Fimmtudagur, 15. mars 2007
Stórgóð greining á stöðu flokkanna!
Ég má til með að mæla með bloggi sem ég var að lesa. Bloggið fjallar um stöðu flokkanna í dag og bloggarinn heitir Hreinn Hreinsson. Hann hefur bloggað lítið að undanförnu en þegar hann tekur sig til hefur það verið stórfínt og nýjasti pistilinn er algjör snilld. Pistilinn má nálgast hér:
http://www.hreinsi.blog.is/blog/glerhusid/
Kíkið endilega þarna inn ef þið hafið áhuga á að lesa greiningu margreynds stjórnmálaplottara og pælara á stöðunni í dag.....
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:57 | Facebook
Spurt er
Á Ísland að hefja aðildarviðræður við ESB?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- malacai
- godsamskipti
- agbjarn
- agustolafur
- arnih
- arnith
- heilbrigd-skynsemi
- baldvinj
- kaffi
- bjarnihardar
- gattin
- bryndisisfold
- davidlogi
- dofri
- dst
- egillrunar
- esv
- eirikurbergmann
- ea
- feministi
- freedomfries
- gummisteingrims
- gun
- gunnlaugur
- haukurn
- hlynurh
- maple123
- tulugaq
- hrannarb
- hreinsi
- ivarb
- jonthorolafsson
- jonornm
- julli
- kristjanb
- kristjanmoller
- maggib
- graskerid
- maron
- nykratar
- oddgeirottesen
- palmig
- runarhi
- salvor
- sigmarg
- safi
- einherji
- soley
- stebbifr
- kosningar
- sunnadora
- svatli
- saethorhelgi
- thelmaasdisar
- tommi
- vefritid
- tharfagreinir
Athugasemdir
Takk fyrir að benda á þetta blogg, fróðleg greining. Ég setti inn smá svar það og ætla að setja það inn hjá þér líka. Þetta er ekki svar til þín heldur Hreins nóta bene.
Tvennt sem mig langar til að benda á. Í fyrsta lagi þá talar þú um flokk aldraðra og öryrkja, og að þeir séu ekki samstíga og hafi ekki komið fram með nein stefnumál. Þeir muni því eiga undir högg að sækja. En svo kemur annað hljóð í strokkinn þegar þú talar um Margréti og Ómar. Ég held að það sé nákvæmlega sama staðan þar ef þú ert ekki með lituð gleraugu á nefinu þegar þú skoðar málin. Hvaða stefnumál hafa þau sett fram? hvar hefur komið fram hvað þau ætla að standa fyrir, annað en það er sjálfgefið að Ómar hyggst berjast fyrir umhverfismálum. Nákvæmlega ekkert. Og hvar er samstaðan þar ? Ég veit ekki betur en að Jakob Frímann hafi hætt vinnu með þeim. Svo ekki er hægt að segja annað en þarna sé nákvæmlega sama staða og hjá öldruðulm og öryrkjum.
Annað er að Margéti var ekki hafnað. Hún fór sjálfviljug eftir að hafa tapað varaformannsslag. Í þessu sambandi langar mig til að spyrja þig, hvort þér finnist það í lagi að neita fólki að ganga í flokka. Er það stefnan að handvelja fólk inn í stjórnmálaflokka, hvar hefur það viðgengist.
Menn úr nýju afli gengu hver fyrir sig í Frjálslynda flokkinn, þeir gerðu það og undirgengust stefnuskrá Frjálslynda flokksins. Hefur þú ef til vill kynnt þér þá stefnuskrá ?
Alveg þangað til bara núna fyrir nokkrum vikum eða dögum átti Margrét tækifæri til að fara fram í Reykjavík Suður undir merkjum Frjálslynda flokksins. Meira að segja eftir að Jóni Magnússyni hafði verið lofað sætið, þá tilkynnti hann að hann væri alveg viljugur til að víkja sæti ef Margrét myndi þiggja það. Henni var boðið en sagði nei takk. Þannig að það er einfaldlega ekki rétt að flokkurinn hafi hafnað henni. Hún gerði kröfur um varaformann, henni var hafnað á landsþingi af meirihlutanum, en fékk þó góða kosningu, sem hún hefði mátt una við. En því miður þá vildi hún það ekki. Var eftir því sem ég hef heyrt löngu búin að gera það upp við sig, þótt hún segði á fundinum að hún myndi ekki hætta.
Þetta með að hún hafi ekki hlotið virðingu innan flokksins er ekki rétt. Hún gengdi þar mörgum trúnaðarstöðum og var hampað vel af flokksforystunni. Henni var það einfaldlega ekki nóg. Og því fór sem fór. Ég segi fyrir mig, að mér finnst að fólk eigi að hugsa fyrst og fremst um flokkinn sem það er að leggja lið en ekki persónulegan frama. En það er mín skoðun. Og ég er orðin svolítið þreytt á þessu bulli um rasisma, hann á sér enga stoð í okkar tilfelli. Heldur er þar á ferð áhyggjur af ástandi og umhyggja fyrir því fólki sem hér hefur ákveðið að setjast að, og þeim sem hingað koma. Réttindi þeirra og skyldur ríkisins og okkar við það fólk.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.3.2007 kl. 11:45
Greinilegt að Hreinn hefur þarna hitt á einhvern viðkvæman blett hjá ykkur í Frjálslynda flokknum. En þetta er s.s. hans greining á málunum, gaman væri að fá slíka greiningu frá sem flestum ;)
Sigfús Þ. Sigmundsson, 15.3.2007 kl. 12:44
Það hittir alltaf á viðkvæman blett hjá mér, þegar fólk fullyrðir hluti sem ég veit að eru ekki réttir. Og fólk heldur áfram að segja sömu hlutina aftur og aftur af því að það hentar þeirra málstað á einn eða annan hátt. Ég þekki vel til í Frjálslynda flokknum og hef bæði verið inn í málum sjálf sem miðstjórnarfulltrúi og eins hef ég fengið upplýsingar frá félögum mínum í flokknum. Og ég þekki málefnahandbókina vel, og virði hana, og hef verið með í að semja hana ásamt Margréti Sverris, sem á mikinn þátt í samningu hennar. Það var því ekki málefnaágreiningur af hennar hendi sem varð til þess að hún yfirgaf flokkinn. En ég er sammála þér, það væri gaman að heyra frá fleirum um þessi mál.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.3.2007 kl. 15:26
Svona utanfrá séð virkaði þetta nú þannig á mig að verið væri að bola henni út úr flokknum. Þekki ekki innviði þessa flokks en svona virkaði þetta á mig sem almennan kjósanda....
Sigfús Þ. Sigmundsson, 15.3.2007 kl. 15:53
Jamm ég get skilið að það líti svo út. Og ég er viss um að það vill hún líka blessunin. En svona lítur dæmið nú bara út frá mínum bæjardyrum. Annars vil ég taka fram að mér finnst Margrét hin besta manneskja og vona að hún finni sig þarna úti. Ég hefði viljað sjá hana innan okkar raða. Við hefðum verið sterkari ef hún hefði lagst á árarnar með okkur. En ekki verður á allt kosið í heimi hér.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.3.2007 kl. 17:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.