Hvað varð um áfengisfrumvarpið?

Wine20glassesNú hef ég ekki fylgst vel með fréttum um helgina en getur einhver sagt mér hvað varð um áfengisfruvarpið sem afgreitt var úr Allsherjarnefnd í vikunni?  Fór fram atkvæðagreiðsla? Var því kannski sópað undir teppið enn eina ferðina?   Af hverju má Alþingi ekki greiða atkvæði um þetta mál?

Ef núverandi meirihluti er haldin slíkri gífurlegu ákvörðunarfælni, að hann getur ekki tekið afstöðu til þessa eina máls, þá vinsamlegast setjið þetta í þjóðaratkvæðagreiðslu hið snarasta.  Þá getum við hin tekið þessa ákvörðun fyrir ykkur framkvæmdastjórnmálafólkið....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björg K. Sigurðardóttir

Það kom fram í fréttum áðan að frumvarpið hafi verið tilbúið úr allsherjarnefnd og það hafi átt að leggja það fram til atkvæðagreiðslu á lokaspretti þingsins en Ögmundur Jónasson þingflokksformaður Vinstri grænna hafi á fundi þingflokksformanna með forseta Alþingis hótað löngu málþófi í umræðunum og því hafi málið verið tekið af dagskrá. Ótrúlegt hvað lítill flokkur getur haft mikil áhrif með því að hóta málþófi í staðinn fyrir að láta reyna á eðlilega atkvæðagreiðslu í þinginu.

Kveðja, 

Björg K. Sigurðardóttir, 18.3.2007 kl. 19:56

2 Smámynd: Hreinn Hreinsson

Ömmi kommi ákvað að hafa vit fyrir þér.

Hreinn Hreinsson, 18.3.2007 kl. 21:02

3 Smámynd: Sigfús Þ. Sigmundsson

 VG hefur s.s. ekki viljað upplýsa almenning um hversu miklir forsjárhyggjupúkar þeir eru, hefði verið erfitt að mæta í kosningabaráttuna með þessa atkvæðagreiðslu á bakinu....

Sigfús Þ. Sigmundsson, 18.3.2007 kl. 21:29

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jamm eitthvað svoleiðis.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.3.2007 kl. 10:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigfús Þ. Sigmundsson
Sigfús Þ. Sigmundsson
Stjórnmálafræðingur frá H.Í. og er á lokasprettinum í MPA námi í sama skóla.

Spurt er

Á Ísland að hefja aðildarviðræður við ESB?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband