Föstudagur, 9. mars 2007
78% fjölgun farþega í strætó á Akureyri!
"Enn fjölgar ferðþegum með Strætisvögnum Akureyrar. Fjölgunin var 78% i síðasta mánuði, en var 60% í janúar miðað við sama tíma í fyrra. Það hefur verið frítt í strætó frá áramótum og samkvæmt þessari könnum virðast sífellt fleiri nýta sér þennan ferðamöguleika.
Farþegafjöldi á dag í febrúar var að meðaltali 687 árið 2006 en í nýliðnum febrúarmánuði var meðalfjöldi farþega á dag 1.226.
Að sögn Stefáns Baldurssonar forstöðumanns Strætisvagna Akureyrar hefur fjölgunin orðið á öllum leiðum og á öllum tímum dags."´ Sjá nánar hér.
Nýjustu tölur frá Akureyri benda s.s. til þess að fjölgunin á milli ára sé 78% eftir að gjaldið var fellt niður. Ekki veit ég hvaða rannsóknir Gísli Marteinn var að vitna til en ég get alla vegana bent á fjölmörg dæmi og rannsóknir um það að farþegum fjölgi mjög mikið við niðurfellingu gjalds í almenningssamgöngur.....
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- malacai
- godsamskipti
- agbjarn
- agustolafur
- arnih
- arnith
- heilbrigd-skynsemi
- baldvinj
- kaffi
- bjarnihardar
- gattin
- bryndisisfold
- davidlogi
- dofri
- dst
- egillrunar
- esv
- eirikurbergmann
- ea
- feministi
- freedomfries
- gummisteingrims
- gun
- gunnlaugur
- haukurn
- hlynurh
- maple123
- tulugaq
- hrannarb
- hreinsi
- ivarb
- jonthorolafsson
- jonornm
- julli
- kristjanb
- kristjanmoller
- maggib
- graskerid
- maron
- nykratar
- oddgeirottesen
- palmig
- runarhi
- salvor
- sigmarg
- safi
- einherji
- soley
- stebbifr
- kosningar
- sunnadora
- svatli
- saethorhelgi
- thelmaasdisar
- tommi
- vefritid
- tharfagreinir
Athugasemdir
Og aldrei meira svifryk á Akureyri. Hvað segir það okkur?
Birgir Þór Bragason, 9.3.2007 kl. 13:38
Það þarf nú lengri tíma til að sjá áhrif aukningar strætófarþega á hluti eins og svifryk. Þessi háa tala sem mældist núna gæti stafað af ýmsum þáttum s.s. veðurfari (óvenjumiklum stillum o.sfrv). Það er grundvöllur í vísindum að draga ekki ályktanir frá einni staðreynd heldur þarf að skoða marga þætti.
Sigfús Þ. Sigmundsson, 9.3.2007 kl. 13:43
Þetta var nú bara til gamans gert
Birgir Þór Bragason, 9.3.2007 kl. 13:51
P.S. Tek fram að það hefur aðeins verið ókeypis í strætó í rúma tvo mánuði á Akureyri, gjaldið var lagt niður nú um áramótin. Það er því ekki sanngjarnt að segja að slíkar aðgerðir hafi engin áhrif á svifriksmengun þegar svo stutt er liðið á reynslutímann. Svifryk getur líka stafað af mörgum ólíkum þáttum. Þetta þyrfti allt að rannsaka og vona ég að Akureyrarbær hafi vit á því að rannsaka áhrifin af þessari breytingu með tilliti til margra þátta s.s. bílaeign á Akureyri o.sfrv. Það er mikilvægt fyrir stjórnmálamenn á höfuðborgarsvæðinu að fylgjast með hvernig gengur og hvaða áhrif svona breyting getur haft á marga þætti.
Sigfús Þ. Sigmundsson, 9.3.2007 kl. 13:52
Ok, skil þig Birgir. Það er greinilegt að það vantar eitthvað upp á húmorinn hjá mér svona á föstudegi ;)
Sigfús Þ. Sigmundsson, 9.3.2007 kl. 13:55
Það er nú annars oft þannig að menn hrapa að niðurstöðum. Því miður er það nokkuð algengt hjá þeim sem eru í pólitík, sennilega kemur það til af því að þeir halda (eða vita) að kjósendur gleyma fljótt.
Birgir Þór Bragason, 9.3.2007 kl. 14:19
Já, satt er það. Það er t.d. endalaust hægt að leika sér með tölfræði og tölur. Sumir eru meira að segja meistarar í því....
Sigfús Þ. Sigmundsson, 9.3.2007 kl. 14:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.