Eina vitið

Jon_Sigurdsson2Þessar svokölluðu stjórnarviðræður Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafa verið ansi vandræðalegar.  Það var alveg á hreinu frá því að úrslit kosninganna voru ljós að ekkert vit var fyrir Framsóknarflokkinn að fara áfram í stjórn með Sjálfstæðisflokknum.  Ástæður þess eru nokkrar:

1. Sú stjórn hefði aðeins haft stuðning 48,3% kjósenda í landinu og væri því minnihlutastjórn hvað fylgi varðar.
2. Sú stjórn hefði haft aðeins eins þingmanns meirihluta og það hefði því þurft lítið útaf að bregða til að hún félli og styrkur slíkrar stjórnar sem á líf sitt undir einum þingmanni yrði aldrei mikill.
3. Framsóknarflokkurinn kom stórlaskaður út úr þessum kosningum, beið sögulegan ósigur.  Fylgið nú var það lægsta í yfir 90 ára sögu flokksins.  Nú er tími til að fara í stjórnarandstöðu, byggja sig upp og koma tvíefldir til næstu kosninga.
4. Framsóknarflokkurinn var klofinn í afstöðu sinni til þess hvort halda eigi áfram í núverandi stjórnarsamstarfi.  Margir þungavigtarmenn innan flokksins höfðu lýst því yfir að áframhaldandi stjórnarsamstarf kæmi ekki til greina. Forystan hefði því ekki haft sterkt bakland ef ákveðið hefði verið að fara áfram með þessa stjórn.
5. Þingflokkur Framsóknarflokksins telur aðeins 7 þingmenn.  Ef flokkurinn hefði fengið 4 ráðherra í nýrri stjórn hefðu því einungis þrír þingmenn átt að sjá um formennsku í mikilvægum nefndum og einn af þeim hefði t.d. þurft að gegna stöðu þingflokksformanns.  Flokkurinn hafði því einfaldlega enga burði til þess að vera í tveggja flokka stjórn.

Af öllu þessu má ljóst vera að tveggja flokka stjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks var mikið feigðarflan fyrir báða flokka og þá sérstaklega Framsókn.  Í raun hefði það verið forvitnileg "stúdía" að sjá hvernig slík stjórn hefði spjarað sig.  Það er trú undirritaðs að Framsóknarflokkurinn sé að gera rétt með því að hætta í núverandi stjórn og byggja sig þess í stað upp á næstu árum.....


mbl.is Ekki grundvöllur fyrir áframhaldandi samstarfi stjórnarflokkanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki virðist varaformaðurinn vera sammála þér miðað við dramatískan málflutning í Kastljósinu í gær. Spunameistarar Framsóknar allir komnir af stað, talandi um "Baugsstjórn" og ótrúverðugleika ISG. Menn kunna bara ekki að skammast sín....

 DST

Dóra Sif (IP-tala skráð) 18.5.2007 kl. 10:31

2 Smámynd: Sigfús Þ. Sigmundsson

Já, það er húmor í því að kalla stjórn þar sem Sjálfstæðisflokkurinn er innanborðs Baugsstjórn.  Greinilegt að Framsóknarmenn eru gríðarlega sárir sem er í raun óskiljanlegt þar sem Jón Sigurðsson hefur t.d. sagt það eftir kosningar að eðlilegt væri að Framsókn vikji til hliðar í stjórnarmyndunarviðræðum eftir útreiðina sem flokkurinn fékk....

Sigfús Þ. Sigmundsson, 18.5.2007 kl. 12:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigfús Þ. Sigmundsson
Sigfús Þ. Sigmundsson
Stjórnmálafræðingur frá H.Í. og er á lokasprettinum í MPA námi í sama skóla.

Spurt er

Á Ísland að hefja aðildarviðræður við ESB?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband