Þriðjudagur, 20. febrúar 2007
Hrós er hressandi
Ef okkur mislíkar eitthvað erum við flest mjög fljót til að kvarta. Þetta getur átt við um þjónustu, samstarfsfélaga, fjölskyldu o.sfrv. Það virðist hins vegar vera töluvert lengra í það hjá okkur að hrósa fyrir það sem vel er gert. Hefur einhver lesandi t.d. hrósað þjónustufulltrúanum hjá bankanum fyrir að allt gangi ávallt eins og smurt í samskiptum, reikningar borgaðir á réttum tíma o.sfrv. Nei, sennilega ekki. En ef eitthvað klikkar, t.d. reikningur ekki borgaður á réttum tíma, erum við yfirleitt fljót til að kvarta og láta viðkomandi heyra það, er það ekki?
Ég tók meðvitaða ákvörðun fyrir nokkrum árum að hrósa oftar þegar sérstaklega vel væri gert t.d. í þjónustu sem mér er veitt. Þetta byrjaði á því að ég lenti í vandræðum með rúðurþurrkurnar á bílnum og fór á bensínstöð Olís til að fá nýjar. Sá sem þjónustaði mig þar veitti mér nær fullkomna þjónustu, viðmótið var frábært, hann skipti um þurrkurnar þrátt fyrir að festingarnar væru allar ryðgaðar saman (þurfti að losa þær gömlu með sér áhaldi og miklu veseni) og þær virkuðu ákaflega vel á eftir. Í kjölfarið sendi ég tölvupóst á þann aðila hjá Olís sem ég taldi vera næsta yfirmann þessa starfsmanns og þakkaði fyrir þá framúrskarandi þjónustu sem ég hafði þarna fengið. Fékk svo svar þar sem yfirmaðurinn óskaði eftir upplýsingum um á hvaða stöð Olís þetta hafi verið og hvernig starfsmaðurinn hafi litið út. Líklega hefur yfirmaðurinn ætlað að verðlauna viðkomandi starfsmann einhvern veginn eða a.m.k. þakka honum vel unnin störf (eða það er alla vegana mín von).
Ég lét ekki staðar numið við þetta eina hrós. Ég hef haft þjónustufulltrúa í aðalútibúi Landsbankans í mörg ár og hefur hún veitt mér ótrúlega góða og lipra þjónustu í gegnum tíðina. Þegar ég óska eftir einhverju líður sjaldnar lengra en 20-30 mínútur þar til allt er frágengið. Ég tók mig því til og sendi hennar næsta yfirmanni þakkarpóst fyrir þessa frábæru þjónustu sem ég fengi og nafngreindi þjónustufulltrúann að sjálfsögðu. Fékk þakkarpóst frá þessum yfirmanni og stuttu seinna fékk ég þakkarpóst frá sjálfum þjónustufulltrúanum sem sagði mér að yfirmaðurinn hafi haft samband við sig í kjölfarið og þakkað góð störf. Vonandi hefur þetta hjálpað henni í næsta launaviðtali.
Þessi hrósmenning hefur svo smitast út til annara fjölskyldumeðlima. Einn þeirra var í námi í Bandaríkjunum nýverið og þurfti mikið að hafa samskipti við fulltrúa hjá LÍN vegna námslána. Skemmst er frá því að segja að þessi fulltrúi hjá LÍN veitti ótrúlega góða þjónustu. Ættinginn tók sig því til og sendi næsta yfirmanni þessa fulltrúa póst þar sem þakkað var fyrir frábæra þjónustu fulltrúans. Skömmu seinna kom tölvupóstur frá fulltrúanum þar sem það var engu líkara en viðkomandi væri að hoppa um gólf af ánægju, kæti og sæluvímu. Yfirmaðurinn hafði nefnilega haft samband og hrósað henni fyrir vel unnin störf. Í þessum tölvupósti lýsti fulltrúinn því hversu sjaldgæft þetta væri, öllu algengara væri að fá kvartanir og leiðindi. Þetta hefði því verið ótrúlega ánægjuleg tilbreyting og hún sagðist myndi lifa á þessu næstu daga.
Já, það þarf ekki mikið til að hafa jákvæð áhrif. Einn stuttur tölvupóstur til að þakka vel unnin störf getur hrundið af stað röð hrósa og stuðlað að betri líðan fólks sem fá hrósið. Ég hvet fólk til að hrósa oftar fyrir vel unnin störf og ekki líta á það sem sjálfsagðan hlut þegar óvenju góð þjónusta er innt af hendi. Þó oft sé ástæða til að kvarta þá er örugglega oftar ástæða til að hrósa. Svo er það líka miklu skemmtilegra......
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- malacai
- godsamskipti
- agbjarn
- agustolafur
- arnih
- arnith
- heilbrigd-skynsemi
- baldvinj
- kaffi
- bjarnihardar
- gattin
- bryndisisfold
- davidlogi
- dofri
- dst
- egillrunar
- esv
- eirikurbergmann
- ea
- feministi
- freedomfries
- gummisteingrims
- gun
- gunnlaugur
- haukurn
- hlynurh
- maple123
- tulugaq
- hrannarb
- hreinsi
- ivarb
- jonthorolafsson
- jonornm
- julli
- kristjanb
- kristjanmoller
- maggib
- graskerid
- maron
- nykratar
- oddgeirottesen
- palmig
- runarhi
- salvor
- sigmarg
- safi
- einherji
- soley
- stebbifr
- kosningar
- sunnadora
- svatli
- saethorhelgi
- thelmaasdisar
- tommi
- vefritid
- tharfagreinir
Athugasemdir
Þetta er frábær hugmynd.
Ég var einu sinni aupair í Glasgow, hjónin voru mjög elskuleg og trúuð. Einhverju sinni var ég að tala um að ég hefði verið bænheyrð, eitthvað sem ég var að biðja um, og fannst ég fá svar. Já sagði konan, það er gott. En ertu búin að þakka Guði fyrir svarið ? Ég horfði á hana góða stund. Ha ! nei ég varð að viðurkenna að það hefði ég ekki gert.
Þessi litli atburður hefur setið í mér æ síðan núna yfir 40 ár. Og hefur kennt mér að gleyma ekki að þakka fyrir mig þegar vel er gert. Ég hef reynt að fylgja þessu síðan.
Það kostar oft svo lítið að gleðja svo mikið.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.2.2007 kl. 14:09
Ég held að í amstri dagsins gleymist þetta oft. Það tekur ekki mikinn tíma að hrósa og þakka fyrir það sem vel er gert en það getur hins vegar leitt margt stórt og gott af sér....
Sigfús Þ. Sigmundsson, 20.2.2007 kl. 14:18
Já ég er 100% sammála þér í þessu.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.2.2007 kl. 15:29
Maður þarf að tileinka sér jákvæðni í meira mæli. Manni líður líka sjálfum betur
Gunnar Ásgeir Gunnarsson, 20.2.2007 kl. 16:59
Mér finnst þetta frábært framtak hjá þér og sannarlega til eftirbreytni. Sjálf vinn ég þjónustustarf og get vottað að það gefur manni mikið að fá hrós fyrir vel unnin störf.
Björg K. Sigurðardóttir, 20.2.2007 kl. 18:21
Já, Björg. Ég hef líka starfað við ýmis þjónustustörf og þekki því það að það er ekkert of algengt að fá hrós fyrir vel unnin störf....
Sigfús Þ. Sigmundsson, 20.2.2007 kl. 19:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.