Miðvikudagur, 14. mars 2007
Kristilegi þjóðarflokkurinn - Nýtt framboð?
Hér á blog.is er búið að stofna síðuna www.krist.blog.is/blog/krist/. Á síðunni kemur eftirfarandi fram:
"Kristin stjórnmálasamtök koma hér fram á vettvang þjóðmála. Við heilsum íslenskri þjóð og heitum því að vinna henni vel, trú kristinni lífssýn, manngildishugsjón og siðferðisgildum."
Og:
"Kristinn stjórnmálaflokkur mun sannarlega verða að veruleika, á auglýstum stofnfundi, en við ætlum að gefa honum góðan tíma til vandaðs undirbúnings. Fram að þeirri stofnun munum við, ýmsir höfundar, kynna hér stefnumál okkar, áherslur og margt annað gott og gefandi sem á erindi á þessar síður."
Ennfremur:
"Við stefnumótun kristins stjórnmálastarfs höfum við m.a. litið til Kristilega þjóðarflokksins (Kristelig Folkeparti, KF) í Noregi, en hann hefur náð miklum árangri í þingkosningum á seinni árum, jafnvel setið í sjö ár að embætti forsætisráðherra."
Ég hef hvergi séð umfjöllun um þennan Kristilega þjóðarflokk og les ég þó blöðin ansi vel. Hvaða fólk er þarna á ferð? Er stefnt á framboð í vor? Þekkir einhver til þessa stjórnmálaflokks?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- malacai
- godsamskipti
- agbjarn
- agustolafur
- arnih
- arnith
- heilbrigd-skynsemi
- baldvinj
- kaffi
- bjarnihardar
- gattin
- bryndisisfold
- davidlogi
- dofri
- dst
- egillrunar
- esv
- eirikurbergmann
- ea
- feministi
- freedomfries
- gummisteingrims
- gun
- gunnlaugur
- haukurn
- hlynurh
- maple123
- tulugaq
- hrannarb
- hreinsi
- ivarb
- jonthorolafsson
- jonornm
- julli
- kristjanb
- kristjanmoller
- maggib
- graskerid
- maron
- nykratar
- oddgeirottesen
- palmig
- runarhi
- salvor
- sigmarg
- safi
- einherji
- soley
- stebbifr
- kosningar
- sunnadora
- svatli
- saethorhelgi
- thelmaasdisar
- tommi
- vefritid
- tharfagreinir
Athugasemdir
Fleiri flokkar sem bjóða sig fram, því líklegri er að stjórnin hreinlega haldi. Fullt af óánægjuatkvæðum falla dauð í flokkum sem ná ekki inn jöfnunarþingsætum.
Júlíus Sigurþórsson, 14.3.2007 kl. 16:59
Það kemur reyndar ekki fram á síðunni hvort ætlunin sé að bjóða fram í vor en talað er um stofnfund núna á næstunni. Fróðlegt væri að heyra í einhverjum sem þekkir til þessa stjórnmálafls hvort sá eða sú viti hvort ætlunin sé að bjóða fram í vor....
Sigfús Þ. Sigmundsson, 14.3.2007 kl. 17:12
Manni sýnist á öllu að þeir vilji helst ekki þekkjast.... leyfa ekki comment og koma ekki fram undir nafni heldur. Mér fannst þetta strax frekar dúbíus bloggsíða en varð alveg viss um hversu mikið öfgalið hér er á ferðinni þegar færslan um fósturvísana var birt.
Stjórnmál og trúmál eiga ekki samleið, það er bara svoleiðis.
Jónína Sólborg Þórisdóttir, 14.3.2007 kl. 17:47
Þetta með fósturvísana er umræða sem er mjög "aktúel" í Bandaríkjunum núna. Oftast er hún á trúarlegum nótum en líka á siðferðislegum. En forvitnilegt væri að vita hverjir séu á bakvið þessa síðu og þetta meinta nýja stjórnmálaafl....
Sigfús Þ. Sigmundsson, 14.3.2007 kl. 17:54
Erfitt að segja. Annars var Anna Kristjáns með einhverjar spekulasjonir um daginn.
http://velstyran.blog.is/blog/velstyran/entry/142830/#comments
Jónína Sólborg Þórisdóttir, 14.3.2007 kl. 17:58
Kristnir flokkar hafa boðið fram áður en aldrei náð að safna miklu fylgi. Sem betur fer þykja trúmál ekki mikilvæg í stjórnmálum hérlendis, ólíkt til að mynda í Bandaríkjunum, sem einum of kunnugt er. Þetta er vel.
Þarfagreinir, 14.3.2007 kl. 22:37
Ætli slíkur flokkur myndi þá ekki taka mest fylgi frá Framsóknarflokknum, er ekki rétt munað hjá mér að Framsókn hafi höfðað sérstaklega til kristilegra samtaka í síðustu Alþingiskosningum?
Sigfús Þ. Sigmundsson, 14.3.2007 kl. 22:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.