Þriðjudagur, 6. mars 2007
Bílaeign landsmanna
Við Íslendingar erum nú að ná góðri forystu í bílaeign per íbúa og í því að nota almenningssamgöngur lítið sem ekkert. Þessari þróun þarf að snúa, nema við viljum að borgin verði öll sundurskorin í hraðbrautum og umferðarslaufum. Ég hef bent á eina augljósa leið í þessum málum sem skilað hefur miklum árangri í Hasselt í Belgíu, í Reykjanesbæ og á Akureyri. Þessi leið felst í því að leggja niður gjaldtöku í almenningssamgöngur. Í Hasselt hefur farþegafjöldi í almenningssamgöngum áttfaldast eftir að gjaldið var felt niður og um 60% aukning var á Akureyri til að byrja með (hef ekki nýjustu tölur) og aukningin var einnig mikil í Reykjanesbæ.
Í dag ganga strætisvagnarnir hálf tómir um götur borgarinnar og felst mikil sóun í því að þeir séu ekki nýttir sem skyldi. Ég skora því á sveitarfélögin sem standa að Strætó Bs. að fella niður gjaldtöku í strætó. Leyfi mér að spá því að farþegafjöldinn muni a.m.k. tvöfaldast á innan við 5 árum í kjölfarið....
Sláandi framtíðarsýn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:38 | Facebook
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- malacai
- godsamskipti
- agbjarn
- agustolafur
- arnih
- arnith
- heilbrigd-skynsemi
- baldvinj
- kaffi
- bjarnihardar
- gattin
- bryndisisfold
- davidlogi
- dofri
- dst
- egillrunar
- esv
- eirikurbergmann
- ea
- feministi
- freedomfries
- gummisteingrims
- gun
- gunnlaugur
- haukurn
- hlynurh
- maple123
- tulugaq
- hrannarb
- hreinsi
- ivarb
- jonthorolafsson
- jonornm
- julli
- kristjanb
- kristjanmoller
- maggib
- graskerid
- maron
- nykratar
- oddgeirottesen
- palmig
- runarhi
- salvor
- sigmarg
- safi
- einherji
- soley
- stebbifr
- kosningar
- sunnadora
- svatli
- saethorhelgi
- thelmaasdisar
- tommi
- vefritid
- tharfagreinir
Athugasemdir
Nei, er þetta bara ekki fínt! Svona á hið "Fagra Ísland" - Framtíðarlandið að vera. Flytja allt pakkið utan að landi í bæinn, svo við fáum alvöru (stóar) höfuðborg með tilheyrandi fátækrahverfum svo innfæddir borgarbúar geti séð hversu "ríkir" þeir eru miðað við aðflutta landsbyggðarpakkið. "Þannig viljum við hafa það"!
Örn Jónasson (IP-tala skráð) 6.3.2007 kl. 09:32
Voðaleg heift er í þessum skrifum. Ég hef nú sjálfur búið úti á landsbyggðinni og þekki því sjónarmið þeirra sem þar búa. Tel samt að það eigi að vera hægt að ræða hlutina á málefnalegri hátt en þetta....
Sigfús Þ. Sigmundsson, 6.3.2007 kl. 13:47
Þéttum bygðina enn meira.
Við höfum fyrir augunum daglega breytingarnar á Borgartúninu þar sem enn er verið að breyta og bæta.. Þ.e.a.s allt nema aðkomuna og burtreiðina. Langur hali upp eftir allri kringlumýrarbraut ( skikinn á milli laugavegs og borgartúns) og biðin nær endalaus. Og öll önnu aðkoma ekki höfð á skipulagi við þessar lagfæringar.
Endilega þéttum byggðina meira.
Gs.
Gs (IP-tala skráð) 6.3.2007 kl. 14:20
Hvaðan eru þessir bílar að koma? Af hverju er svona erfitt að skipuleggja skilvirkar almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu? Við höfum valið amerísku leiðina í skipulagi borga og erum að súpa seyðið af því í dag. 70-80% fólks ferðast eitt í bíl til og frá vinnu. Aðeins um 4% nota almenningssamgöngur.
Ég hef aldrei verið þeirrar skoðunnar að vinna eigi gegn einkabílnum. Styð engar öfgar í þessum efnum. Hins vegar tel ég mikilvægt að boðið sé upp á raunhæfa kosti til móts við einkabílinn. Gjaldfríar og stórbættar almenningssamgöngur ásamt skipulagi borgarinnar sem auðveldar gangandi og hjólandi vegfarendum að fara ferða sinna ætti að spila stóran þátt í samgöngustefnunni á svæðinu. Meira þarf að koma til og býð ég mig hér með fram í að kippa þessu í lag....
Sigfús Þ. Sigmundsson, 6.3.2007 kl. 14:43
Sæll Sigfús.
Nei, þetta er engin heift í skrifum mínum, heldur kaldhæðni. Ég er fæddur og uppalinn úti á landi og sé þetta með augum utanaðkomandi aðila. Hvernig væri að fá lestar sem færu frá Hafnarfirði til Reykjavíkur og aðra sem færi frá Mosfellsbæ til Miðbæ Reykjavíkur. Lestarnar myndu stoppa á nokkrum stöðum þar sem að notendur þeirra gætu lagt bílum sínum við lestarstöðvarnar og tekið lestina í bæinn. Þetta kallast erlendis; "park-and-ride".
Örn Jónasson (IP-tala skráð) 6.3.2007 kl. 16:42
Sæll Örn
Já, það þarf alla vegana að gera eitthvað drastískt í almenningssamgöngum höfuðborgarinnar. Það er engin lausn að breikka götur endalaust og byggja stærri og stærri umferðarslaufur. Sú aðferð hefur verið reynd í Bandaríkjunum með slæmum afleiðingum...
kk.,
Sigfús
Sigfús Þ. Sigmundsson, 8.3.2007 kl. 12:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.