Steingrímur J. Sigfússon næsti forsætisráðherra?

steiniÞað hefur verið athyglisvert að fylgjast með framgangi VG að undanförnu.  Samkvæmt nýjustu könnun Gallup/Capacent er flokkurinn enn á fljúgandi siglingu og mælist nú með um 28%.  Það virðist því vera sem gríðarleg vinstrisveifla sé á þjóðinni og að um þriðjungur kjósenda sé nú orðinn mjög vinstrisinnaður svo ekki sé meira sagt.  Lítum aðeins á nýjustu tölurnar:

Kosn 20037.feb1.mar9.mar

%menn%%%
D-listi3422373635
B-listi18129109
F-listi74976
S-listi3120222322
V-listi95212428


Heimild:  http://www.ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item146553/.

Sjálfstæðisflokkurinn virðist smám sanan vera að missa fylgi eftir því sem líður að kosningum, Framsókn virðist ekki ganga vel að rífa sig upp fyrir tíu prósentin og Samfylkingin virðist standa í stað í kringum 22 prósentin.   Stóru tíðindin eru náttúrulega þau að í könnun eftir könnun er stjórnin fallin.   Ef þetta gengur eftir er því ljóst að við munum sjá annað stjórnarmynstur í vor en verið hefur.  Ef kaffibandalagið heldur, og VG verður ennþá næststærsti flokkurinn, hlýtur Steingrímur að gera tilkall til forsætisráðherrastólsins í slíkri stjórn.  VG yrði þá leiðandi í slíkri ríkisstjórn og ljóst að Steingrímur og Ögmundur yrðu allt annað en frjálslyndir í sínum áherslum.

Ýmislegt getur þó gerst fram að kosningum og það er mikilvægt að hafa í huga að um 40% kjósenda eru enn óákveðnir.  Mín spá er sú að Samfylkingin og Framsókn munu styrkjast fram að kosningum en Sjálfstæðisflokkur og VG muni veikjast.  Mesta óvissan felst í því hvaða áhrif fyrirhugað grænt framboð Ómars, Margrétar og Jakobs Frímanns muni hafa á fylgi flokkanna sem fyrir eru á Alþingi.  Slíkt framboð gæti tekið mikið frá VG vegna umhverfisáherslanna og eins Sjálfstæðisflokki ef flokkurinn skilgreinir sig til hægri í pólitík.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Steingrímur hefur nú alltaf haldið því fram að það sé samkomulagsatriði hver yrði forsætisráðherra. En á móti kemur að Ingibjörg Sólrún og Samfylkingin lýstu því mjög ákaft yfir í byrjun árs að formaður stærsta ríkisstjórnarflokksins yrði að verða forsætisráðherra - að annað væri algjörlega ólýðræðislegt og kæmi ekki til greina. Það prinsip hlýtur að standa óháð því hvort Samfylkingin eða VG verða stærri í kosningunum.

En í mínum huga eru tíðindi þessarar könnunar einkum þau hversu lítið fylgi "aðrir" mælast með. Nú liggja fyrir yfirlýsingar um að Margrét Sverrisdóttir og Ómar séu að vinna að stofnun stjórnmálaafls - og þau segjast luma á skoðanakönnunum sem gefi tilefni til mikillar bjartsýni.

Hvernig stendur þá á því að einungis um 1% aðspurðra nefna aðra kosti en flokkana fimm?

Stefán (IP-tala skráð) 9.3.2007 kl. 10:50

2 Smámynd: Sigfús Þ. Sigmundsson

Fylgi Ómars, Margrétar og co mun ekki koma í ljós fyrr en þau koma fram með framboðið, stefnuna og hverjir séu á listunum í einstaka kjördæmum.  Þessi tala í þessari könnun er algjörlega ómarktæk hvað þetta varðar að mínu mati.

 Varðandi forsætisráðherraembættið þá hlýtur Steingrímur að eiga gott tilkall til þess embættis ef úrsltin væru svona.   Það er hins vegar talsvert í kosninar og óákveðnir eru ennþá 40%.  Ég á bágt með að trúa því að þriðjungur þjóðarinnar sé eins vinstrisinnaður og Steingrímur og Ögmundur....

Sigfús Þ. Sigmundsson, 9.3.2007 kl. 12:27

3 Smámynd: Sigfús Þ. Sigmundsson

P.S.  Annars er áhugavert að skoða hvaðan VG fær sín viðbótar 4% núna.  Allir hinir flokkarnir missa 1% af fylgi sínu frá síðust könnun og nær VG því einu prósenti af öllum hinna flokkanna....

Sigfús Þ. Sigmundsson, 9.3.2007 kl. 12:28

4 Smámynd: Júlíus Sigurþórsson

Skildi fólk gera sér grein fyrir í hverju vinstristjórn fellst? Umhverfismál er í eðli sínu besta mál, en ég er voðanlega hræddur um að margir sem ætla sér að kjósa VG út af umhverfismálum geri sér ekki grein fyrir hvað felst í vinstri stjórn.

Júlíus Sigurþórsson, 9.3.2007 kl. 14:00

5 Smámynd: Sigfús Þ. Sigmundsson

Sammála Júlíus. Þ.e. varðandi VG.  Ég er viss um að það er fullt af fólki sem áttar sig ekki á hversu vinstrisinnuið þau eru....

Sigfús Þ. Sigmundsson, 9.3.2007 kl. 14:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigfús Þ. Sigmundsson
Sigfús Þ. Sigmundsson
Stjórnmálafræðingur frá H.Í. og er á lokasprettinum í MPA námi í sama skóla.

Spurt er

Á Ísland að hefja aðildarviðræður við ESB?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.10.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Okt. 2024
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband