Mánudagur, 19. febrúar 2007
73% fara einir á einkabíl til vinnu
Samkvæmt könnun sem Félagsvísindastofnun gerði fyrir Umhverfissvið Reykjavíkurborgar þá sögðust 73% svarenda aka einir í bíl til vinnu eða skóla á tímabilinu 17. nóvember til 9. desember 2006. Aðeins 4% þeirra fara til vinnu sem farþegar í bíl. Af sjö stórum borgum á Norðurlöndum er langmest bílaeign íbúa í Reykjavík. Langhæsta hlutfall ferða í einkabíl er einnig í Reykjavík og fjöldi ekinna kílómetra.
Á heimasíðu Umhverfissviðs segir:
"Í könnuninni var m.a. spurt: Hvernig ferðast þú til vinnu/skóla? Niðurstaðan var að 2% svarenda fóru á reiðhjóli, 7% með strætó, 12% gangandi og 3% á annan hátt. 73% eins og áður sagði á eigin bíl og 4% sem farþegar. Í ljós kom m.a. að 79% karla keyra sjálfir en 67% kvenna. 80% fólks fólk á aldrinum 35-54 keyrir sjálft. Augljóst er af þessari könnun að hjón nota ekki einn bíl til að fara til og frá vinnu heldur fara þau hvort í sínum.
Reykjavíkurborg hefur undanfarin ár tekið þátt í vinnu við samnorræna umhverfisvísa, þar sem samgöngur í borgum hafa m.a. verið bornar saman. Kannað var árið 2003 hvernig ferðamáta var hagað og er talið að litlar breytingar hafi orðið síðan þá. Borgirnar eru Kaupmannahöfn, Málmey, Gautaborg, Stokkhólmur, Ósló, Reykjavík og Helsinki. Kannað var hvernig borgarbúar færu til og frá vinnu og kom í ljós að Kaupmannahöfn er mesta hjólareiðaborgin en engin borg stendur Reykjavík á sporði í notkun einkabifreiða.
Í norrænu umhverfisvísunum kemur fram að Reykvíkingar eiga met í eknum kílómetrum á einkabílum í samburði við áður nefndar borgir. Loftmengun er óhjákvæmilegur fylgifiskur þessara miklu notkunar einkabifreiða í Reykjavík en önnur hver bifreið að vetri til er á nagladekkjum sem spæna um malbikið og skapa svifryk."
Mig minnir að ég hafi séð tölur frá Stokkhólmi þar sem þessu var akkúrat öfugt farið, þ.e. um 70% notuðu almenningssamgöngur til að ferðast til og frá vinnu. Ég geri mér grein fyrir því að erfitt verður að koma upp svo jafn öflugum almenningssamgöngum og í Stokkhólmi, og líklega náum við aldrei þessu hlutfalli notenda hér heima, en það er alveg á hreinu að hægt er að auka hlutfall þeirra sem nota almenningssamgöngur með heildarátaki.
Ég hef bent á það í nokkrum pistlum hvernig notkun almenningssamgangna hafa aukist í Hasselt í Belgíu, Reykjanesbæ og á Akureyri eftir að gjöld voru felld niður. Í dag ganga strætisvagnarnir á höfuðborgarsvæðinu um hálftómir og nýtingin er fyrir neðan allar hellur. Ein af þeim aðgerðum sem ætti að prufa er að fella niður gjöld í almenningssamöngur á höfuðborgarsvæðinu. Það hefur reynst vel þar sem það hefur verið gert og ekkert bendir til annars en að sú ætti að vera raunin hér líka.
Hér að neðan má nálgast könnun Félagsvísindastofnunnar í heild.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:16 | Facebook
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- malacai
- godsamskipti
- agbjarn
- agustolafur
- arnih
- arnith
- heilbrigd-skynsemi
- baldvinj
- kaffi
- bjarnihardar
- gattin
- bryndisisfold
- davidlogi
- dofri
- dst
- egillrunar
- esv
- eirikurbergmann
- ea
- feministi
- freedomfries
- gummisteingrims
- gun
- gunnlaugur
- haukurn
- hlynurh
- maple123
- tulugaq
- hrannarb
- hreinsi
- ivarb
- jonthorolafsson
- jonornm
- julli
- kristjanb
- kristjanmoller
- maggib
- graskerid
- maron
- nykratar
- oddgeirottesen
- palmig
- runarhi
- salvor
- sigmarg
- safi
- einherji
- soley
- stebbifr
- kosningar
- sunnadora
- svatli
- saethorhelgi
- thelmaasdisar
- tommi
- vefritid
- tharfagreinir
Athugasemdir
Eg er svo sámmála með það að gera Aleminngsvaggna ókeypis !!!! og það er leiðin til að minka eiknkabilanotkun til og frá Vinnu og keyra börn eitt og annað/En þetta er ekki bara á Islandi eg hefi mikið keyrt i USA og þar er þetta ekki mynna vandamál og lengti vegalengdir/Veðrettan a Islandi er lika doliti sestök!!! Halli Gamli
Haraldur Haraldsson, 19.2.2007 kl. 11:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.