Skattheimta í Bandaríkjunum og á Íslandi

Frjálshyggjufólk lítur oft til Bandaríkjanna sem fyrirheitna landsins t.d. hvað varðar skattheimtu og ríkisútgjöld.  Eftir eins og hálfs árs dvöl hér í Bandaríkjunum hefur það komið mér á óvart hversu langt Bandaríkin eru frá því að standa undir þessum væntingum frjálshyggjufólks.  Mig langar t.d. að benda á hátekjuskattinn hér sem er þrepaskiptur.  Vissulega eru Bandaríkin með mjög lágt hlutfall skattheimtu af landsframleiðslu miðað við aðrar þjóðir eins og sést á þessari töflu frá OECD:

taxoecd

 Mynd: Total tax revenue as a percentage of GDP, 2003
Sjá nánar á heimasíðu OECD

Skattheimta sem hlutall af landsframleiðslu er s.s. mjög lágt í Bandaríkjunum miðað við aðrar þjóðir OECD og það er því óumdeilanlegt að þegar horft er á þessa tölfræði eru Bandaríkin vissulega hálfgert draumaríki frjálshyggjufólks.  Athygli hefur vakið að Ísland hefur rokið upp þennan lista undanfarin ár.  Fyrir nokkrum árum vorum við undir meðaltali OECD vorum árið 2003 komin í ellefta sæti hvað hlutfall skattheimtu af landsframleiðslu varðar og erum yfir meðaltalinu.  Skattheimta hefur því óumdeilanlega aukist undanfarin ár á Íslandi sé þessi mælikvarði OECD notaður.  Hér má sjá þróunn þessa hlutfalls á Íslandi frá 1990-2003:

throunskatthlutfalls1990_20

Til að sjá heimildina og skoða þessa þróun í samanburði við önnur ríki OECD, smellið þá hér.

Þegar þessi tafla er skoðuð sést að þetta hlutfall, sem OECD kýs að nota til að mæla hversu skattfrek stjórnvöld eru í aðildarríkjunum hefur hækkað stöðugt á Íslandi frá árinu 1990 en þá var það 31,8% en árið 2003 var það hins vegar komið upp í 39,8%.  Ísland var þar með komið yfir meðaltal OECD hvað þetta varðar.  Þetta gerist þrátt fyrir að hér hafi átt að ríkja hægristjórn á þessu tímabili .  Athygli vekur að þetta hlutfall stóð í stað í tíð ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks en rauk svo upp úr öllu valdi eftir að stjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks tók við 1995.

Hátekjuskattur er ekki vel liðinn af frjálshyggjumönnum.  Hann á helst að leggja af eftir því sem ég best heyri úr þeirra ranni.   Það er því forvitnilegt að vita að í Bandaríkjunum, draumalandi sumra frjálshyggjumanna, sjá menn sér ekki annað fært en að hafa slíkan skatt.  Tekjuskattur er tekinn bæði af alríkis (federal) stjórnvöldum og hverju ríki fyrir sig.  Skattheimtan er mjög mismunandi eftir ríkjum og í sumum ríkjum er enginn tekjuskattur (bara federal) en í staðinn er þar oft hærri söluskattur.  Slíkt fyrirkomulag er t.d. í Florida.

Allir verða þó að borga tekjuskatt til alríkisstjórnvalda (federal) og þá er um þrepaskiptan skatt að ræða þar sem þeir tekjuhæstu borga hæst hlutfall en þeir tekjulægstu borga lægst hlutfall.   Þessa þrepaskiptingu má sjá hér:

Schedule X — Single

If taxable income is  over--But not over--The tax is:
$0$7,55010% of the amount over $0
$7,550$30,650$755 plus 15% of the amount over 7,550
$30,650$74,200$4,220.00 plus 25% of the amount over 30,650
$74,200$154,800$15,107.50 plus 28% of the amount over 74,200
$154,800$336,550$37,675.50 plus 33% of the amount over 154,800
$336,550no limit$97,653.00 plus 35% of the amount over 336,550

Hér má svo sjá töflur fyrir alla hópa, ekki bara einstæða.

Þeir tekjulægstu (undir 7.550 dollurum) borga því um 10% í alríkisskatt (federal tax) en þeir tekjuhæstu (með tekjur yfir 336.550 dollurum) borga 35%.  Einhvern veginn finnst manni þetta fyrirkomulag litast meira af jafnaðarmennsku en hreinni frjálshyggju.  Það er því staðreynd að í sjálfu fyrirmyndarríki frjálshyggjunnar virðast menn telja nauðsynlegt að beita skattkerfinu til aukins jafnaðar eins og sést á töflunni góðu. 

Það er mín skoðun að hæfilegur hátekjuskattur sé af hinu góða.  Vandamálið er að finna hvar mörkin eigi að liggja.  Ríkisstjórnin frysti viðmiðunina varðandi hátekjuskatt (viðmiðunarmörkin fylgdu ekki verðlagi) um árabil þannig að meðaltekjufólk var farið að borga hátekjuskatt.  Þetta hefur fyrst og fremst bitnað á ungu millistéttarfólki nýkomnu úr námi sem er að fjárfesta í sinni fyrstu eign og koma sér upp fjölskyldu.  Viðmiðin eiga að vera tiltölulega há að mínu mati og hátekjuskattur má ekki vera það íþyngjandi að hann virki letjandi á vinnandi fólk.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Félag stjórnmálafræðinga

Sæll

Búinn að svara pælingum þínum um könnun Fréttablaðsins á blogginu hjá mér. En annars áttu auðvitað að kunna þetta síðan úr aðferðafræðinni hjá Láka og Óla í gamla daga.

Félag stjórnmálafræðinga, 25.1.2007 kl. 12:04

2 Smámynd: Sigfús Þ. Sigmundsson

Málið er að ég er í USA þessa dagana og var ekki búinn að nálgast fréttina sjálfa í blaðinu á netinu.  Svo ert þú jú orðinn einn af helstu spegúlöntunum á þessu sviði heima og því fróðlegt að heyra þitt álit.

Sigfús Þ. Sigmundsson, 25.1.2007 kl. 14:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigfús Þ. Sigmundsson
Sigfús Þ. Sigmundsson
Stjórnmálafræðingur frá H.Í. og er á lokasprettinum í MPA námi í sama skóla.

Spurt er

Á Ísland að hefja aðildarviðræður við ESB?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband