Risastökk Framsóknar

framsoknarkonnun

Jæja, það hlaut að koma að því!  Framsóknarflokkurinn er ótrúlega lífseigur flokkur og hefur sýnt það oftar en einu sinni og oftar en tvisvar að endaspretturinn er mjög oft hans.  Enginn trúði því t.d. í síðustu borgarstjórnarkosningum að Björn Ingi kæmist inn en með ótrúlegri seiglu og baráttu náði framsókn manni inn og hefur nú helming valda í borginni.   Sama virðist vera að gerast í landsmálunum, það stefnir í að Framsókn nái þeim 15-17% sem Guðni Ágústsson taldi nauðsynleg til þess að sitja áfram í tveggja flokka stjórn með Sjálfstæðisflokknum.  Ef fram fer sem horfir erum við því að fara upplifa fjögur ár í viðbót af Sjálfstæðis- og Framsóknarstjórn og verða þá árin orðin 16 í lok kjörtímabilsins sem sömu flokkarnir ráða yfir landsmálunum.  Þessir tveir flokkar eru einnig í meirihluta í tveimur stærstu sveitarfélögum landsins, Kópavogi og Reykjavík. 

Annað sem er markvert í þessari nýjustu könnun er að Samfylkingin dalar aftur eftir mjög mikið flug að undanförnu en er þó með nokkuð gott fylgi eða um 25%.  Sjálfstæðisflokkur og VG virðast stöðugt vera að tapa fylgi að undanförnu og fróðlegt verður að sjá hvort sú þróun haldist áfram fra á laugardag.  Enn eru engin merki um það að Íslandshreyfingin nái inn manni en Frjálslyndir eru á ágætis róli og ættu að ná nokkrum inn.

Nú verður fróðlegt að sjá hvort að Framsókn haldi áfram að sækja í sig veðrið og hvort Sjálfstæðisflokkur og VG haldi áfram að tapa fylgi fram að helgi.......

 


mbl.is Fylgi Framsóknarflokksins tekur stökk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigfús Þ. Sigmundsson
Sigfús Þ. Sigmundsson
Stjórnmálafræðingur frá H.Í. og er á lokasprettinum í MPA námi í sama skóla.

Spurt er

Á Ísland að hefja aðildarviðræður við ESB?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 33114

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband