Þriðjudagur, 20. mars 2007
Bréf til þjóðarinnar vegna Geirs Þórissonar fanga í Virginíu
Viðtal Sigmars Guðmundssonar við Geir Þórisson fanga í Virginíu hreyfði við mörgum. Ein af þeim sem varð fyrir áhrifum af viðtalinu er Kristín Bjarnadóttir hjúkrunarfræðingur á Svalbarðsströnd. Hún sendi mér bréf í dag og hvatti mig til að birta það hér á síðunni. Ég er á sama máli og Kristín um það að aðstæður Geirs séu ákaflega ómannúðlegar og að eitt af því sem hægt væri að gera til að hjálpa honum væri að skrifa honum bréf. Hér er bréfið hennar Kristínar til íslensku þjóðarinnar sem ég hvet alla til að lesa:
"Kæri viðtakandi.
Viðtal við Geir Þórisson fanga í Bandaríkjunum í Kastljósi þann 5. mars síðastliðinn og umfjöllun um mál hans í Kastljósi þann 6. og 7. mars hreyfði við mér enda alveg ljóst að þær aðstæður og sú félagslega einangrun sem hann hefur búið við í mörg ár og sér ekki fyrir endann á á næstunni eru vægast sagt ómannúðlegar og niðurbrjótandi. Hér er um mannréttindabrot að ræða. Það kom skýrt fram í viðtalinu hversu illa félagslega einangrunin fer í hann og það varð til þess að ég hafði samband við Sigmar Guðmundsson í Kastljósi og fékk heimilisfang Geirs í fangelsinu. Til hvers? Jú, ég ætla að senda honum línu með einhverjum uppörvandi orðum svo hann finni að til hans er hugsað. Og nú hvet ég þig til að gera slíkt hið sama... Bréf eða póstkort getur haft margföld áhrif á mann sem býr við þessa einangrun.
Geir var dæmdur í 20 ára fangelsi fyrir alvarlega líkamsárás. Hann hefur nú þegar setið inni í 9 ár og er stöðugt hræddur um líf sitt. Vegna fjárskorts getur hann ekki stundað nám og möguleikar hans til samskipta við fjölskyldu og vini eru verulega takmarkaðir. Hér er svo sannarlega ekki um neina betrunarvist að ræða.
Á bloggsíðu Sigmars Guðmundssonar http://sigmarg.blog.is má sjá ýmis viðbrögð fólks við viðtali Sigmars við Geir og þykir mér miður að sjá þá djúpstæðu dómhörku sem mér finnst koma þar fram hjá sumum en það hvetur mig líka jafnframt til að láta hendur standa fram úr ermum!
Ég hvet þig til að staldra við og taka frá smá stund til að kynna þér mál Geirs.
Ég hvet þig jafnframt til að senda þennan tölvupóst áfram til þeirra sem þú telur að láti sig mannréttindi varða.
Ég vek athygli á því að aðeins er hægt að senda Geir þunn umslög (ekki margra síðna bréf) og ekki er hægt að senda honum pakka.
Heimilsfang Geirs:
Geir Thorisson 263907
Grcc HU 5-425
901 Corrections.way
Jarrett VA 23870
U.S.A.
Aðstandendur Geirs hafa stofnað bankareikning í hans nafni og ég læt númer hans fylgja hér með fyrir þá sem vilja sýna stuðning með framlagi:
Landsbankinn í Grafarvogi, 0114-05-061708, kennitala 080469-3819, Geir Þórisson.
Með ósk um gæfuríka framtíð þér og þínum til handa,
kær kveðja,
Kristín Sólveig Bjarnadóttir
hjúkrunarfræðingur
Svalbarðsströnd
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- malacai
- godsamskipti
- agbjarn
- agustolafur
- arnih
- arnith
- heilbrigd-skynsemi
- baldvinj
- kaffi
- bjarnihardar
- gattin
- bryndisisfold
- davidlogi
- dofri
- dst
- egillrunar
- esv
- eirikurbergmann
- ea
- feministi
- freedomfries
- gummisteingrims
- gun
- gunnlaugur
- haukurn
- hlynurh
- maple123
- tulugaq
- hrannarb
- hreinsi
- ivarb
- jonthorolafsson
- jonornm
- julli
- kristjanb
- kristjanmoller
- maggib
- graskerid
- maron
- nykratar
- oddgeirottesen
- palmig
- runarhi
- salvor
- sigmarg
- safi
- einherji
- soley
- stebbifr
- kosningar
- sunnadora
- svatli
- saethorhelgi
- thelmaasdisar
- tommi
- vefritid
- tharfagreinir
Athugasemdir
Kristín og Sigfús
Ég vil fyrir hönd frænda míns, Geirs, þakka ykkur innilega. Ég verð djúpt snortin þegar ég les svona og fyllist þakklætis.
Geir finnst fátt betra en að fá góð bréf og myndir. En hann má einungis fá 2 blaðsíður í einu og 5 myndir eða 3 kort. Ég hef keypt mikið af kortum frá hinum ýmsu stöðum landsins og send honum en bara 3 í einu.
Endilega skrifið honum, hann mun svara.
Takk fyrir
Stella Friðgeirsdóttir
stella (IP-tala skráð) 20.3.2007 kl. 20:15
Guðrun Thorisson (IP-tala skráð) 24.3.2007 kl. 21:59
Já, skilaðu honum kveðju mína. Ég mun senda honum bréf innan tíðar.
kk.,
Sigfús
Sigfús Þ. Sigmundsson, 29.3.2007 kl. 08:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.