Viðskipathalli upp á 91 milljarð síðasta ársfjórðun 2006!

debt4Gengur þetta til lengdar?  Er þetta ekki svona eins og heimili sem eyðir bara og eyðir langt umfram tekjur?   Hvernig fer fyrir svoleiðis heimilum?  Lítur ríkisstjórnin á þetta sem vandamál sem kemur þeim eitthvað við eða er þetta bara gott mál?   Hver er hlutur stærstu framkvæmdar Íslandssögunnar í þessum halla?   Hvaða áhrif hafa breytingarnar á Íbúðarlánasjóði haft á þessa þróun?

Er efnahagsstjórnin hér á landi í góðum höndum?


mbl.is Viðskiptahallinn nærri tvöfaldaðist á síðasta ári
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Þóroddsson

Já það væri gaman að fá svör við þessum spurningum. Það er frekar erfit hjá þeim að kenna um vondu búi sem þeir tóku við. Þeir eiga þetta skuldlaust, eins bjánalega og það hljómar í þessu samhengi.

Tómas Þóroddsson, 6.3.2007 kl. 19:42

2 Smámynd: Gunnar Ásgeir Gunnarsson

Innkoma bankana á húsnæðislánamarkaðinn á stóran þátt í þessu.  Mér skilst að það sé búið að byggja andvirði þriggja Kárahnjúkav. á Suðvestur útkjálkanum á  síðustu þremur árum

Gunnar Ásgeir Gunnarsson, 6.3.2007 kl. 20:46

3 Smámynd: Júlíus Sigurþórsson

Auðvitað er innflutningur á byggingarefni stór partur af þessari tölu. Bæði hráefni til íbúðarbygginga, sement, járn, timbur og fl. Að auki er verið að flytja inn dýrustu póstanna í Kárahnjúkavirkjun, spenna, rafala og annað í þeim dúr. Svo eru 2 stk álver í þessu, bæði við Reyðarfjörð og í Hvalfirði. Ekki má gleyma innvolsinu í Hellisheiðarvirkjun og Reykjanesvirkjun. Háspennulínur þvers og kruss og svo lengi mætti telja.

Þetta ætti að vera hvatning til þeirra sem hafa bent á framtíðartekjur af útflutningi áls og mörg ár eru í að allt þetta byggingarefni sem fólk hefur flutt inn og notað í íbúðarbyggingar hverfi. Hvetur einnig þá sem benda á nauðsyn þess að framleiða sem mest af matvöru hér á land, svo ekki þurfi að kaupa hana erlendis og flytja inn.

Langtímafjárfestingar sem á eftir að skila sér í seinnitíma arði og sparnaði í viðhald íbúðarhúsnæðis.

Júlíus Sigurþórsson, 6.3.2007 kl. 21:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigfús Þ. Sigmundsson
Sigfús Þ. Sigmundsson
Stjórnmálafræðingur frá H.Í. og er á lokasprettinum í MPA námi í sama skóla.

Spurt er

Á Ísland að hefja aðildarviðræður við ESB?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband