Leyndu gullmolarnir

HuntingforHiddenGoldBookCoverÞað eru ótrúlega margir sem eru byrjaðir að blogga hér á blog.is.  Nokkrir bloggarar eru mjög áberandi og fá mikla lesningu.  Oft eru þeir vinsælustu vel að athyglinni komnir en oft er gæði blogga þeirra vinsælustu hins vegar ekkert meira en margra þeirra sem ekki eru mikið lesnir og stundum eru gæðin hreinlega ákaflega lítil (nefni engin nöfn).  Mig langar hér til að kalla eftir ábendingum bloggara um gæðabloggara sem týnst hafa í fjöldanum.   Helst myndi ég vilja fá ábendingar um bloggara sem leggja mikla vinnu í pistla sína og búa oft yfir mikilli sérþekkingu sem þeir miðla á blogginu sínu og áhuvavert er að lesa.

Ég ætla að brjóta ísinn og benda á áhugaverðan bloggara sem ég rakst á hér um daginn.  Hann er verkfræðingur og fjallaði í nýlegri færslu um kenningu dansks vísindamanns sem gæti kollvarpað kenningum um hlýnun jarðar vegna gróðurhúsalofttegunda.  Maðurinn heitir Ágúst Bjarnason og hvet ég ykkur til að kíkja á bloggið hans sem má nálgast hér.

Svo hlakka ég til að sjá ykkar ábendingar hér í athugasemdakerfinu um leynda gullmola.... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Sæll Sigfús

Núna í augnablikinu man ég ekki eftir neinni svona sérstakri síðu til að benda á en langaði aðeins að "kommenta" á þetta með heimsóknir á ákveðnar síður. Það fer mjög eftir eðli bloggsins hversu mikla heimsóknir maður fær. Ef þú ætlar að nota það til að koma með vandaðar pælingar um ákveðin mál þá má ekki reikna með stórum stökkum í heimsóknartölum. Nema að menn séu duglegir að auglýsa síðunna sína. Aðrir eins og t.d. ég erum aðallega að lesa fréttir og hendum inn okkar skoðun á þeim og erum því skráðir með fréttinni. Þannig að allir sem lesa fréttina sjá möguleikan á að sjá okkar skoðun. Þetta hafa reyndar margir notað til að auglýsa sig upp með því að tengja allar sínar færslur við bara einhverja óskylda frétt. Þetta t.d. gerði Steingrímur Sævarr þegar hann var að auglýsa síðunna sína upp. Þetta finnst mér reyndar rangt. Aðrir fara á milli blogga og taka þátt í rökræðum með því að skrá athugasemdir og svara þar líka. En staðreyndin er að ef maður tjáir sig ekki um fréttir þá hverfur maður fljótt af öllum listum inn á blog.is og enginn tekur eftir nýjum færslum frá manni. Það er svo líka alltaf spurning til hvers maður ætlar að nota bloggið.  Og við sem bloggum erum breiður hópur með mismunandi getur og aðferðir til að tjá okkur. Þetta finnst mér skemmtileg fjölbreytni.

En nú man ég eftir einu bloggi sem sveiflast mjög í heimsóknum en ég fer oft inn á til að æsa mig yfir skrifunum þar. Ég er bara aldrei sammála þeim manni hann skrifar samt vandaðar greinar studdar heimildum en síðan er http://jonvalurjensson.blog.is

Magnús Helgi Björgvinsson, 22.2.2007 kl. 01:39

2 Smámynd: Sigfús Þ. Sigmundsson

Takk fyrir þetta Magnús Helgi.  Ég kíki á síðuna hans Jóns Vals.

Sigfús Þ. Sigmundsson, 22.2.2007 kl. 01:52

3 Smámynd: Hlynur Þór Magnússon

Mæli eindregið með Jóni Erni Marinóssyni, skólabróður mínum á unglingsárum og samstúdent árið 1966 ...

http://jonornm.blog.is/blog/jonornm/

Hlynur Þór Magnússon, 22.2.2007 kl. 02:47

4 Smámynd: Félag stjórnmálafræðinga

Ég tek undir með Hlyn að pistlar Jóns Arnars eru oft frábærir og ég les hann alltaf. Svo skemmir ekki að hann er pabbi Binna.

Félag stjórnmálafræðinga, 22.2.2007 kl. 11:04

5 Smámynd: Sigfús Þ. Sigmundsson

Takk fyrir þessaábendingu Hlynur og Einar.  Ef hann er pabbi Binna hlýtur hann að vera snillingur ;)

Sigfús Þ. Sigmundsson, 22.2.2007 kl. 11:07

6 Smámynd: Hlynur Þór Magnússon

Hver er Binni?

Hlynur Þór Magnússon, 22.2.2007 kl. 21:32

7 Smámynd: Sigfús Þ. Sigmundsson

Binni er þá greinilega sonur Jóns,var með okkur Einari á stúdentagörðum á sínum tíma þar sem við brölluðum ýmislegt skemmtilegt, lærði sálarfræði og fór svo út í mastersnám til Bretlands, mikill snillingur...

Sigfús Þ. Sigmundsson, 23.2.2007 kl. 00:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigfús Þ. Sigmundsson
Sigfús Þ. Sigmundsson
Stjórnmálafræðingur frá H.Í. og er á lokasprettinum í MPA námi í sama skóla.

Spurt er

Á Ísland að hefja aðildarviðræður við ESB?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband