Verðbólga að hjaðna

verdlagstrhoun0507

Það eru gríðarlegir hagsmunir í húfi þegar horft til verðbólgu- og vaxtaþróunnar næstu misserin.  Heimili og fyrirtæki í landinu eiga allt sitt undir að kostnaður vegna verðlagshækkana og vaxtastigs lækki á næstu mánuðum.   Ef þróunin verður ekki í átt að minni verðbólgu og lægri vöxtum má búast við fjölgun gjaldþrota einstaklinga og fyrirtækja.  Fáir geta staðið lengi undir sífellt hækkandi lánum og vöxtum á þeim.   Skuldsettir einstaklingar og fyrirtæki munu á endanum þurfa að láta í minni pokann ef þetta ástand varir lengi.

Með sterkri ríkisstjórn næstu árin ætti hins vegar að vera raunhæft að koma böndum á þessa þróun.  Slík ríkisstjórn þarf að leggja megináherslu á að koma verðbólgunni niður svo hægt verði að lækka vexti.  Slíkt verður ekki gert með því að auka ríkisútgjöld og lækka skatta.   Hægja þarf á ríkisframkvæmdum í bili og bíða þarf með frekari skattalækkanir..... 

 

 

 


mbl.is Davíð: Verðbólga hefur hjaðnað en hægar en spár gerðu ráð fyrir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ívar Pálsson

Rétt, Sigús, verðbólgan er að hjaðna. En hávaxtastefna Seðlabankans heldur háum vöxtum við, óháð verðbólgunni eða ríkisstjórninni, því að utanaðkomandi fjármagn laðast að háu vöxtunum, en það fjármagn er bara gestur í heimsókn, ekki til frambúðar. Verðbólguhræðslan í Davíð hvatti hann til að hræða okkur frá stækkun í Straumsvík, en það dugði honum ekki til þess að lækka vexti. Það er auðséð að Seðlabankinn heldur háum vöxtum jafnvel þótt um eðlilegan hagvöxt sé að ræða. Hvaða ríkisstjórn sem er væri vandi á höndum: Ætti hún að gera næstum ekkert og fá þá bæði stöðnun og síðan gengisfallið sem kemur hvort eð er?

Vextir og verðbólga eru ekki eins beintengd og í gamla daga, aðallega vegna utanaðkomandi áhrifa. Hófleg lækkun stýrivaxta í dag lækkar vexti en eykur ekki verðbólgu, heldur fælir burt skammtímafjármagn hýenanna í kring um okkur.

Ívar Pálsson, 16.5.2007 kl. 13:11

2 Smámynd: Sigfús Þ. Sigmundsson

Takk fyrir þetta innlegg Ívar.  Seðlabankinn virðist hins vegar á annarri skoðun....

Sigfús Þ. Sigmundsson, 16.5.2007 kl. 14:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigfús Þ. Sigmundsson
Sigfús Þ. Sigmundsson
Stjórnmálafræðingur frá H.Í. og er á lokasprettinum í MPA námi í sama skóla.

Spurt er

Á Ísland að hefja aðildarviðræður við ESB?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband