.   Jafnvel þó það búi í viðkomandi landi getur það ekki alhæft um heila þjóð.  Það er t.d. allt önnur stemning/menning í Osló en í Þrándheimi, allt öðruvísi lifnaður í Kaupmannahöfn en í sveitum Jótlands o.sfrv.

Veit fólk t.d. að Osló hefur lengi verið ein mesta heróínborg á Norðurlöndum?  Þar deyja fleiri úr of stórum skammti af heróíni árlega en t.d. í Kaupmannahöfn.  Veit fólk að sjálfsvígstíðni Dana er hærri per íbúa en flestra annarra Norðurlandanna?  Samræmist það þeirri ímynd að vera alltaf "ligeglad"? Erum við Íslendingar hoppandi álfar sem allir eru listrænir með afbrigðum?

Það er vissulega gaman að svona staðalmyndum en þær eiga sjaldan við heilu þjóðirnar.   En til þess að enda þetta á staðalmynd þá vil ég segja að Norðmenn eru vingjarnlegir, mikið í útivist og þar er ákaflega gott að búa......


mbl.is Eru Norðmenn ríkir og hrokafullir eða vingjarnlegir og óáhugaverðir?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er alltof jákvæð umfjöllun um norðmenn. Þeir sviptu okkur sjálfstæði 1262, þeir eru óþolandi hressir og með yfirvaraskegg. Hafa engan húmor fyrir sjálfum sér. Þeir reyna að eigna sér íslenskan þjóðararf og hafa svikið okkur í flestum þeim samskiptum sem við höfum við þá átt.

Grænlendingar hafa hinsvegar aldrei svikið okkur í neinu sem ég man eftir. Væri ekki nær að tala fallega um þá?

gff (IP-tala skráð) 24.5.2007 kl. 12:27

2 Smámynd: Sigfús Þ. Sigmundsson

Góður!

Sigfús Þ. Sigmundsson, 24.5.2007 kl. 13:47

3 identicon

Norðmenn eru náttúrulega toppfólk !

beste hilsen

 dst

ps. það er "matpakke" Sigfús, ekki "madpakke" síðari rithátturinn er baunamál....

Dóra Sif (IP-tala skráð) 24.5.2007 kl. 19:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigfús Þ. Sigmundsson
Sigfús Þ. Sigmundsson
Stjórnmálafræðingur frá H.Í. og er á lokasprettinum í MPA námi í sama skóla.

Spurt er

Á Ísland að hefja aðildarviðræður við ESB?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 40
  • Frá upphafi: 33144

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband