Fimmtudagur, 8. febrúar 2007
Eru Hrútarnir á uppleið?
Ég bjó á Akureyri frá 12 ára aldri til tvítugs. Þar var sérstaklega gott að búa og kem ég þangað reglulega til að rifja upp gamla og góða tíma. Á Akureyri eins og öðrum stöðum á landinu höfðu drengir áhuga á enska boltanum en ég hafði takmarkaðan áhuga á knattreki þeirra ensku þarna um 12 ára aldurinn. Fylkingarnar skiptust að mestu leyti í tvennt: Þeir sem héldu með Liverpool og þeir sem héldu með Manchester United. Oft var gengið á mig og ég spurður að því með hvoru liðinu ég héldi og þar sem ég hef alltaf verið mjög "dipló" nefndi ég yfirleitt það lið sem ég taldi að viðkomandi héldi með og voru þá allir sáttir (nema kannski ef ég giskaði vitlaust).
Mér hlotnaðist svo Sinclair Spectrum tölva (48 bita að mig minnir) og varð leikurinn Football manager fljótlega í uppáhaldi mér og félaga mínum. Við gátum eitt mörgum klukkustundum í að velja í lið og sigra stóra sigra á vellinum. Eitt sinn völdum við Derby county sem hefur viðurnefnið Hrútarnir eða "The Rams". Það var ekki að spyrja að því, sigrarnir urðu stórir með þessu liði og enduðum við sem enskir meistarar eftir nokkur tímabil (og nokkuð marga klukkutíma skal ég segja ykkur).
Upp frá þessum glæstu sigrum okkar með Derby County í sýndarveruleika Sinclair Spectrum fór ég svo að fylgjast með enska boltanum af meiri áhuga. Smám saman var ég farinn að fylgjast með liðinu, hvernig því gekk, hvaða leikmenn voru í liðinu o.sfrv.. Enduðu þessi ósköp þannig að frá 13 ára aldri hef ég haldið með Hrútunum í enska boltanum.
Það hafa svo sannarlega skipst á skyn og skúrir hjá Derby frá því að ég byrjaði að halda með þeim. Liðið var lengi í efstu deild en gekk þó ekkert sérstaklega. Ekki laust við að maður hafi horft öfundaraugum til þeirra sem héldu með stærri liðum en aldrei gafst ég þó upp. Kom svo að því að Hrútarnir féllu niður um deild fyrir all mörgum árum og verður að viðurkennast að ég hef ekki fylgst mjög náið með þeim þann tíma sem liðinn er frá því mikla áfalli en hef þó alltaf vitað hvar liðið er statt í deildinni hverju sinni (kosturinn er sá að áskrift að Sýn hefur sparast í mörg ár vegna þessa).
En nú eru betri tímar framundan. Hrútarnir eru nú í efsta sæti 1. deildarinnar með 62 stig, sjö stigum á undan liðinu í þriðja sæti. Möguleikarnir eru því að verða nokkuð góðir um að liðið komist upp um deild í vor. Áhuginn hefur því heldur betur vaknað á ný og er ég meira að segja farinn að læra nöfn leikmanna og þjálfarans aftur. Nú er bara að vona að liðið haldist áfram á flugi og tryggi sér sæti í efstu deild í vor. Slíkt myndi kosta aukin heimilisútgjöld því þá þyrfti undirritaður að sjálfsögðu að festa sér áskrift að Sýn.
Sem sagt, bjartir tímar framundan hjá Hrútum eins og mér (þeir eru reyndar ekkert svo ýkja margir á landinu en nokkrir sérvitringar eru þó á sama máli og ég um ágæti liðsins).........
Meginflokkur: Íþróttir | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Enski boltinn | Breytt s.d. kl. 09:54 | Facebook
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- malacai
- godsamskipti
- agbjarn
- agustolafur
- arnih
- arnith
- heilbrigd-skynsemi
- baldvinj
- kaffi
- bjarnihardar
- gattin
- bryndisisfold
- davidlogi
- dofri
- dst
- egillrunar
- esv
- eirikurbergmann
- ea
- feministi
- freedomfries
- gummisteingrims
- gun
- gunnlaugur
- haukurn
- hlynurh
- maple123
- tulugaq
- hrannarb
- hreinsi
- ivarb
- jonthorolafsson
- jonornm
- julli
- kristjanb
- kristjanmoller
- maggib
- graskerid
- maron
- nykratar
- oddgeirottesen
- palmig
- runarhi
- salvor
- sigmarg
- safi
- einherji
- soley
- stebbifr
- kosningar
- sunnadora
- svatli
- saethorhelgi
- thelmaasdisar
- tommi
- vefritid
- tharfagreinir
Athugasemdir
Sigfús, þú ert vandaður maður.
En guð minn almáttugur, þú gast aldrei neitt í fótbolta.. En ekki hafa áhyggjur... Fótboltamenn eldast illa...
Ívar Bjarklind, 8.2.2007 kl. 09:58
Hehe. Já, Ívar, ekki get ég neitað því, var aldrei mjög liðtækur í knattreki enda ekki ofarlega á áhugasviðinu. En ég er góður í marki í innanhúsboltanum sem ég er í núna enda fylli ég vel upp í það.....
Sigfús Þ. Sigmundsson, 8.2.2007 kl. 10:31
Alltaf ánægjulegt að rekast á stuðningsmenn Derby, sem eru ekki alltof margir hér á landi. Ég hef haldið með liðinu síðan 1969 og upplifði tvo meistaratitla á unglingsárunum, 1972 og 1975, á þeim tíma sem leikirnir voru sýndir vikugamlir í Ríkissjónvarpinu. Vonandi bara að okkar menn haldi þetta út og komist upp í úrvalsdeildina en þetta félag á hvergi annars staðar heima!
Víðir Sigurðsson, íþróttafréttamaður á Morgunblaðinu
Víðir Sigurðsson (IP-tala skráð) 9.2.2007 kl. 20:34
Sæll Víðir. Já, við erum ekki margir en ég veit þó af nokkrum. Er til stuðningsmannaklúbur hér á landi? Ef ekki, væri þá ekki lag að stofna einn slíkan?
Sigfús Þ. Sigmundsson, 11.2.2007 kl. 10:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.