30% námslána yrðu að styrkjum eftir nám

LinHér verð ég að vera ósammála Björgvini G. Sigðurssyni þingmanni Samfylkingarinnar.  Hann talaði um það á Alþingi í kvöld að leggja ætti til að 30% námslána breyttust í styrki að framhaldsnámi loknu.  Ég tel að margt annað komi framar í forgangsröðina í málefnum LÍN en það að breyta lánum í styrki eftir að námi lýkur.  Reyndar hef ég verið mjög stoltur af því að því að Ísland hafi farið þessa leið en ekki t.d. leið Dana þar sem námsmenn fá styrki og hanga svo í námi alltof lengi.  Það að um lán sé að ræða eykur kostnaðarvitund námsmanna og hvetur þá til að klára námið á tilsettum tíma.

Það sem ég myndi setja efst á forgangslistan í námslánamálum er það að upphæðin sem hægt er að fá að láni dugi fyrir helstu nauðsynjum á meðan námstímanum stendur.  Svo er ekki núna.  Námslánin eru um 80 þúsund á mánuði og af því fer um 50 þúsund í leigu.  Eftir standa um 30 þúsund í mat, síma, föt, bækur og aðrar nauðsynjar.   Allir sjá að ekki er hægt að lifa af 30 þúsund krónum á mánuði í þeirri dýrtíð sem nú ríkir.  Það ætti því að vera algert forgangsmál að hækka framfærsluna en ekki að breyta námslánum í styrki eftir að námi lýkur.

Annað sem þarf að bæta er að gera fólki sem tekur sér námshlé eftir grunngráðu í háskóla kleyft að fara í meira nám (masternsám) án þess að þurfa að taka markaðslán til að brúa bilið sem skerðing námslána vegna tekna skapar.   Það er nefnilega þannig að nær allir sem fara í masternám eftir námshlé þurfa að búa við skerðingu á framfærslu vegna tekna sem þeir hafa áunnið sér í námshléinu.  Þetta er oft fólk sem hefur komið sér upp fjölskyldu og íbúð og öðrum skuldbindingum og samkvæmt núverandi kerfi á það ekki að fá þessar heilu 80 þúsund krónur á mánuði heldur er sú upphæð skert verulega vegna tekna.  Þessu þarf að breyta.

Það eru mörg önnur mál sem ættu að vera í meirum forgangi í menntamálum en þessi 30% umbreyting lána í styrk að námi loknu.   Þar er efst á blaði að námsmenn geti lifað af námslánunum en komi ekki úr námi með gríðarlega há yfirdráttarlán og önnur markaðslán sem þeir hafa neyðst að taka vegna lágrar framfærslu hjá LÍN.


mbl.is 30% námslána breytist í styrki að námi loknu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Sigurþórsson

æi, það er svo grátlega auðvelt að lofa svona hægri - vinstri. Meina, hvað er erfitt við að setjast niður fyrir kosningar og lofa öllu hægri vinstri, meiri styrki, meiri pening í aldraða og öryrkja, meira í göng, meira í vegi, meira í menntun, meira í heilbrigðismál, meira meira meira....

Hvaðan koma svo peningarnir??????

júbb, í veskinu mínu, eða reyndar grípur ríkið þá á leiðinni í veskið mitt. Ég er 33 ára, reyndar í skóla, en tek engin lán því ég vinn fulla vinnu með. Ég kæri mig ekkert um að borga meiri skatta til að gefa nýútskrifuðum tannlæknum og lögfræðingum. NEI NEI NEI. mig vantar þessa peninga. Hverja einu einustu krónu.

Júlíus Sigurþórsson, 14.3.2007 kl. 23:17

2 Smámynd: Sigfús Þ. Sigmundsson

Öryrkjar geta ekki lifað af 80.000 krónum frekar en námsmenn og þessi orð mín gilda því líka um þá sem og atvinnulaust fólk...

Sigfús Þ. Sigmundsson, 14.3.2007 kl. 23:26

3 Smámynd: Júlíus Sigurþórsson

Auðvitað þarf að tengja framfærsluna við raunveruleikan, hjá öllum sem hafa framfærslu í einu eða öðru formi, frá ríkinu.

Svo skil ég ekki af hverju það er ekki nóg að verðtryggja námslánin, þarf að ávaxta peningana sérstaklega, af hverju þarf ríkið að hafa fjármagnstekjur af námslánum?

Júlíus Sigurþórsson, 15.3.2007 kl. 09:33

4 Smámynd: Sigfús Þ. Sigmundsson

Ríkið niðurgreiðir vextina.  Þetta eru ekki raunvextir sem við námsmenn og fyrrum námsmenn erum að borga....

Sigfús Þ. Sigmundsson, 15.3.2007 kl. 11:24

5 Smámynd: Tómas Þóroddsson

Björgvin er líka með hugmyndir um fríar bækur (skilagjald ) og svo síðast en ekki síst þá vill hann afnema að námsmenn þurfi ábyrgðarmenn. Líst vel á þetta.

Tómas Þóroddsson, 15.3.2007 kl. 18:50

6 Smámynd: Sigfús Þ. Sigmundsson

Ég er sammála með það atriði að afnema það að lántakendur þurfi ábyrgðarmenn.  Það er góð jöfnunaraðgerð....

Sigfús Þ. Sigmundsson, 15.3.2007 kl. 18:52

7 identicon

Já er sammála þessu líka með að afnema skilyrðið um ábyrgðarmenn fyrir námslánunum. Námslánin verður að hækka eilítið svo róðurinn verði ekki námsmönnum of þungur, það yrði einnig til þess að jafna stöðu námsmanna. Nú er ég til dæmis með 60-80 þús í námslán og greiðslubyrði 75 af eigin íbúð, og gæti þetta hreinlega ekki ef ég nyti ekki aðstoðar bankanna og fjölskyldu. 

Guðrún Inga (IP-tala skráð) 16.3.2007 kl. 00:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigfús Þ. Sigmundsson
Sigfús Þ. Sigmundsson
Stjórnmálafræðingur frá H.Í. og er á lokasprettinum í MPA námi í sama skóla.

Spurt er

Á Ísland að hefja aðildarviðræður við ESB?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband