Föstudagur, 16. mars 2007
Geldur Framsókn afhroð í næstu Gallupkönnun?
Andrés Magnússon hefur sambönd inn á Mogga enda starfaði hann þar sem blaðamaður lengi. Hann virðist hafa nýtt sér þessi sambönd og fengið að vita hver útkoma næstu Gallupkönnunar sé. Á bloggi sínu segir Andrés í dag:
"Það er að koma ný könnun frá Gallup, sem gerð er fyrir Morgunblaðið og RÚV. Farið er að kvisast út hvernig hún er í laginu, en stóru tíðindin munu vera þau að Sjálfstæðisflokkurinn mun hafa bætt talsvert við sig, en Framsóknarflokkurinn tapað verulega. Hafði framsóknarmaddaman þó ekki úr háum söðli að detta. Mér skilist að aðrir flokkar væru á svipuðu róli og verið hefur."
Andrés heldur áfram og fjallar um hugsanlegar orsakir þessa:
"Samkvæmt því er óhætt að fullyrða að þetta vanhugsaða upphlaup framsóknarmanna, þar sem þeir ætluðu að nota stjórnarskrána sem hverja aðra dulu, hefur ekki orðið þeim til álitsauka hjá nokkrum manni. Sá skaði kann að reynast langvinnur, því þessi dæmalausa framganga snýst um grunneðli flokksins og forystu hans. Hingað til hafa framsóknarmenn jafnan lagt áherslu á öfgaleysi, hófsemi og ábyrgð. Hvert verður kosningaslagorðið núna? Rugludallurinn í hafinu? "
Já, það er fast skotið á Framsókn úr röðum Sjálfstæðismanna þessa dagana. Margir vilja halda því fram að það hafi aldrei staðið til af hálfu Sjálfstæðisflokksins að koma þessu þjóðareignarákvæði í gegn fyrir þinglok og því hafi verið sett upp plott af þeirra hálfu um að leiða Framsókn í ógöngur með málið. Það virðist hafa tekist fullkomnlega og það hlakkar í mörgum Sjálfstæðismönnunum í dag yfir óförum Framsóknar enda virðist flokkurinn vera að hverfa eftir 12 ára ríkisstjórnarsetu með Sjálfstæðisflokki á meðan Sjálfstæðisflokkurinn fitnar eins og púkinn á fjósbitanum.
Það kom fram skemmtileg kenning í kommentakerfinu hér á síðunni í dag en hún hljóðar eitthvað á þá leið að Sjálfstæðisflokkurinn væri að hefna sín á Framsókn vegna þjóðareignarupphlaupsins með því að afgreiða léttvínsfrumvarpið úr allsherjarnefnd í dag. Það hafi sem sagt alltaf verið Framsókn sem hafi farið fram á að svæfa það mál í nefnd í 12 ár en nú neyddust Frammarar til að taka afstöðu til þess máls sem þeir hafa samkvæmt þessri kenningu engan áhuga á.....
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:21 | Facebook
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- malacai
- godsamskipti
- agbjarn
- agustolafur
- arnih
- arnith
- heilbrigd-skynsemi
- baldvinj
- kaffi
- bjarnihardar
- gattin
- bryndisisfold
- davidlogi
- dofri
- dst
- egillrunar
- esv
- eirikurbergmann
- ea
- feministi
- freedomfries
- gummisteingrims
- gun
- gunnlaugur
- haukurn
- hlynurh
- maple123
- tulugaq
- hrannarb
- hreinsi
- ivarb
- jonthorolafsson
- jonornm
- julli
- kristjanb
- kristjanmoller
- maggib
- graskerid
- maron
- nykratar
- oddgeirottesen
- palmig
- runarhi
- salvor
- sigmarg
- safi
- einherji
- soley
- stebbifr
- kosningar
- sunnadora
- svatli
- saethorhelgi
- thelmaasdisar
- tommi
- vefritid
- tharfagreinir
Athugasemdir
Kæmi sko ekki á óvart að Framsóknarflokkurinn væri að hverfa. Mér hefur fundist þjóðin vera að vitkast að undanförnu. Bravó !
Stefán
Stefán (IP-tala skráð) 16.3.2007 kl. 14:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.