Þriðjudagur, 13. mars 2007
VG þarf að ná 21,8% til að slá Íslandsmet í fylgisaukningu
Í síðustu færslu kallaði ég eftir upplýsingum um mestu fylgisaukningu flokka á Íslandi á milli kosninga. Þetta gerði ég til að sjá hvort að VG væri á leiðinni að slá Íslandsmet í fylgisaukningu. Auðvitað hefði ég getað grúskað í þessu sjálfur en ég veit eins og svo kom á daginn að líklegt væri að einhver hreinlega vissi þetta og myndi svara kalli mínu. Það var hann Einar Mar Þórðarson stjórnmálafræðingur sem hafði svar á reiðum höndum og var það eftirfarandi:
"Síðan að fjórflokkurinn varð til í byrjun fjórða áratugarins á Alþýðuflokkurinn metið þegar að hann bætti við sig 12,9% fylgi árið 1978. Næstur er Framsóknarflokkurinn en hann bætti við sig 11,6% árið 1959 og svo Sjálfstæðisflokkurinn 11,4% árið 1991. Þannig að VG stefnir í að slá öll met í fylgisaukningu."
Sjá hér
Þetta sýnir okkur hversu öflugur miðill bloggið er, hér er hægt að varpa fram spurningu um hin ýmsu málefni og fá svör innan nokkurra klukkutíma. Hér eru á sveimi sérfræðingar í nær öllu.
Þar sem VG fékk 8,8% í síðustu kosningum þarf flokkurinn að ná 21,8% fylgi (auka fylgið um 13%) í kosningunum í vor til að slá þetta gamla Íslandsmet Alþýðuflokksins frá árinu 1978. Næstu kosningar geta því verið sögulegar í meira en einum skilningi. VG mun slá Íslandsmet í fylgisaukningu ef fram sem horfir. Verður þá óhætt að tala um eina mestu vinstrisveiflu í íslenskum stjórnmálum fyrr og síðar......
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:54 | Facebook
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
malacai
-
godsamskipti
-
agbjarn
-
agustolafur
-
arnih
-
arnith
-
heilbrigd-skynsemi
-
baldvinj
-
kaffi
-
bjarnihardar
-
gattin
-
bryndisisfold
-
davidlogi
-
dofri
-
dst
-
egillrunar
-
esv
-
eirikurbergmann
-
ea
-
feministi
-
freedomfries
-
gummisteingrims
-
gun
-
gunnlaugur
-
haukurn
-
hlynurh
-
maple123
-
tulugaq
-
hrannarb
-
hreinsi
-
ivarb
-
jonthorolafsson
-
jonornm
-
julli
-
kristjanb
-
kristjanmoller
-
maggib
-
graskerid
-
maron
-
nykratar
-
oddgeirottesen
-
palmig
-
runarhi
-
salvor
-
sigmarg
-
safi
-
einherji
-
soley
-
stebbifr
-
kosningar
-
sunnadora
-
svatli
-
saethorhelgi
-
thelmaasdisar
-
tommi
-
vefritid
-
tharfagreinir
Athugasemdir
Sannleikurinn er farinn að spyrjast út...
http://www.andriki.is/default.asp?art=13032007
Júlíus Sigurþórsson, 13.3.2007 kl. 17:01
Takk fyrir þessa ábendingu Júlíus.
Sigfús Þ. Sigmundsson, 13.3.2007 kl. 17:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.