Hlutfall opinberra starfsmanna 1870-2000

Undirritaður er byrjaður að sanka að sér heimildum fyrir mastersritgerðina sem verður skrifuð á þessu vori.   Rakst á ansi góða heimild sem nefnist "Starfsumhverfi ríkisstarfsmanna við aldarhvörf - Rannsóknarniðurstöður" sem var undir ritstjórn Ómars H. Kristmundssonar.  Þar er mikið af upplýsingum um þróun starfsumhverfis ríkisstarfsmanna og m.a. þessi tafla hér:

opinberirstarfsmennA

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Heimild: Hér má nálgast alla skýrsluna þar sem þessa töflu er að finna.

Þetta línurit sýnir hlutfall opinberra starfsmanna (bæði ríkisstarfsmanna og starfsmanna sveitarfélaga) af virku vinnuafli árin 1870-2000.   Eins og sést þá hefur þetta hlutfall verið sífellt hækkandi frá fyrstu tíð.   Það ber þó að hafa í huga þegar svona línurit eru skoðuð að gífurlegar samfélagslegar breytingar hafa orðið á þessum tíma og því t.d. varla samanburðarhæft að bera saman árin 1870 og 2000 í þessu samhengi.  En svona upplýsingar eru þó alltaf fróðlegar og lýsandi.

Það sem er hins vegar forvitnilegra er að þessi þróun virðist halda áfram út í hið óendanlega.  Enn er þetta hlutfall að hækka.  Í því tilliti ber þó að hafa í huga það sem kemur fram í þessari skýrslu og það er að ríkisstarfsmönnum hefur fækkað að undanförnu en á sama tíma hefur starfmönnum sveitarfélaga fjölgað.  Rekja má þessa þróun til tilfærslu verkefna frá ríki til sveitarfélaga, svo sem tilfærslu grunnskólans til sveitarfélaganna.

En spurningin er sem sagt hvort þessi þróun, þ.e. síhækkandi hlutfall opinberra starfsmanna, sé  eitthvert lögmál sem ekki verður við ráðið eða hvort  ástæða sé til að spyrna við fótum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Ásgeir Gunnarsson

Allt hefur tilhneygingu til að stækka og dafna sem hefur ekki eitthvað lögmál eða grimman húsbónda og harða skynsemi til að halda aftur af. Nýasta nýtt í þessum efnum hér á íslandi er eftirlitsiðnðurinn sem dafnar ólíkindum Í mínum rekstri er þetta 5 eftirlitsstonanir sem koma orðið reglulega. þessar stonanir eru að gera hinar óliklegustu kröfur á mann Hótandi rekstrarstöðvun út af  einum biluðum vask sem er aldrei notaður af því það eru svo margir fyrir á hentugri stöðum. Síðan koma feitir reikningar. Einn aðillin kemur mjög sjaldan og ég Guðslifandi fegin en á móti kemur mjög stór reikningur á sex mánað fresti. Eftirlitskostnaður hjá mér voru fá þúsund  fyrir sex árun nú er þetta farið skipta miljónum og vex stöðugt. menn eru alltaf að finna upp einhverju nýju .Fyrir utan að þetta þarf ég orðið að vera með einn starfsmann í allslags skráningum í kringum þetta sem síðan aldrei er litið í. Þetta er einn liðurin sem er að gera okkur erfitt fyrir samkepninni við útlönd. Þegar við íslendingar tökum okkur til þá erum kaþólskari en Páfinn

Gunnar Ásgeir Gunnarsson, 16.2.2007 kl. 10:35

2 Smámynd: Sigfús Þ. Sigmundsson

Gaman væri að fá samantekt hjá þér á þessu, þ.e. hvað þú borgaðir fyrir þetta fyrir einhverjum árum og hvað þú ert að borga í dag....

Sigfús Þ. Sigmundsson, 16.2.2007 kl. 11:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigfús Þ. Sigmundsson
Sigfús Þ. Sigmundsson
Stjórnmálafræðingur frá H.Í. og er á lokasprettinum í MPA námi í sama skóla.

Spurt er

Á Ísland að hefja aðildarviðræður við ESB?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.10.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Okt. 2024
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband