Samgönguáætlun 2007-2018

vegagerdÉg hef lengi verið þeirrar skoðunnar að besta byggðarstefnan felist í stórbættum samgöngum ásamt auknum menntunartækifærum á landsbyggðinni.  Ég fagna því hinni nýju samgönguáætlun sem samgönguráðherra var að kynna í gær.  Vissulega er tímasetningin ansi gegnsæ, þrír mánuðir til kosninga og fátt virkar betur en feitur kosningavíxill og fyrirheit um miklar framkvæmdir í kjördæmunum á kosningaári.

Því ber sérstaklega að fagna að nú er loks komið á áætlun að byggja upp 2+2 vegi frá Reykjavík til Selfoss annars vegar og frá Reykjavík til Borgarness hins vegar.  Slík framkvæmd gagnast ölllum landsmönnum og er í raun heilmikið hagsmunamál fyrir landsbyggðina því slíkir vegir ættu að stytta aksturstíma til höfuðborgarinnar auk þess að auka til muna öryggi landsbyggðarfólks á ferðum þess til borgarinnar.  Eftir að strandsiglingar voru aflagðar og vörufluttningar fluttust yfir á þjóðveginn hefur þessi helsta samgönguæð okkar landsmanna hreinlega hrunið og löngu tímabært að gera eitthvað í því.  Bæði hefur umferð á veginum tafist gríðarlega vegna þessa aukna álags og eins hefur öryggi ökumanna hrakað til muna.

Aðrar framkvæmdir sem samgönguáætlunin gerir ráð fyrir eru einnig ágætis innlegg í styrkingu byggðar í landinu.  Sem gamall Akureyringur (bjó þar frá tólf ára til tvítugs) fagna ég sérstaklega því að til stendur að liðka fyrir Vaðlaheiðargöngum og tengja þannig betur saman Eyjafjarðarsvæðið og Norðausturland.  Allir sem hafa ferðast um Vaðlaheiði að vetrarlagi vita hversu mikill farartálmi sú heiði er.   Það er trú mín að með tilkomu Vaðlaheiðarganga muni Akureyri styrkjast enn frekar í sessi sem höfuðstaður Norðurlands.  Göngin munu auðvelda Þingeyingum og Norðausturlandi öllu að sækja verslun og þjónustu til Akureyar og þannig mun svæðið allt eflast.

Þetta eru vissulega miklir peningar sem þarna er áætlað að fara í samgöngumál en ég treysti því og trúi að búið sé að úthugsa fjármögnun þessara verkefna og tryggja að þau hafi ekki of mikil þennsluáhrif á efnahagslíf landsins.
mbl.is Rúmir 380 milljarðar til vegagerðar á næstu 11 árum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigfús Þ. Sigmundsson
Sigfús Þ. Sigmundsson
Stjórnmálafræðingur frá H.Í. og er á lokasprettinum í MPA námi í sama skóla.

Spurt er

Á Ísland að hefja aðildarviðræður við ESB?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.10.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Okt. 2024
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband