Framsókn í kreppu

flokkafylgi

Framskóknarfólk getur ekki verið mjög ánægt með nýjustu könnun Capacent.  Flokkurinn er nú að missa fylgi frá fyrri könnunum og er nú kominn niður í 6,9%.  Það er því augljóst að stóra þjóðareignarmálið hefur ekki hjálpað flokknum við að rétta úr kútnum eins og flokksmenn höfðu vonast til heldur náðu Sjálfstæðismenn að snúa snilldarlega á þá og bæta þeir nú við sig fylgi frá fyrri könnunum.

Önnur tíðindi í þessari könnun nú eru þau að fylgi við VG virðist vera að minnka og spurning hvort að þau í VG hafi nú séð toppinn og séu nú á niðurleið.  Persónulega hef ég trú á því að fylgi VG eigi eftir að minnka jafnt og þétt fram að kosningum og flokkurinn fái á endanum um 18% sem verður mjög gott þar sem þau væru þá að tvöfalda fylgi sitt frá síðustu kosningum. Samfylkingin stendur í stað í þessari könnun, munurinn frá síðustu könnun er ekki tölfræðilega marktækur.

Ég ætla að leyfa mér að koma með spá um úrslit kosningana í vor og er hún eftirfarandi:

Sjálfstæðisflokkur 34,5%
Samfylking  28%
VG 18%
Framsókn 12,5%
Frjálslyndir 7%

Þessi spá miðast við að engin ný framboð komi fram. Ómögulegt er að spá fyrir um áhrif þeirra ef þau þá koma fram.  Mun endurskoða spánna þegar Ómar, Margrét, adlraðir og öryrkjar eru búin að ákveða hvort um framboð verði eða ekki.....


mbl.is Fylgi Sjálfstæðisflokks eykst mikið frá síðustu könnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigfús Þ. Sigmundsson

Sjálfstæðismenn og VG, Sjálfstæðismenn og SF eða þriggja flokka stjórn...

Sigfús Þ. Sigmundsson, 17.3.2007 kl. 22:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigfús Þ. Sigmundsson
Sigfús Þ. Sigmundsson
Stjórnmálafræðingur frá H.Í. og er á lokasprettinum í MPA námi í sama skóla.

Spurt er

Á Ísland að hefja aðildarviðræður við ESB?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband