Fyrsti sendiherrann í Færeyjum!

faniNú er búið að gera Eið Guðnason að fyrsta erlenda sendiherranum í Færeyjum.  Engin þjóð hefur séð ástæðu til þess að hafa sendiherra í Þórshöfn en nú þykir okkur Íslendingum það mikil nauðsyn og erum tilbúnir að eyða í það talsverðu fé.  Ég væri til í að lesa rökstuðninginn við þessari ákvörðun.  Af hverju er það nú orðið nauðsynlegt að hafa sendiherra í Færeyjum?  Hvað hefur breyst?   Af hverju var ekki löngu búið að stofna til sendiherrastöðu í Færeyjum ef þetta er svona nauðsynlegt?

Hvað mun þetta kosta íslenska skattborgara?

 


mbl.is Færeyingar segja fyrsta aðalræðismanninn ekki útlending heldur Íslending
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég held að glæsilegur árangur Jógvansí X-Factor hér á landi hafi ýtt undir þetta ...

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 25.2.2007 kl. 12:49

2 identicon

Ég undiritaður er fæddur inn í einskonar Sjófjölskildu og þrátt fyrir að ég hafi hætt sjómennsku fyrir margt löngu, þá þekki ég vel til Færeyinga, ég hef verið með þeim á sjó og veit með sanni að Færeyingar eru hið besta fólk og ég fagna því spori sem sem Ísland hefur nú tekið, að sýna öllum heiminum að þeir eiga okkur að ef á reynir. Eiður Guðnason er heldur enginn byrjandi og tel ég það rétt val að fá honum þetta embætti. Jóhann Pálmason, Svíþjóð.

Johann Palmason (IP-tala skráð) 28.2.2007 kl. 16:00

3 Smámynd: Sigfús Þ. Sigmundsson

Ég er sammála því að gott sé að efla tengslin við frændur okkar Færeyjinga.  Það bera að skoða þennan pistil með tilliti til þróunnarinnar undanfarin ár, þ.e. sendiráð í Japan o.sfrv.   Undirrituðum finnst skorta heildararsýn í þessu og eins er stór spurning hvort peningunum sé best varið í húsnæði í löndum tvist og bast, þ.e. þetta er spurning um forgangsröðun.  Það er hægt að auka tengslin við þjóðir án þess að fjárfesta í steinsteypu og plasera fullt af fólki á fullum launum í viðkomandi löndum.....

Sigfús Þ. Sigmundsson, 2.3.2007 kl. 23:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigfús Þ. Sigmundsson
Sigfús Þ. Sigmundsson
Stjórnmálafræðingur frá H.Í. og er á lokasprettinum í MPA námi í sama skóla.

Spurt er

Á Ísland að hefja aðildarviðræður við ESB?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband