78% fjölgun farþega í strætó á Akureyri!

Reykjavik_straeto_logoÉg hef áður minnst á ummæli Gísla Marteins varðandi gjaldtöku í strætó, þ.e. hann sagði í viðtali við RÚV að rannsóknir sýni það að gjaldtaka hafi ekki áhrif á fjölda farþega í strætó (sjá nánar hér).  Ég hef nefnt mörg dæmi um mikla fjölgun farþega í bæjum og borgum þar sem gjaldtaka í almenningssamgöngur hafa verið felldar niður.  Nægir í því samhengi að nefna Hasselt í Belgíu, Reykjanesbæ og Akureyri.   Nú voru nýjar tölur að berast frá Akureyri og benda þær til þess að aukningin verði meiri en fyrstu tölur bentu til.   Í frétt á ruv.is segir:

"Enn fjölgar ferðþegum með Strætisvögnum Akureyrar. Fjölgunin var 78% i síðasta mánuði, en var 60% í janúar miðað við sama tíma í fyrra. Það hefur verið frítt í strætó frá áramótum og samkvæmt þessari könnum virðast sífellt fleiri nýta sér þennan ferðamöguleika.

Farþegafjöldi á dag í febrúar var að meðaltali 687 árið 2006 en í nýliðnum febrúarmánuði var meðalfjöldi farþega á dag 1.226.

Að sögn Stefáns Baldurssonar forstöðumanns Strætisvagna Akureyrar hefur fjölgunin orðið á öllum leiðum og á öllum tímum dags."´ Sjá nánar hér.

Nýjustu tölur frá Akureyri benda s.s. til þess að fjölgunin á milli ára sé 78% eftir að gjaldið var fellt niður.   Ekki veit ég hvaða rannsóknir Gísli Marteinn var að vitna til en ég get alla vegana bent á fjölmörg dæmi og rannsóknir um það að farþegum fjölgi mjög mikið við niðurfellingu gjalds í almenningssamgöngur.....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgir Þór Bragason

Og aldrei meira svifryk á Akureyri. Hvað segir það okkur?

Birgir Þór Bragason, 9.3.2007 kl. 13:38

2 Smámynd: Sigfús Þ. Sigmundsson

Það þarf nú lengri tíma til að sjá áhrif aukningar strætófarþega á hluti eins og svifryk.  Þessi háa tala sem mældist núna gæti stafað af ýmsum þáttum s.s. veðurfari (óvenjumiklum stillum o.sfrv).   Það er grundvöllur í vísindum að draga ekki ályktanir frá einni staðreynd heldur þarf að skoða marga þætti.  

Sigfús Þ. Sigmundsson, 9.3.2007 kl. 13:43

3 Smámynd: Birgir Þór Bragason

Þetta var nú bara til gamans gert

Birgir Þór Bragason, 9.3.2007 kl. 13:51

4 Smámynd: Sigfús Þ. Sigmundsson

P.S. Tek fram að það hefur aðeins verið ókeypis í strætó í rúma tvo mánuði á Akureyri, gjaldið var lagt niður nú um áramótin.  Það er því ekki sanngjarnt að segja að slíkar aðgerðir hafi engin áhrif á svifriksmengun þegar svo stutt er liðið á reynslutímann.   Svifryk getur líka stafað af mörgum ólíkum þáttum.   Þetta þyrfti allt að rannsaka og vona ég að Akureyrarbær hafi vit á því að rannsaka áhrifin af þessari breytingu með tilliti til margra þátta s.s. bílaeign á Akureyri o.sfrv.   Það er mikilvægt fyrir stjórnmálamenn á höfuðborgarsvæðinu að fylgjast með hvernig gengur og hvaða áhrif svona breyting getur haft á marga þætti. 

Sigfús Þ. Sigmundsson, 9.3.2007 kl. 13:52

5 Smámynd: Sigfús Þ. Sigmundsson

Ok, skil þig Birgir.  Það er greinilegt að það vantar eitthvað upp á húmorinn hjá mér svona á föstudegi  ;)

Sigfús Þ. Sigmundsson, 9.3.2007 kl. 13:55

6 Smámynd: Birgir Þór Bragason

Það er nú annars oft þannig að menn hrapa að niðurstöðum. Því miður er það nokkuð algengt hjá þeim sem eru í pólitík, sennilega kemur það til af því að þeir halda (eða vita) að kjósendur gleyma fljótt. 

Birgir Þór Bragason, 9.3.2007 kl. 14:19

7 Smámynd: Sigfús Þ. Sigmundsson

Já, satt er það.  Það er t.d. endalaust hægt að leika sér með tölfræði og tölur.  Sumir eru meira að segja meistarar í því....

Sigfús Þ. Sigmundsson, 9.3.2007 kl. 14:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigfús Þ. Sigmundsson
Sigfús Þ. Sigmundsson
Stjórnmálafræðingur frá H.Í. og er á lokasprettinum í MPA námi í sama skóla.

Spurt er

Á Ísland að hefja aðildarviðræður við ESB?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband