Miðvikudagur, 28. febrúar 2007
Viðskiptahalli, verðbólga og okurvextir
Hvað væri sagt í dag ef vinstristjórn væri við völd? Væri þá kannski talað um óstjórn í efnahagsmálum? Gæti það verið? Efnahagsástandið undanfarin misseri hafa einkennst af miklum viðskiptahalla, verðbólgu á bilinu 8-9%, okurvöxtum þar sem yfirdráttarlán bera 20-23% vexti (sem þýðir að slík lán tvöfaldast á 2-3 árum) og síðast en ekki síst gríðarlega skuldsettum heimilum (heimilin eru samkvæmt nýjustu tölum með um 72 milljarða í yfirdráttarlán sem þýðir um 14 milljarða í vaxtagreiðslur miðað við hina "frábæru" vexti sem nú eru við lýði).
Þrátt fyrir þetta ástand gagnrýna fjölmiðlar ríkisstjórnina ákaflega lítið fyrir óstjórn í efnahagsmálum. Mjög takmörkuð umræða hefur farið fram um stjórn efnahagsmála undanfarin ár. Ég vil minna á að ýmsir sérfræðingar höfðu marg ítrekað varað við þennsluáhrifum af t.d. Kárahnjúkaframkvæmdinni sem er stærsta ríkisframkvæmd Íslandssögunnar. Kárahnjúkar, breytingar á íbúðarlánasjóði ásamt miklum ríkisútgjöldum í hin og þessi verkefni hafa skapað þá þennslu sem hér ríkir. En hér er við stjórn svokölluð "hægristjórn" og þá útiloka menn sjálfkrafa það að rekja ástandið til efnahagsstjórnar hennar. Er ekki kominn tími til þess að ræða efnahagsstjórnina undanfarin ár og þátt hennar í núverandi ástandi?
Þrátt fyrir þetta ástand gagnrýna fjölmiðlar ríkisstjórnina ákaflega lítið fyrir óstjórn í efnahagsmálum. Mjög takmörkuð umræða hefur farið fram um stjórn efnahagsmála undanfarin ár. Ég vil minna á að ýmsir sérfræðingar höfðu marg ítrekað varað við þennsluáhrifum af t.d. Kárahnjúkaframkvæmdinni sem er stærsta ríkisframkvæmd Íslandssögunnar. Kárahnjúkar, breytingar á íbúðarlánasjóði ásamt miklum ríkisútgjöldum í hin og þessi verkefni hafa skapað þá þennslu sem hér ríkir. En hér er við stjórn svokölluð "hægristjórn" og þá útiloka menn sjálfkrafa það að rekja ástandið til efnahagsstjórnar hennar. Er ekki kominn tími til þess að ræða efnahagsstjórnina undanfarin ár og þátt hennar í núverandi ástandi?
Vöruskiptin óhagstæð um 6,9 milljarða í janúar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:08 | Facebook
Spurt er
Á Ísland að hefja aðildarviðræður við ESB?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- malacai
- godsamskipti
- agbjarn
- agustolafur
- arnih
- arnith
- heilbrigd-skynsemi
- baldvinj
- kaffi
- bjarnihardar
- gattin
- bryndisisfold
- davidlogi
- dofri
- dst
- egillrunar
- esv
- eirikurbergmann
- ea
- feministi
- freedomfries
- gummisteingrims
- gun
- gunnlaugur
- haukurn
- hlynurh
- maple123
- tulugaq
- hrannarb
- hreinsi
- ivarb
- jonthorolafsson
- jonornm
- julli
- kristjanb
- kristjanmoller
- maggib
- graskerid
- maron
- nykratar
- oddgeirottesen
- palmig
- runarhi
- salvor
- sigmarg
- safi
- einherji
- soley
- stebbifr
- kosningar
- sunnadora
- svatli
- saethorhelgi
- thelmaasdisar
- tommi
- vefritid
- tharfagreinir
Athugasemdir
Það væri talað um glundroða og að vinstrimenn kæmu sér ekki saman um neitt. Og það væri hamrað á þessu í öllum fjölmiðlum. Það er auðvitað lítið skrifað eða rætt um þetta í fjölmiðlum, því það má segja að núverandi stjórnvöld hafi kverkatak á þeim flestum. Blaðamenn virðast líka hafa meiri áhuga á stjörnufans og upphrópunarmálum allskonar, frekar en að fara gagnrýnisaugum yfir ástand þjóðfélagsmála. Þar er lika hrópað upphátt um einstaka málefni sem koma upp, en aldrei eru þau sett í samhengi við efnahagsráðstafanir ríkisstjórnarinnar.
Eins og til dæmis þeytingur utanríkisráðherra út um allar trissur að opna sendiráð, meðan fleiri mánaða bið er eftir úrræðum fyrir börn með geðraskanir, ráðalaus heimilislaus ungmenni ráfa um götur borgarinnar, veik og að dauða komin vegna neyslu og enginn úrræði, eða, lokun á aðstöðu fyrir börn sem þurfa umönnun.
Nei það er miklu þarfara að sinna þotuliði nútímans. Smælingjar þessa lands mega bara éta það sem úti frýs. Við sem viljum breyta þessu verðum að fara að standa saman og snúa bökum saman, til að koma þessu liði frá. Til að einhver mannlegheit komist að.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.2.2007 kl. 11:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.