Færsluflokkur: Vefurinn

Innlegg í jafnréttisurmæðuna...

fiftiesMikil umræða hefur verið um jafnréttismál að undanförnu. Hefur sú umræða farið út í full mikla hörku á köflum að mínu mati.  Ég fékk sent myndband í dag þar sem slegið er á létta strengi í þessum málum en með alvarlegum undirtón þó.  Það býr nefnilega ansi mikill boðskapur í þessu myndbandi sem ég hvet alla til að horfa á. Tær snilld:

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Leyndu gullmolarnir

HuntingforHiddenGoldBookCoverÞað eru ótrúlega margir sem eru byrjaðir að blogga hér á blog.is.  Nokkrir bloggarar eru mjög áberandi og fá mikla lesningu.  Oft eru þeir vinsælustu vel að athyglinni komnir en oft er gæði blogga þeirra vinsælustu hins vegar ekkert meira en margra þeirra sem ekki eru mikið lesnir og stundum eru gæðin hreinlega ákaflega lítil (nefni engin nöfn).  Mig langar hér til að kalla eftir ábendingum bloggara um gæðabloggara sem týnst hafa í fjöldanum.   Helst myndi ég vilja fá ábendingar um bloggara sem leggja mikla vinnu í pistla sína og búa oft yfir mikilli sérþekkingu sem þeir miðla á blogginu sínu og áhuvavert er að lesa.

Ég ætla að brjóta ísinn og benda á áhugaverðan bloggara sem ég rakst á hér um daginn.  Hann er verkfræðingur og fjallaði í nýlegri færslu um kenningu dansks vísindamanns sem gæti kollvarpað kenningum um hlýnun jarðar vegna gróðurhúsalofttegunda.  Maðurinn heitir Ágúst Bjarnason og hvet ég ykkur til að kíkja á bloggið hans sem má nálgast hér.

Svo hlakka ég til að sjá ykkar ábendingar hér í athugasemdakerfinu um leynda gullmola.... 


Nafnleysi á netinu

zorroMikil umræða var á tímabili um nafnleysi á netinu og sýndist sitt hverjum.  Helsta gagnrýnin kom úr röðum blaðamanna og gott ef ritstjóri Morgunblaðsins hafi ekki gengið hart fram í gagnrýni sinni á "nafnleysingjana á Málefnunum". Helstu vettvangar "nafnleysingja" hafa verið á vefum eins og www.malefnin.com, www.barnaland.is og www.alvaran.com.   Nú hefur blog.is náð að festa sig í sessi sem einn helsti vettvangur nafnleysingja eins og eftirfarandi "nikk" eru gott dæmi um :

Freedomfries
Púkinn
Launarorðið er frelsi
CactusBuffsack
magaadgerd
Pollurinn
Plato

Allt eru þetta svokallaðir nafnleysingjar á netinu, þ.e. viðkomandi kemur ekki fram undir nafni heldur skýlir sér á bakvið tilbúið nafn.  Auk þessara notenda er ómögulegt að sannreyna hvort að aðrir sem skrifa undir "nafni" skrifi undir sínu rétta nafni.  T.d. er hér notandi sem skrifar undir nafninu Birgir en þeir sem bera það nafn eru ansi margir og án föðurnafnsins er órekjalegt hver þar er á ferð.  Einnig getur hver sem er skrifað undir vitlausu nafni eða dulefni í athugasemdum við bloggið.

Það er því nokkuð skondið að þeir sem hafa gengið hvað harðast fram í gagnrýni sinni á skrif fólks undir nafnleynd standi nú fyrir tveimur af stærstu slíkum vefum á landinu, þ.e. blog.is og barnaland.is.  Heitir þetta ekki að kasta steinum úr glerhúsi?

En eftir stendur sú spurning hvort það sé slæmt eða gott að fólk geti tjáð sig undir nafnleynd.  Af hverju kýs t.d. sá sem skrifar Staksteina að gera það undir nafnleynd?  Af hverju kaus Halldór Laxness að hefja feril sinn í Mogganum með að skrifa undir dulnefninu Snær Svinni á sínum tíma?  Af hverju kvitta þeir sem skrifa leiðara Morgunblaðsins ekki undir með nafni?

Mín skoðun er sú að það sé gott fyrir málfrelsið að fólk geti tjáð sig undir dulnefni.  Það eru margar ástæður fyrir því að fólk vill gera það.  Sumir gera það t.d. af ótta við að skoðanir þeirra gætu haft áhrif á starfsöryggi þeirra og starfsframa.  Ekki er að furða þó fólk hugsi svona ef litið er til aðgerða stjórnvalda t.d. gagnvart Mannréttindaskrifstofu Íslands.  Aðrir gera þetta hins vegar til að ata skíti og aur á menn og málefni.  Þá þarf að stoppa.   Einhvern vegin þurfum við að setja lög og reglur um netið þannig að tryggt sé að hægt sé að rekja ummæli þeirra sem skrifa undir dulnefni til þeirra ef þeir brjóta lög um meiðyrði o.sfrv.  Það þarf að vera hægt að sækja þá til saka sem misnota sér það að skrifa undir dulnefni með því t.d. að níða einstaklinga í svaðið eða bera út róg.

Slíku verður þó erfitt að fylgja eftir vegna tæknilegra örðugleika.  Þeir sem virkilega vilja brjóta af sér og komast upp með það eiga alltaf eftir að finna leiðir til þess að koma í veg fyrir að þeim verði náð.  Opinberir vefir eins og blog.is, barnaland.is og malefnin.com ættu þó að geta gengið undan með góðu fordæmi og setja reglur um þessi mál t.d. hvenær réttlætanlegt sé að gefa upp ip tölur þeirra sem skrifa undir dulnefni.


Föstudagsléttmetið - Ísland best í heimi

ostrichEkki hefur verið mikið af léttmeti í pistlum mínum hér á moggablogginu frá því ég byrjaði.   Pistlarnir eru flestir hlaðnir fróðleik um stjórnmál og svo sem ekki líklegir til vinsælda enda er tilgangurinn ekki að slá í gegn heldur frekar sá að veita áhugasömum aðgang að fræðandi og upplýsandi efni um stjórnmál og samfélag.

En ég ætla að gera það að venju hjá mér að koma með einn léttan pistil á hverjum föstudegi.  Að þessu sinni ætla ég að bjóða upp á video sem vinkona mín sendi mér og hvatti mig til að horfa á.  Ég veit ekki hverjir unnu þetta myndband en hér eru á ferðinni íslensk hjón sem virðast vera að gera kynningarmyndband um land og þjóð.  Þau gera það af barnslegri einlægni þannig að auðvelt er að hrífast með.  Tónlistin er snilld og hámarki nær myndbandið sennilega þegar plötukenningin er útskýrð.  Þetta gæti verið gott atriði í Fóstbræðrum. Njótið:

Smellið hér til að sjá myndbandið


Talning á blog.is

countingEinn af þeim "fídusum" sem eru hvað skemmtilegastir hér á blog.is er talning gesta á síðum þeirra sem hér blogga.  Hægt er að bera sig saman við aðra hvað þetta varðar o.sfrv.   Þetta er ekkert aðalatriði en gott er að hafa einhverja hugmynd um hversu margir koma í heimsókn.

Í síðustu viku var ég kominn með yfir 600 heimsóknir þá vikuna þegar ég leit inn einn daginn en þann næsta hafði þeim fækkað um c.a. 50.  Ég varð dálítið hugsi yfir þessu en mér fannst allt í lagi þó þetta hefði gerst í eitt skipti, ekki mikið mál.  Í gær var ég svo kominn með um 650 heimsóknir fyrir vikuna en þegar ég lít á teljarann í dag er þessi tala komin niður í 512.  Hvernig stendur á þessu?  Hvernig stendur á því að heimsóknir á síðuna mína hafa dregist saman um tæpar 150 heimsóknir á einum sólarhring?  Þ.e. uppsafnaðar heimsóknir fyrir vikuna.  Samkvæmt minni stærðfræðikunnáttu ætti það ekki að vera hægt.

Hafa einhverjir aðrir lent í þessu? Ég sé ekki alveg tilganginn með að fylgjast með þessu ef þetta er öll nákvæmnin.....

 


Höfundur

Sigfús Þ. Sigmundsson
Sigfús Þ. Sigmundsson
Stjórnmálafræðingur frá H.Í. og er á lokasprettinum í MPA námi í sama skóla.

Spurt er

Á Ísland að hefja aðildarviðræður við ESB?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband