Myndir frá Kárahnjúkum og nágrenni

373157837_55afe94ae5_oFyrir all nokkru síðan stofnaði ég "grúppu" á myndasíðunni www.flickr.com þar sem hugmyndin er að safna saman myndum frá Kárahnjúkum og nágrenni.  Þarna væri gaman að fá sem flestar myndir af svæðinu, fyrir virkjun, á meðan virkjunarframkvæmdum stendur og eins eftir að framkvæmdum hefur lokið og lónið er orðið fullt.  Ef þið hafið myndir á tölvutæku formi hvet ég ykkur til þess að skrá ykkur á flickr og bæta myndunum í þessa grúppu.   Slóðin er:

http://www.flickr.com/groups/karahnjukar/

Nú þegar eru komnar um 230 myndir frá 146 einstaklingum af svæðinu og margar þeirra eru mjög góðar.  M.a. eru nokkrir sem sett hafa myndir þarna inn sem starfa á svæðinu og hafa því aðstöðu til að taka annarskonar myndir en við hin þar sem starfsmenn hafa jú betri aðgang að svæðinu en almenningur.  

Tilgangur þessarar síðu er að safna á einn stað myndum af þeim breytingum sem verða á svæðinu með tilkomu virkjunarinnar.  Með slíku safni mynda verður auðveldara fyrir fólk að meta hver áhrif virkjunarinnar eru og eins er þetta ágætt safn fyrir framtíðarkynslóðirnar til að sjá hvernig svæðið var fyrir tilkomu virkjunarinnar og lónsins.

Endilega kíkið þarna inn og setjið inn ykkar myndir af svæðinu ef þið eigið einhverjar til á lager.

Höfundur myndarinnar sem fylgir blogginu er Elísabet Vilmarsdóttir og er hún tekin á Kárahnjúkum.  Fleiri myndir eftir Elísabetu má sjá hér:  http://www.flickr.com/photos/betusmaximus/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigfús Þ. Sigmundsson
Sigfús Þ. Sigmundsson
Stjórnmálafræðingur frá H.Í. og er á lokasprettinum í MPA námi í sama skóla.

Spurt er

Á Ísland að hefja aðildarviðræður við ESB?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband