Þriðjudagur, 6. mars 2007
Að skammast sín fyrir að vera Íslendingur!
Það er ekki oft sem ég skammast mín fyrir að vera Íslendingur. Það gerist reyndar mjög sjaldan. Slíkt gerðist þó fyrr í vetur þegar ég sá niðurstöður úr netkönnun visis.is. Könnunin var gerð í framhaldi af viðtali við ungan dreng sem tekinn hafði fyrir dópsmygl í Brasilíu og sat í fangelsi þar í landi. Drengurinn lýsti aðstæðum sínum í viðtali við fjölmiðil hér á landi og er óhætt að segja að þær voru ekki glæsilegar. Hann gat ekki sofið af hræðslu við að vera drepinn, var í klefa með fjölda annara fanga sem voru stöðugt að ógna honum og sagðist ekkert vita hvenær mál hans yrði tekið fyrir dómi. Mannréttindi og aðstæður fanga í Brasilíu eru ekki í góðu lagi og hef ég fyrir því fleiri heimildir en orð þessa drengs eins og ég kem síðar að í þessum pistli.
En spurningin á visi.is var sem sagt eitthvað á þá leið hvort að fólk vildi að íslensk stjórnvöld myndu gera eitthvað til að fá hann framseldan úr þessu "kerfi" þeirra Brasilíumanna. Um 80% svöruðu því neitandi. Með þessu svari lít ég svo á að fólk styðji það að fangar í fangelsum hafi engin mannréttindi, hið besta mál sé að þeir eigi á hættu að vera drepnir innan múra fangelsins og að hið besta mál sé að það taki mörg ár að fá að fara fyrir dómara með mál sitt. Þetta styðja þessi 80%.
Drengur þessi er líklega dæmigert burðardýr. Hann er sendur í fjarlægt land til að ná í efni og átti líklega koma þeim hingað til lands. Líklega hefur hann sjálfur verið í neyslu og ekki er ólíklegt að hann hafi gert þetta vegna fíkniefnaskuldar og hótana út af þeim. Við vitum ekki mikið um aðdraganda þess að hann var fangelsaður og fróðlegt væri að fá viðtal við hann um það allt saman.
Ég er sannfærður um að 80% þeirra sem tóku þátt í þessari netkönnun hefðu ekki svarað spurningunni svona ef þetta hefði verið frændi þeirra, sonur eða vinur. Þá hefði málið sennilega horft eitthvað öðruvísi við og fólk þrýst á stjórnvöld að gera eitthvað í málinu. Drengur þessi er enn í fangelsi í Brasilíu og líklegast öllum gleymdur. Þessi 80% hugsa þá sennilega: Gott á hann! Hann getur sjálfum sér um kennt.....
Á þeim tíma sem ég sá niðurstöður þessarar könnunar var ég búsettur í Miami í Bandaríkjunum. Ég umgekkst þá mikið af fólki frá Suður-Ameríku (Brasilíu, Kólumbíu, Venezúela, Euqador, Argentínu og fleiri ríkjum) og flestir þeirra voru lögfræðingar. Í samtölum við þau spurði ég mikið um stjórnarfar í ríkjunum og eins um réttarfarið. Svörin voru flest á þá leið að dómskerfið þar væri algjör brandari og að aðstæður í fangelsum væru hrikalegar. Nefndu þau sem dæmi að ekki tæki því að fara með forræðismál fyrir dómstóla þar sem viðkomandi barn sem deilt væri um væri sennilega komið vel á þrítugsaldurinn þegar loks kæmi niðurstaða. Þau fullyrtu einnig að hægt væri að múta lögrelgunni og fangelsisyfirvöldum og sloppið þannig við refsingar en drengurinn í Brasilíu hélt einmitt því fram að hann gæti sloppið ef hann hefði efni á því. Engum þessara lögfræðinga fannst spennandi að starfa í svona umhverfi. Og flestir þeirra voru að reyna að fá dvalar- eða atvinnuleyfi í fyrirheitna landinu til að komast í burtu frá þessu ástandi.
Óska Íslendingar virkilega þessum dreng allt hið versta? Á hann allt vont skilið út af því að hann fór út af beinu brautinni? Hvar er samkenndin?
Ég óska eftir því að íslensk stjórnvöld og íslenskur almenningur beiti sér fyrir því að drengur þessi fái að afplána hér heima. Hann á að fá njóta mannréttinda og réttláts réttarkerfis.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:10 | Facebook
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- malacai
- godsamskipti
- agbjarn
- agustolafur
- arnih
- arnith
- heilbrigd-skynsemi
- baldvinj
- kaffi
- bjarnihardar
- gattin
- bryndisisfold
- davidlogi
- dofri
- dst
- egillrunar
- esv
- eirikurbergmann
- ea
- feministi
- freedomfries
- gummisteingrims
- gun
- gunnlaugur
- haukurn
- hlynurh
- maple123
- tulugaq
- hrannarb
- hreinsi
- ivarb
- jonthorolafsson
- jonornm
- julli
- kristjanb
- kristjanmoller
- maggib
- graskerid
- maron
- nykratar
- oddgeirottesen
- palmig
- runarhi
- salvor
- sigmarg
- safi
- einherji
- soley
- stebbifr
- kosningar
- sunnadora
- svatli
- saethorhelgi
- thelmaasdisar
- tommi
- vefritid
- tharfagreinir
Athugasemdir
Þetta er skelfilegt. Ég þekki svona aðstæður mjög vel. Ég hef orðið vel vör við að fólk setur alla undir einn hatt í þessu. Bæði fíklana sjálfa og svo þá sem stjórna þessu og fjármagna. Það er bara alls ekki neitt sambærilegt þar. Svona burðardýr eru eins og þú bendir réttilega á, oft sjálfir fíklar sem jafnvel hafa verið skikkaðir til að fara þessa ferð. Því eiturlyfjabarónarnir hreinlega "eiga" suma einstaklinga vegna skulda. Og geta sent þá í hvað sem er, vændi, rán eða burð. Og þessir einstaklingar geta ekki ljóstrað upp neinu, því þá týna þeir engu nema lífinu. Þessum eiturmorðhundum er alveg sama, þeir bera enga samvisku gagnvart þessu fólk sem þeir "eiga". Og það sem verra er, þaru er ekki gerðar neinar tilraunir til að ná þessum hvítflibbum, þeir eru háheilagir menn.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.3.2007 kl. 13:07
Góður pistill og þörf áminning til allra sem þrífast á hefnigirni.
Jónína Sólborg Þórisdóttir, 6.3.2007 kl. 13:58
Á meðan ég man; vegna þess að þú hefur svo mikinn áhuga á fangelsismálum. Hefurðu lesið þessa skýrslu? http://bjc.oxfordjournals.org/cgi/content/abstract/42/1/40 Ég var í meira lagi hissa á niðurstöðunum.
Jónína Sólborg Þórisdóttir, 6.3.2007 kl. 14:20
Sæl Jónína og takk fyrir þessa ábendingu. Las yfir útdráttinn af skýrslunni og er það ekki rétt skilið hjá mér að þetta fjalli um tíðni endurtekinna brota eftir að fangelsisvist er lokið? Svo er þarna fullyrt að hér á landi se það þannig að brotamenn hljóti meiri skömm í samfélaginu fyrir brot sín eða er það ekki? Hvaðan kemur sú staðreynd að þannig sé það hér? Þarf líklegast að lesa alla skýrsluna til að fá botn í þetta en gott væri ef þú gætir útskýrt þetta nánar.
Sigfús Þ. Sigmundsson, 6.3.2007 kl. 14:29
Sæll. Ég held að aðalniðurstaðan snúist um það að tíðni endurtekinna brota er jafn há hér á landi og í USA þrátt fyrir miklu minni glæpatíðni og betri fangelsi hér. Hvort þau vilji meina að ástæðan fyrir því sé einmitt þessi skömm. Það er soldið síðan ég las þetta en mundi allt í einu eftir að ég átti þetta í bookmarks.
Svo er alveg hafsjór af fróðleik hér líka: www.prisontalk.com
Jónína Sólborg Þórisdóttir, 6.3.2007 kl. 14:55
Að mínu mati þarf að nýta tímann betur á meðan afplánun stendur. Það þarf t.d. að vera betri geðheilbrigðisþjónusta og meðferðarúrræði á meðan afplánunni stendur. Veit t.d. til þess að fangar þurfa oft að bíða í mánuð eftir viðtali við geðlækni hér á landi. Ef við viljum minnka endurtekningu brota og fá þessa menn skárri út í samfélagið aftur þarf að vinna með þá á meðan dvöl þeirra á bak við múranna stendur....
Sigfús Þ. Sigmundsson, 6.3.2007 kl. 15:13
Algjörlega sammála því. Mér þykir líka alveg lykilatriði að almenningur sé upplýstur um hversu miklu máli það skiptir að fyrrverandi föngum sé gert kleift að taka þátt í samfélaginu, að þeir séu ekki útskúfaðir þannig að þeir fái ekki vinnu o.þ.h. Ég held að ein af stóru ástæðunum fyrir því að margir brjóti af sér aftur sé vegna þess að þeir fái strax á tilfinninguna að þeir eigi ekki skilnn annan séns. Þar erum við, hinn almenni borgari, stór þáttur.
Jónína Sólborg Þórisdóttir, 6.3.2007 kl. 15:19
Það eru hagsmunir alls samfélagsins að þessir menn komi tiltölulega heilir út og hafi tækifæri til þess að aðlagast aftur....
Sigfús Þ. Sigmundsson, 6.3.2007 kl. 15:32
Hjartanlega sammála ykkur. Ég hef á tilfinningunni að við séum að stefna í sömu átt og Bandríkjamenn með refsihörku og hefnigirni. Fólk virðist halda sé hægt að nota harðar refsingar sem fælingarmátt við afbrot sem ég held að sé algjör missklningur.
Gunnar Ásgeir Gunnarsson, 6.3.2007 kl. 15:52
ég segi bara einsog fyrsti kommentari; þetta er skelfilegt! ég gat ekki horft á viðtalið, mér líður það illa bara að vita af því að honum langar að framseljast hingað en fær það ekki. Þetta er hræðilegt. Ég bið fyrir því að íslensk stjórnvöld og bara allir sem vettlingi geta valdið setji pressu í svona málum. Þessi netkönnun er bara djöfulleg... Gott hjá þér að blogga um þetta. Takk.
halkatla, 6.3.2007 kl. 15:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.