Mánudagur, 12. febrúar 2007
Talning á blog.is
Einn af þeim "fídusum" sem eru hvað skemmtilegastir hér á blog.is er talning gesta á síðum þeirra sem hér blogga. Hægt er að bera sig saman við aðra hvað þetta varðar o.sfrv. Þetta er ekkert aðalatriði en gott er að hafa einhverja hugmynd um hversu margir koma í heimsókn.
Í síðustu viku var ég kominn með yfir 600 heimsóknir þá vikuna þegar ég leit inn einn daginn en þann næsta hafði þeim fækkað um c.a. 50. Ég varð dálítið hugsi yfir þessu en mér fannst allt í lagi þó þetta hefði gerst í eitt skipti, ekki mikið mál. Í gær var ég svo kominn með um 650 heimsóknir fyrir vikuna en þegar ég lít á teljarann í dag er þessi tala komin niður í 512. Hvernig stendur á þessu? Hvernig stendur á því að heimsóknir á síðuna mína hafa dregist saman um tæpar 150 heimsóknir á einum sólarhring? Þ.e. uppsafnaðar heimsóknir fyrir vikuna. Samkvæmt minni stærðfræðikunnáttu ætti það ekki að vera hægt.
Hafa einhverjir aðrir lent í þessu? Ég sé ekki alveg tilganginn með að fylgjast með þessu ef þetta er öll nákvæmnin.....
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Stjórnmál og samfélag, Tölvur og tækni, Vefurinn, Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 10:20 | Facebook
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- malacai
- godsamskipti
- agbjarn
- agustolafur
- arnih
- arnith
- heilbrigd-skynsemi
- baldvinj
- kaffi
- bjarnihardar
- gattin
- bryndisisfold
- davidlogi
- dofri
- dst
- egillrunar
- esv
- eirikurbergmann
- ea
- feministi
- freedomfries
- gummisteingrims
- gun
- gunnlaugur
- haukurn
- hlynurh
- maple123
- tulugaq
- hrannarb
- hreinsi
- ivarb
- jonthorolafsson
- jonornm
- julli
- kristjanb
- kristjanmoller
- maggib
- graskerid
- maron
- nykratar
- oddgeirottesen
- palmig
- runarhi
- salvor
- sigmarg
- safi
- einherji
- soley
- stebbifr
- kosningar
- sunnadora
- svatli
- saethorhelgi
- thelmaasdisar
- tommi
- vefritid
- tharfagreinir
Athugasemdir
Ég skil talninguna sem svo að þetta er uppsafnað síðustu 7 daga, sem sagt að talan breytist á degi hverjum. Frá þriðjudegi síðustu viku til loka mánudags þessarar viku, frá miðvikudegi til loka þriðjudags o.s.frv. ?
Páll (IP-tala skráð) 12.2.2007 kl. 10:44
Þetta þýðir einfaldlega að það hafa fleiri heimsótt þig fyrir átta dögum heldur en í dag. Ekkert dularfullt við það.
Friðrik (IP-tala skráð) 12.2.2007 kl. 11:05
Já, ég skil það líka þannig. En er þá ekki skrýtið að þessi tala standi í 650 í gær en er 512 í dag?
Sigfús Þ. Sigmundsson, 12.2.2007 kl. 11:06
Ok, sennilega er þetta þá þannig að talið er viku aftur í tíma hverju sinni. Þannig að t.d. ef fjöldi heimsókna hefur verið mjög lítill fyrir akkúrat viku en verið óvenju há daginn þar á undan þá lækkar talan. Held að ég sé að ná þessu núna ;)
Sigfús Þ. Sigmundsson, 12.2.2007 kl. 12:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.