Er VG að verða stærsti stjórnmálaflokkur landsins?

_s_portrett_jan_2007Árni Þór Sigurðsson, borgarfulltrúi og verðandi Alþingismaður fyrir VG, skrifar um nýja könnun Mannlífs á bloggi sínu í dag.  Þar segir hann eftirfarandi: 

"Tímaritið Mannlíf hefur kannað fylgi við stjórnmálaflokkanna undanfarna mánuði.  Nýjasta könnunin er birt í þessari viku en hún var tekin dagana 24. - 26. febrúar sl.  Úrtakið í könnuninni er tæplega 4500 manns og 61% taka afstöðu, eða tæplega 2800 kjósendur.  Um 31% eru óákveðin. 

Samkvæmt þessari könnun fær Sjálfstæðisflokkurinn 33,2% en fékk um 35% í síðustu könnun, Vinstri græn fá 28,5% en voru með um 22% síðast.  Samfylking er þriðji stærsti flokkurinn með 22,3% samanborið við um 24% síðast, Framókn með 9,2% sem er óbreytt og Frjálslyndir með 6,9% en þeir voru með um 10% í síðustu könnun.

Þessi könnun staðfestir það sem allar aðrar kannanir hafa verið að sýna að undanförnu að Vinstri græn eru með góðan byr í seglin og eru næststærsti stjórnmálaflokkur landsins.  Fylgi VG hefur verið að aukast jafnt og þétt marga undanfarna mánuði.  Það vekur vissulega athygli í þessari könnun að munurinn á milli VG og Sjálfstæðisflokks er minni en á milli VG og Samfylkingar.  Samanlagt eru VG og Samfylking með rúm 50% atkvæða meðan ríkisstjórnarflokkarnir tveir ná aðeins 42,4%.

Allt bendir því til stjórnarskipta í vor og að Vinstri græn verði helsti burðarás nýrrar ríkisstjórnar.  Sannarlega spennandi tímar í vændum."  Sjá hér

Þessi könnun sem Árni vitnar í er því í nokkru samhengi við síðustu Gallupkönnun þar sem VG mældist með um 27,7% og Sjálfstæðisflokkur með um 34,5%.  Munurinn á VG og Sjálfstæðisflokki er því um 6,8% í Gallupkönnuninni en ekki nema um 4,7% samkvæmt Mannlífskönnuninni sem gerð var í þessari viku.  Bilið milli Sjálfstæðisflokks og VG virðist því stöðugt vera að minnka og verður forvitnilegt að sjá hver þróunin verður í næstu Gallupkönnun, þ.e. hvort bilið milli Sjálfstæðisflokks og VG muni halda áfram að minnka eða hvort að VG nái jafnvel að skríða fram úr Sjöllum.

Uppgangur VG er með ólíkindum, flokkurinn var með um 8,8% í síðustu kosningum og ef kosningarnar í vor fara eins og ofangreindar kannanir benda til bætir flokkurinn við sig um 20% á milli kosninga.  Forvitnilegt væri að vita hvort slíkt yrði þá met í íslenskri kosningasögu, þ.e. að flokkur bæti við sig heilum 20% á milli kosninga. Ef einhver er með þetta í kollinum þá má hann eða hún endilega kommenta á þetta blogg og upplýsa okkur um það hvort einhver flokkur hafi áður náð að bæta við sig 20% á milli kosninga.

Svo er stóra spurningin hvort að sigling VG haldi áfram og flokkurinn nái að verða stærri en Sjálfstæðisflokkurinn, sérstaklega þegar haft er í huga að Sjálfstæðisflokkurinn mælist yfirleitt stærri í skoðanakönnunum en hann svo fær í kosningum. Ef VG verður stærstur í vor verður aldeilis hægt að tala um "pólaríseringu" í íslenskum stjórnmálum.  Þá væri þjóðin ekki að færa sig aðeins til vinstri á stjórnmálavængnum heldur væri hægt að tala um sannkallaða vinstribyltingu enda VG ansi vinstrisinnaður flokkur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Félag stjórnmálafræðinga

Síðan að fjórflokkurinn varð til í byrjun fjórða áratugarins á Alþýðuflokkurinn metið  þegar að hann bætti við sig 12,9% fylgi árið 1978. Næstu er Framsóknarflokkurinn en hann bætti við sig 11,6% árið 1959 og svo Sjálfstæðisflokkurinn 11,4% árið 1991. Þannig að VG stefnir í að slá öll met í fylgisaukningu.

Félag stjórnmálafræðinga, 13.3.2007 kl. 14:22

2 Smámynd: Sigfús Þ. Sigmundsson

Takk kærlega fyrir þetta Einar.  Gaman að hafa þetta til hliðsjónar og vita það að metið sé 12,9%.  VG þarf þá að ná 21,8% til að slá það út.....

Sigfús Þ. Sigmundsson, 13.3.2007 kl. 16:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigfús Þ. Sigmundsson
Sigfús Þ. Sigmundsson
Stjórnmálafræðingur frá H.Í. og er á lokasprettinum í MPA námi í sama skóla.

Spurt er

Á Ísland að hefja aðildarviðræður við ESB?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 33385

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband