Laugardagur, 3. febrúar 2007
Pylsupakki = 548 kr.
Á miðvikudaginn flutti ég heim frá Miami eftir eins og hálfs árs dvöl í borg hvítra jakkafata og bleikra skyrtna. Fór í mína fyrstu Bónusferð á fimmtudaginn og óhætt er að segja að sú upplifun hafi verið æði sérstök. Henti einum pylsupakka í körfuna og leit ekki einu sinni á verðið þar sem ég taldi jú að kaup á pylsupakka þarfnaðist ekki mikillar yfirlegu (reyni yfirleitt að vera meðvitaður um verð á þeim vörum sem ég kaupi). En þetta reyndust vera mistök. Hefði sennilega ekki hent pylsunum í körfuna ef ég hefði litið á verðmiðann í búðinni. Á verðmiðanum stóð nefnilega að pakkinn kostaði hvorki meira né minna en 548 kr.
Held að ef ég hefði búið hér heima hefði ég ekki tekið eins vel eftir þessum miklu verðhækkunum sem hér hafa orðið (eða er þetta kannski rugl í mér?). Ef verðhækkanir gerast í smáskrefum yfir langt tímabil verður maður síður var við þær en þegar dvalið er í öðru landi í eitt og hálft ár verður sjokkið óneitanlega mikið þegar heim er komið.
Það getur líka verið að ég sé hreinlega búinn að gleyma því hvað ég borgaði fyrir pylsupakkann fyrir einu og hálfu ári síðan. Að ég sé bara orðinn góðu vanur, þ.e. orðinn vanur því að fá nautalundir í stað pylsupakka fyrir þetta verð. Sé eftir því núna að hafa ekki geymt nokkra Bónusstrimla frá dögunum fyrir brottför svo ég gæti séð þetta svart á hvítu. Spurning hvort einhver lesandi muni hvað svona pylsupakki (stærri gerðin af SS pylsum) kostaði fyrir c.a. einu og hálfu ári síðan. Þá gæti ég staðfest hvort sjokkið sem ég varð fyrir stafi af verðbólgunni hér heima eða hvort það stafi af því að ég sé hreinlega bara búinn að gleyma því hvað hlutirnir kostuðu áður en ég fór út.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:51 | Facebook
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- malacai
- godsamskipti
- agbjarn
- agustolafur
- arnih
- arnith
- heilbrigd-skynsemi
- baldvinj
- kaffi
- bjarnihardar
- gattin
- bryndisisfold
- davidlogi
- dofri
- dst
- egillrunar
- esv
- eirikurbergmann
- ea
- feministi
- freedomfries
- gummisteingrims
- gun
- gunnlaugur
- haukurn
- hlynurh
- maple123
- tulugaq
- hrannarb
- hreinsi
- ivarb
- jonthorolafsson
- jonornm
- julli
- kristjanb
- kristjanmoller
- maggib
- graskerid
- maron
- nykratar
- oddgeirottesen
- palmig
- runarhi
- salvor
- sigmarg
- safi
- einherji
- soley
- stebbifr
- kosningar
- sunnadora
- svatli
- saethorhelgi
- thelmaasdisar
- tommi
- vefritid
- tharfagreinir
Athugasemdir
Það er örugglega ekki langt síðan þær hækkuðu síðast því ég man eftir að þær kostuðu rúmlega fjögur hundruð kr. eitthverntímann fyrir áramót ( nálægt áramótum) . Það er allt óðum að hækka hér, kaupmenn keppast við að hækka vörurnar áður en til verðlækkuninar kemur 1. mars að mig minnir. Maður er farin að sjá þetta svart á hvítu. Sorglegt því verðlækkunin hefði átt að koma öllum til góða.
Ester Júlía, 3.2.2007 kl. 14:26
Takk fyrir þessa ábendingu Ester. Það er þá ekki ég sem er orðinn svona ruglaður heldur hefur verðið á pylsupakkanum samkvæmt þessu innleggi þínu hækkað úr rúmum fjögur hundruð krónum upp í 548 á skömmum tíma. Ótrúlegt verð ég að segja. Eigum við að láta bjóða okkur þetta áfram? Hvernig væri að taka á þessu af alvöru og stokka upp landbúnaðarkerfið og tollaokrið? Held ég gerist meðlimur í Neytendasamtökunum eftir helgi og fari að þrýsta á almennilega andstöðu gegn þessu okri!
Sigfús Þ. Sigmundsson, 3.2.2007 kl. 16:30
Já en Sigfús - þú átt ekki að vera að borða pylsu, hvað varð um Teryaki sósuna? En þar sem þú ert kominn heim þá legg ég til að þú hringir í mig þegar í stað.
Hreinn Hreinsson, 3.2.2007 kl. 16:51
hehe. Já, Hreinn. Ég á eftir að kanna það hversu mikil hækkun hefur orðið á Teryaki sósum. Náttúrulega grundvöllur lífsskilyrða minna hér á Fróni að sú ágæta sósa hafi ekki hækkað mikið í verði...
Sigfús Þ. Sigmundsson, 3.2.2007 kl. 17:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.