Straumur-Burðarás á útleið?

bjorgolfur_thor_bjorgolfssonBjörgólfur Thor gagrnýnir stjórnvöld harðlega fyrir að breyta og þrengja reglur varðandi uppgjör fjármálafyrirtækja í alþóðlegri mynt.  Segir hann slíkar reglur knýja fyrirtæki eins og Straum-Burðarás til að hugsa um aðra valkosti hvað staðsetningu varðar.   Ef þetta er tilfellið er ljóst að krónan fer að verða okkur ansi dýrkeypt.   Einhverntíman um daginn töluðu stjórnarflokkarnir um að ekki þyrfti að taka upp Evru því að það væri bara hægt að leyfa fyrirtækjunum í landinu að gera upp í Evrum.   Það væri ekkert mál.  Svo varð Davíð pirraður í Seðlabankanum, hringdi í Geir sem svo breytti reglunum all snarlega.

Persónulega finnst mér þessi mál meira aðkallandi en hvort málamyndaákvæði sé sett í stjórnarskránna varðandi auðlindir sem þjóðareign.  Ákvæði sem er búið að taka gríðarlegan tíma undanfarna daga en skilar engu samkvæmt túlkun Geirs á því.  Á meðan eru stórar fjármálastofnanir að hugleiða flutning frá landinu vegna aðgerða stjórnvalda.  Væri ekki nær að hugsa um hvernig eigi að bregðast við þessu heldur en að búa til ákvæði sem segir eitt í fyrstu tveimur setningunum en ógildir svo þær setningar með síðustu setningunni?   Hvernig væri að setjast niður og búa fjármálafyrirtækjum og útflutningsfyrirtækjum í landinu þolanalegt vinnuumhverfi?  Skoða þarf hvort mögulegt sé að rýmka þessar uppgjörsheimildir eða hvort t.d. sé kominn tími á að hugleiða Evrópusambandsaðild af einvhverri alvöru ásamt upptöku Evru....


mbl.is Straumur-Burðarás knúinn til að kanna möguleika á að fara til annars lands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigfús Þ. Sigmundsson
Sigfús Þ. Sigmundsson
Stjórnmálafræðingur frá H.Í. og er á lokasprettinum í MPA námi í sama skóla.

Spurt er

Á Ísland að hefja aðildarviðræður við ESB?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband