Færsluflokkur: Vísindi og fræði
Föstudagur, 16. febrúar 2007
Hlutfall opinberra starfsmanna 1870-2000
Undirritaður er byrjaður að sanka að sér heimildum fyrir mastersritgerðina sem verður skrifuð á þessu vori. Rakst á ansi góða heimild sem nefnist "Starfsumhverfi ríkisstarfsmanna við aldarhvörf - Rannsóknarniðurstöður" sem var undir ritstjórn Ómars H. Kristmundssonar. Þar er mikið af upplýsingum um þróun starfsumhverfis ríkisstarfsmanna og m.a. þessi tafla hér:
Heimild: Hér má nálgast alla skýrsluna þar sem þessa töflu er að finna.
Þetta línurit sýnir hlutfall opinberra starfsmanna (bæði ríkisstarfsmanna og starfsmanna sveitarfélaga) af virku vinnuafli árin 1870-2000. Eins og sést þá hefur þetta hlutfall verið sífellt hækkandi frá fyrstu tíð. Það ber þó að hafa í huga þegar svona línurit eru skoðuð að gífurlegar samfélagslegar breytingar hafa orðið á þessum tíma og því t.d. varla samanburðarhæft að bera saman árin 1870 og 2000 í þessu samhengi. En svona upplýsingar eru þó alltaf fróðlegar og lýsandi.
Það sem er hins vegar forvitnilegra er að þessi þróun virðist halda áfram út í hið óendanlega. Enn er þetta hlutfall að hækka. Í því tilliti ber þó að hafa í huga það sem kemur fram í þessari skýrslu og það er að ríkisstarfsmönnum hefur fækkað að undanförnu en á sama tíma hefur starfmönnum sveitarfélaga fjölgað. Rekja má þessa þróun til tilfærslu verkefna frá ríki til sveitarfélaga, svo sem tilfærslu grunnskólans til sveitarfélaganna.
En spurningin er sem sagt hvort þessi þróun, þ.e. síhækkandi hlutfall opinberra starfsmanna, sé eitthvert lögmál sem ekki verður við ráðið eða hvort ástæða sé til að spyrna við fótum.
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 10:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 15. febrúar 2007
Vextir á Íslandi vs. vextir í OECD
OECD tekur saman ýmsar áhugaverða tölfræði um aðildarlöndin og setur svo fram í samanburðarformi. Eitt af því sem samtökin bera saman á milli ríkjanna eru langtímavextir. Mikil umræða hefur verið um vexti hér á landi að undanförnu og því áhugavert að bera sig saman við önnur ríki OECD hvað þetta varðar:
Heimild: OECD factbook 2006 (smellið hér ef þið sjáið ekki tölurnar á grafinu - skrollið niður skjalið)
Því miður eru þetta tölur frá árinu 2004 en áhugavert hefði verið að hafa tölur frá því á síðasta ári enda hafa vextir hér hækkað gríðarlega frá því á árinu 2004. En engu að síður kemur Ísland afar illa útúr þessum samanburði, hér voru þriðju hæstu vextirnir innan OECD árið 2004. Það var aðeins í Mexico, Rússlandi og Suður-Afríku sem vextirnir voru hærri á árinu 2004. Allir vita hver þróunin hefur orðið á síðustu 2-3 árum og kæmi ekki á óvart að sjá okkur í efsta sætinu núna.
Þessi tafla er úr flokki innan "OECD factbook" sem nefnist prices. Það er sem sagt verið að bera saman verðlag í aðildarríkjunum. Vextir eru náttúrulega ekkert annað en verð á því að fá lánaða peninga. Það er því ljóst að hér á landi er hvað dýrast að fá peninga lánaða en auðvitað eru þeir sem lána peninga í góðum málum því þeir hirða jú mismuninn.
Að lokum skulum við svo líta á töflu sem sýnir vaxtaþróunina í löndum OECD fram að árinu 2004:
Heimild: Sjá hér (smellið hér ef þið sjáið ekki tölurnar á grafinu - skrollið niður skjalið).
Eins og sést á þessari mynd þá hefur þróunin í flestum ríkjum OECD verið sú að vextir hafa lækkað mjög mikið frá árinu 1991 til ársins 2004. Þeir voru í kringum 10% í flestum aðildarríkjunum árið 1991 en eru orðnir c.a. 4% árið 2004. Ísland, Rússland, Mexíco og S-Afríka skera sig þó hressilega úr hvað þetta varðar, með um 7-10% vexti.
Forvitnilegt væri að fá uppfærðan samanburð á þessari stöðu í ljósi gífurlegra vaxtahækkana hér á landi undanfarin misseri.
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 12:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Mánudagur, 12. febrúar 2007
Talning á blog.is
Einn af þeim "fídusum" sem eru hvað skemmtilegastir hér á blog.is er talning gesta á síðum þeirra sem hér blogga. Hægt er að bera sig saman við aðra hvað þetta varðar o.sfrv. Þetta er ekkert aðalatriði en gott er að hafa einhverja hugmynd um hversu margir koma í heimsókn.
Í síðustu viku var ég kominn með yfir 600 heimsóknir þá vikuna þegar ég leit inn einn daginn en þann næsta hafði þeim fækkað um c.a. 50. Ég varð dálítið hugsi yfir þessu en mér fannst allt í lagi þó þetta hefði gerst í eitt skipti, ekki mikið mál. Í gær var ég svo kominn með um 650 heimsóknir fyrir vikuna en þegar ég lít á teljarann í dag er þessi tala komin niður í 512. Hvernig stendur á þessu? Hvernig stendur á því að heimsóknir á síðuna mína hafa dregist saman um tæpar 150 heimsóknir á einum sólarhring? Þ.e. uppsafnaðar heimsóknir fyrir vikuna. Samkvæmt minni stærðfræðikunnáttu ætti það ekki að vera hægt.
Hafa einhverjir aðrir lent í þessu? Ég sé ekki alveg tilganginn með að fylgjast með þessu ef þetta er öll nákvæmnin.....
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 10:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- malacai
- godsamskipti
- agbjarn
- agustolafur
- arnih
- arnith
- heilbrigd-skynsemi
- baldvinj
- kaffi
- bjarnihardar
- gattin
- bryndisisfold
- davidlogi
- dofri
- dst
- egillrunar
- esv
- eirikurbergmann
- ea
- feministi
- freedomfries
- gummisteingrims
- gun
- gunnlaugur
- haukurn
- hlynurh
- maple123
- tulugaq
- hrannarb
- hreinsi
- ivarb
- jonthorolafsson
- jonornm
- julli
- kristjanb
- kristjanmoller
- maggib
- graskerid
- maron
- nykratar
- oddgeirottesen
- palmig
- runarhi
- salvor
- sigmarg
- safi
- einherji
- soley
- stebbifr
- kosningar
- sunnadora
- svatli
- saethorhelgi
- thelmaasdisar
- tommi
- vefritid
- tharfagreinir