VG þarf að ná 21,8% til að slá Íslandsmet í fylgisaukningu

steingrimur-_I4Y8690Í síðustu færslu kallaði ég eftir upplýsingum um mestu fylgisaukningu flokka á Íslandi á milli kosninga.  Þetta gerði ég til að sjá hvort að VG væri á leiðinni að slá Íslandsmet í fylgisaukningu.  Auðvitað hefði ég getað grúskað í þessu sjálfur en ég veit eins og svo kom á daginn að líklegt væri að einhver hreinlega vissi þetta og myndi svara kalli mínu.  Það var hann Einar Mar Þórðarson stjórnmálafræðingur sem hafði svar á reiðum höndum og var það eftirfarandi:

"Síðan að fjórflokkurinn varð til í byrjun fjórða áratugarins á Alþýðuflokkurinn metið  þegar að hann bætti við sig 12,9% fylgi árið 1978. Næstur er Framsóknarflokkurinn en hann bætti við sig 11,6% árið 1959 og svo Sjálfstæðisflokkurinn 11,4% árið 1991. Þannig að VG stefnir í að slá öll met í fylgisaukningu."

Sjá hér

Þetta sýnir okkur hversu öflugur miðill bloggið er, hér er hægt að varpa fram spurningu um hin ýmsu málefni og fá svör innan nokkurra klukkutíma.  Hér eru á sveimi sérfræðingar í nær öllu.

Þar sem VG fékk 8,8% í síðustu kosningum þarf flokkurinn að ná 21,8% fylgi (auka fylgið um 13%) í kosningunum í vor til að slá þetta gamla Íslandsmet Alþýðuflokksins frá árinu 1978.   Næstu kosningar geta því verið sögulegar í meira en einum skilningi. VG mun slá Íslandsmet í fylgisaukningu ef fram sem horfir. Verður þá óhætt að tala um eina mestu vinstrisveiflu í íslenskum stjórnmálum fyrr og síðar......


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Sigurþórsson

Sannleikurinn er farinn að spyrjast út...

http://www.andriki.is/default.asp?art=13032007

Júlíus Sigurþórsson, 13.3.2007 kl. 17:01

2 Smámynd: Sigfús Þ. Sigmundsson

Takk fyrir þessa ábendingu Júlíus.

Sigfús Þ. Sigmundsson, 13.3.2007 kl. 17:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigfús Þ. Sigmundsson
Sigfús Þ. Sigmundsson
Stjórnmálafræðingur frá H.Í. og er á lokasprettinum í MPA námi í sama skóla.

Spurt er

Á Ísland að hefja aðildarviðræður við ESB?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband