McDonalds dýrast á Íslandi

mcDonaldsSamkvæmt frétt í Morgunblaðinu í gær er McDonalds BigMac hamborgari dýrastur á Íslandi í öllum heiminum.  Það er tímaritið The Economist sem tekur saman svokallaða Mac-vísitölu og komust blaðamenn þess að þessari niðurstöðu.

Fram kemur að Big Mac hamborgari er 131% dýrari hér á landi en í Bandaríkjunum.  Borgarinn á Íslandi kostar jafngildi 7,44 dala en 3,22 dali í Bandaríkjunum samkvæmt tölum Economist. Sigur Íslands í Big Macverðlagi er mjög afgerandi.  Norðmenn komast næst því að slá okkur við en eiga þó umtalsvert langt í land, þar er Big Mac 106% dýrari en í Bandaríkjunum. Á evrusvæðinu er hann 19% dýrari en í Bandaríkjunum, í Svíþjóð 57% og í Danmörku 50% dýrari. Bestu kaupin á Big Mac eru í Kína en þar má fá fimm hamborgara og einn þriðja af þeim sjötta fyrir verð eins á Íslandi.

Ein af megin ástæðum þess að McDonalds sló í gegn í Bandaríkjunum var hversu ódýr hann var.  Samkeppnin á hamborgaramarkaðnum í Bandaríkjunum er mikil og keðjur eins og Wendys og Burger king veita McDonalds mikið aðhald.   Þetta konsept - þ.e. ódýr skyndibiti, stuttur afgreiðslutími og stöðluð vara - virðist hins vegar hafa gjörbreyst við íslenskar aðstæður.  Hér á landi er alls ekkert ódýrt að fá sé McDonalds.  Hér kostar þessi frægi skyndibiti álíka mikið og steik og rauðvínsglas í löndum þar sem verðlag er í betra jafnvægi.

Þessi McDonalds vísitala þeirra hjá The Economist er enn ein staðfestingin á því að Íslendingar búa við eitt hæsta matarverð í heiminum.   Spurningin er bara hvað sé til ráða til að sporna við þessari þróun.  Eitt af svörunum við þeirri spurningu felst í því að stokka upp landbúnaðarkerfið og lækka tolla á matvælum.  Til þess að það geti orðið að veruleika þarf hins vegar að losna við Framókn úr ríkisstjórn. 


mbl.is Ofmetnasti gjaldmiðillinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Maður fær þá allavega ekki hamborgararass hér á skerinu. Já framsókn ætti að skíra sig afturábakvörn!

Haraldur Sigmundsson (IP-tala skráð) 4.2.2007 kl. 21:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigfús Þ. Sigmundsson
Sigfús Þ. Sigmundsson
Stjórnmálafræðingur frá H.Í. og er á lokasprettinum í MPA námi í sama skóla.

Spurt er

Á Ísland að hefja aðildarviðræður við ESB?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband