Stórleikur í kvöld

soccerÉg hef gaman að því að horfa á fótbolta en telst ekki til forfallina hvað það varðar.  Ég horfi á helstu stórleikina og reyni að sjá Eið Smára spila með Barcelona sem oftast.   Í kvöld er leikur sem ég ætla ekki að missa af en þá mætast Liverpool og Chelsea í undanúrslitum meistaradeildarinnar.  Þetta er einn af þessum allra stærstu leikjum ársins sem fólk sem hefur einhvern snefil af knattspyrnuáhuga ætti ekki að láta framhjá sér fara.  

Ég þekki marga sem horfa lítið sem ekkert á fótbolta en liggja svo t.d. yfir heimsmeistarakeppninni.  Undanúrslit og úrslit í meistaradeildinni eru álíka stórir viðburðir og HM og því hvet ég alla sem hafa þó ekki sé nema örlítinn áhuga á knattspyrnu til að hlamma sér fyrir framan settið í kvöld og horfa á þetta mikla sjónarspil.

Það er þó viðbúið að ekki verði mikið skorað í kvöld og liðin munu sennilega spila mjög varfærnislega.  Mín spá er því 0-0 eða 1-0 fyrir öðru hvoru liðinu.  Vonandi reynist ég þó ekki sannspár og við fáum að njóta markaveislu eins og Man utd og AC Milan buðu uppá í gærkveldi.....


mbl.is Mourinho hefur áhyggjur af gulum spjöldum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigfús Þ. Sigmundsson
Sigfús Þ. Sigmundsson
Stjórnmálafræðingur frá H.Í. og er á lokasprettinum í MPA námi í sama skóla.

Spurt er

Á Ísland að hefja aðildarviðræður við ESB?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband