Dauðarefsingar

death_penalty_390Nú á að hefja dauðarefsingar í Japan á ný eftir 15 mánaða hlé.  Ástæða þessa 15 mánaða hlés var sú að sá sem gegndi stöðu dómsmálaráðherra þetta tímabil, Seiken Sugiura, stöðvaði dauðarefsingar á meðan hann var í embætti þar sem hann sagði þær stríða gegn Búddatrú hans.  Hann er ekki lengur í embætti og nú á s.s. að fara að vinna upp þennan "slóðaskap" Sugiura í þessa mánuði sem hann var við störf.

Ég, líkt og flestir Evrópubúar, er algjörlega á móti dauðarefsingum.  Það eru hins vegar þjóðir í heiminum sem leyfa dauðarefsingar og eru nokkuð stórtækar þegar að þeim kemur.  Bandaríkin eru meðal þessara þjóða ásamt Japan.  Ég mun innan skamms fjalla um dauðarefsingar í Bandaríkjunum, m.a. um gæði réttargæslu þeirra sem eru á "death row" og sannanir fyrir því að þar hafi oftar en einu sinni og oftar en tvisvar dvalið saklausir menn.

En þangað til bið ég ykkur um að líta á þennan lista yfir ríki sem leyfa dauðarefsingar en það er áhugavert að sjá hvaða þjóðir eru á honum ásamt Japan og Bandaríkjunum:

  • Afghanistan
  • Antigua and Barbuda
  • Bahamas
  • Bahrain
  • Bangladesh
  • Barbados
  • Belarus
  • Belize
  • Botswana
  • Burundi
  • Cameroon
  • Chad
  • China (People's Republic)
  • Comoros
  • Congo (Democratic Republic)
  • Cuba
  • Dominica
  • Egypt
  • Equatorial Guinea
  • Eritrea
  • Ethiopia
  • Gabon
  • Ghana
  • Guatemala
  • Guinea
  • Guyana
  • India
  • Indonesia
  • Iran
  • Iraq
  • Jamaica
  • Japan
  • Jordan
  • Kazakhstan
  • Korea, North
  • Korea, South
  • Kuwait
  • Kyrgyzstan
  • Laos
  • Lebanon
  • Lesotho
  • Libya
  • Malawi
  • Malaysia
  • Mongolia
  • Nigeria
  • Oman
  • Pakistan
  • Palestinian Authority
  • Qatar
  • Rwanda
  • St. Kitts and Nevis
  • St. Lucia
  • St. Vincent and the Grenadines
  • Saudi Arabia
  • Sierra Leone
  • Singapore
  • Somalia
  • Sudan
  • Swaziland
  • Syria
  • Taiwan
  • Tajikistan
  • Tanzania
  • Thailand
  • Trinidad and Tobago
  • Uganda
  • United Arab Emirates
  • United States
  • Uzbekistan
  • Vietnam
  • Yemen
  • Zambia
  • Zimbabwe

 Heimild:  Smellið hér


mbl.is Hundrað manns bíða aftöku í Japan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Ásgeir Gunnarsson

Skelfilegt.

Gunnar Ásgeir Gunnarsson, 20.2.2007 kl. 16:53

2 identicon

Ég er í raun líka á móti dauðarefsingum, en, það er alltaf enn, ég er búsett í Bandaríkjunum og ég hef verið að horfa á þætti sem hafa verið gerð um hinn ýmiss fangelsi hér í US og oftar en ekki hefur verið sýnt inn á "dauðadeildina" þar eru geymdir menn sem eru ansi skemmdir og vistin þar gerir þeim ekkert gott.  Þeir eyða jafnvel 23 tímum dagsins í litlum klefa og hafa lítil samskipti við aðra.  Ég las svo grein í einhverju tímariti hér um dagin þar sem það var verið að tala um aðbúnað þessara fanga og þá var verið að tala um sálfræðilegu hliðiðina.  Ég held að stundum sé bara best að leyfa þessu blessaða fólki að fara þó að ómannúðlegt sé, þar sem það er hvorki til penningar né úrræði fyrir þetta fólk jafnvel í eins ríku landi og US, hvernig þá í öllum þeim löndum sem þú taldir upp, þar sem það er enn meiri fátækt,,,, enn enn þá er spurning hvernig dauðarefsing á sér stað..... það er alltaf enn enn

Og svo er líka spurning hvort að það sé búið að sanna fullkomlega hvort að sá seki sé sekur eða saklaus.....

BostonInga (IP-tala skráð) 20.2.2007 kl. 17:09

3 Smámynd: Sigfús Þ. Sigmundsson

Það er til skammar hvernig Bandaríkjamenn standa að fangelsinsmálum sínum, ómannúðlegt með öllu.  Það hefur ekkert með peninga að gera heldur það viðhorf þeirra að pýna beri glæpamenn eins mikið og hægt er.  Þar trúa menn s.s. ekki á betrunarvist.   En ég ætla s.s. að fara betur í þessi mál seinna.  Það er af nógu að taka....

Sigfús Þ. Sigmundsson, 20.2.2007 kl. 17:14

4 identicon

Það er nú ekki hægt að alhæfa í þessum málum.  Sum fangelsin virðast hafa tekið upp mannúðlegri stefnur og það reyndist vel hjá þeim.  En þú veist það alveg eins og allst staðar annars staðar þá er þetta hópur sem er látin mæta afgangi.  Gaman væri að lesa eitthvað af þessum greinum sem þú ert að vinna úr og sjá hvar þú ert að fá heimildir þínar. Sjálf er ég að læra sálfræði og afbrotarfræði hér úti og hef mikin áhuga á þessu efni. 

BostonInga (IP-tala skráð) 20.2.2007 kl. 17:22

5 Smámynd: Sigfús Þ. Sigmundsson

Já, ég var úti í námi í Miami í Flórída, er nýfluttur heim.  Þetta er náttúrulega ákaflega misjafnt eftir ríkjum.  Sum ríki fara betur með fanga en önnur.  En þar sem þú ert í afbrotafræði og sálfræði þá er ég náttúrulega að tala við fagmanneskju í þessum málum og því væri forvitnilegt að sjá skrif eftir þig um þennan málaflokk í Bandaríkjunum.  Ertu með blogg?

Sigfús Þ. Sigmundsson, 20.2.2007 kl. 17:34

6 identicon

Ég er með blogg en það er meira fyrir fjölskylduna heima fyrir og lítið skrifað um annað en hvað á daga okkar drifur hér.  Ég hef því miður þurft að taka mér smá frí frá námi þar sem ég veiktist.  Hef því miður lítið skrifað um þetta, meira pælt í þessum málum.  En er að sanka að mér öllu sem ég get.  Horfi t.d. mikið á Courttv, Discovery Channel og fleiri rásir í þessum flokki sem bjóða upp á þætti um þetta málefni og tengd málefni.  En þar sem ég er í sálfræði líka eru fleiri málefni sem ég hef áhuga á, langur listi.

BostonInga (IP-tala skráð) 20.2.2007 kl. 17:53

7 Smámynd: Sigfús Þ. Sigmundsson

Leiðinlegt að heyra með veikindin.  En þessi mál hafa verið mér lengi hugleikin.  Las fullt af greinum þegar ég var úti í Bandaríkjunum síðasta eitt og hálfa árið þar sem verið var að leysa fanga úr fangelsum eftir að þeir höfðu dvalið þar í tugi ára saklausir.  Það hafa nefnilega verið tekin upp mál vegna nýrrar tækni varðandi DNA sýni og á þeim grunni hafa hreinlega sannast sakleysi fjölmargra manna.   En s.s. meira um það síðar...

Sigfús Þ. Sigmundsson, 20.2.2007 kl. 18:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigfús Þ. Sigmundsson
Sigfús Þ. Sigmundsson
Stjórnmálafræðingur frá H.Í. og er á lokasprettinum í MPA námi í sama skóla.

Spurt er

Á Ísland að hefja aðildarviðræður við ESB?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband