Sunnudagur, 4. febrúar 2007
McDonalds dýrast á Íslandi
Samkvæmt frétt í Morgunblaðinu í gær er McDonalds BigMac hamborgari dýrastur á Íslandi í öllum heiminum. Það er tímaritið The Economist sem tekur saman svokallaða Mac-vísitölu og komust blaðamenn þess að þessari niðurstöðu.
Fram kemur að Big Mac hamborgari er 131% dýrari hér á landi en í Bandaríkjunum. Borgarinn á Íslandi kostar jafngildi 7,44 dala en 3,22 dali í Bandaríkjunum samkvæmt tölum Economist. Sigur Íslands í Big Macverðlagi er mjög afgerandi. Norðmenn komast næst því að slá okkur við en eiga þó umtalsvert langt í land, þar er Big Mac 106% dýrari en í Bandaríkjunum. Á evrusvæðinu er hann 19% dýrari en í Bandaríkjunum, í Svíþjóð 57% og í Danmörku 50% dýrari. Bestu kaupin á Big Mac eru í Kína en þar má fá fimm hamborgara og einn þriðja af þeim sjötta fyrir verð eins á Íslandi.
Ein af megin ástæðum þess að McDonalds sló í gegn í Bandaríkjunum var hversu ódýr hann var. Samkeppnin á hamborgaramarkaðnum í Bandaríkjunum er mikil og keðjur eins og Wendys og Burger king veita McDonalds mikið aðhald. Þetta konsept - þ.e. ódýr skyndibiti, stuttur afgreiðslutími og stöðluð vara - virðist hins vegar hafa gjörbreyst við íslenskar aðstæður. Hér á landi er alls ekkert ódýrt að fá sé McDonalds. Hér kostar þessi frægi skyndibiti álíka mikið og steik og rauðvínsglas í löndum þar sem verðlag er í betra jafnvægi.
Þessi McDonalds vísitala þeirra hjá The Economist er enn ein staðfestingin á því að Íslendingar búa við eitt hæsta matarverð í heiminum. Spurningin er bara hvað sé til ráða til að sporna við þessari þróun. Eitt af svörunum við þeirri spurningu felst í því að stokka upp landbúnaðarkerfið og lækka tolla á matvælum. Til þess að það geti orðið að veruleika þarf hins vegar að losna við Framókn úr ríkisstjórn.
![]() |
Ofmetnasti gjaldmiðillinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:08 | Facebook
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
malacai
-
godsamskipti
-
agbjarn
-
agustolafur
-
arnih
-
arnith
-
heilbrigd-skynsemi
-
baldvinj
-
kaffi
-
bjarnihardar
-
gattin
-
bryndisisfold
-
davidlogi
-
dofri
-
dst
-
egillrunar
-
esv
-
eirikurbergmann
-
ea
-
feministi
-
freedomfries
-
gummisteingrims
-
gun
-
gunnlaugur
-
haukurn
-
hlynurh
-
maple123
-
tulugaq
-
hrannarb
-
hreinsi
-
ivarb
-
jonthorolafsson
-
jonornm
-
julli
-
kristjanb
-
kristjanmoller
-
maggib
-
graskerid
-
maron
-
nykratar
-
oddgeirottesen
-
palmig
-
runarhi
-
salvor
-
sigmarg
-
safi
-
einherji
-
soley
-
stebbifr
-
kosningar
-
sunnadora
-
svatli
-
saethorhelgi
-
thelmaasdisar
-
tommi
-
vefritid
-
tharfagreinir
Athugasemdir
Maður fær þá allavega ekki hamborgararass hér á skerinu. Já framsókn ætti að skíra sig afturábakvörn!
Haraldur Sigmundsson (IP-tala skráð) 4.2.2007 kl. 21:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.