Hvað vilja ESB-andstæðingar gera í gjaldmiðilsmálum?

big-kronajpgESB-sinnar vilja ganga í ESB og taka upp evru í kjölfarið. Þeir telja Evrópusambandsaðild og upptöku evru vænlega leið til þess að koma á stöðugleika í íslensku efnahagslífi.

En hvað vilja ESB-andstæðingar gera nú þegar ljóst er að það gengur ekki að halda í íslensku krónuna?   Er ekki kominn tími á að það fólk komi með tillögu að lausn gjaldmiðilismálsins?   Eða er þetta fólk kannski ennþá á þeirri skoðun að íslenska krónan eigi sér framtíð?  Telja ESB-andstæðingar að smæsti gjaldmiðill heims sé ákjósanlegur til þess að skapa stöðugleika á Íslandi til framtíðar litið?

Ég kalla hér með eftir tillögum ESB-andstæðinga að stefnu í gjaldmiðilsmálum landsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þessi færsla er einmitt ágætt dæmi um of-einfaldanir sem liggja að baki evrókadabra hugsunarhættinum.

Það er ekki orðið ljóst að það gangi ekki að halda úti sjálfstæðum gjaldmiðli hér á landi. Það sem gerðist var að bankakerfið hrundi, greiðslumiðlun við útlönd fór í klessu (sem er ekki krónuvandamál), það ganga sögur um mögulegt ríkisgjaldþrot, um 100% verðbólgu, við erum í milliríkjadeilu við Breta o.s.frv.

Við þessar aðstæður er það ekkert undarlegt að það ríki vantraust á gjaldmiðlinum og það hefur ekkert að gera með það hversu smár hann er. Ef að stærra land færi í gegn um svipaða erfiðleika  (sem hefur raunar gerst) myndi nákvæmlega sami hluturinn gerast.

Þetta sýnir ekki að krónan sé ónýt nema ætlunin sé að hafa hér bankahrun í hverjum mánuði.

Hvað varðar gengissveiflur þá verða þær alltaf til staðar. Krónan sveiflast eins og aðrir gjaldmiðlar. Heldur meira en flestir vegna þess að hérna er efnahagskerfið fábreytt og viðkvæmt fyrir breytingum. Það er nefnilega hagkerfið sem sveiflar gjaldmiðlinum, ekki öfugt.

Þó má gera ráð fyrir því að krónan verði eitthvað stöðugri í framtíðinni þar sem bankarnir eru horfnir og sífelldir risa-fjármagnsflutningar eru horfnir með þeim.

Eins og segir hér fyrir ofan hverfur óstöðugleikinn ekki með krónunni. Aflabrestur verður áfram aflabrestur þótt að gjaldmiðillinn heiti evra eða eitthvað annað. Álverð hækkar og lækkar eins þótt að evra sé lögeyrir á Íslandi.

Munurinn verður sá að við tökum hlutina þá frekar út í gjaldþrotum og tekjusamdrætti en gengissveiflum og verðbólgu (raunar kemur evra alls ekki í veg fyrir staðbundna verðbólgu)- en við þurfum alltaf að taka þetta út einhvern veginn. Munurinn er bara sá að með krónuna erum við þó betur í stakk búin til þess að eiga við það. 

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 17:18

2 Smámynd: Sigfús Þ. Sigmundsson

Er einföldunin ekki þín?  Af hverju svarar þú ekki spurningunum?  Hvernig sérðu gjaldmiðilsmálum háttað hér í framtíðinni?   Flotkróna sem er smæsti gjaldmiðill í heimi?

Sigfús Þ. Sigmundsson, 20.10.2008 kl. 17:34

3 identicon

Einhver gjaldmiðill verður að vera sá smæsti, er það ekki?

Er eitthvað að því í sjálfu sér?

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 17:46

4 Smámynd: Sigfús Þ. Sigmundsson

Það er ekkert einfalt mál við það að segja að við eigum að halda í krónuna.  Ýmsa kosti og galla þarf að skoða og ýmsum spurningum þarf að svara.  T.d.: Hver hefur þáttur krónunnar verið í verðbólguskotum á lýðveldistímanum?  Hvað hafa íslensk heimili þurft að blæða miklu vegna krónunnar í gegnum tíðina, t.d. vegna verðtryggingar?  Munu önnur ríki taka krónuna gilda sem gjaldmiðil eftir atburði síðustu daga?  Verður krónan einungis notuð í innanlandsviðskiptum?

Hverjir eru helstu kostir krónunnar?  Hverjir eru helstu gallar hennar?

Hvaða áhrif hafði innganga Finnalands í ESB og upptaka þeirra á evru?  Væru Finnar betur settir í dag með finnskt mark eða tóku þeir rétta ákvörðun eftir bankakrísuna þar á sínum tíma?  Telja Finnar sig hafa misst sjálfstæði sitt með því að ganga í ESB?

Sigfús Þ. Sigmundsson, 21.10.2008 kl. 07:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigfús Þ. Sigmundsson
Sigfús Þ. Sigmundsson
Stjórnmálafræðingur frá H.Í. og er á lokasprettinum í MPA námi í sama skóla.

Spurt er

Á Ísland að hefja aðildarviðræður við ESB?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 20
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband