Þriðjudagur, 20. mars 2007
Er vændi orðið löglegt á Íslandi?
Sumir vilja meina að með nýjum lögum sem samþykkt voru á Alþingi fyrir nokkrum dögum sé vændi orðið löglegt á Íslandi. Á forsíðu Blaðsins er eftirfarandi haft eftir Atla Gíslasyni, lögmanni og þingismanni VG:
"Vændi hefur verið lögleitt á Íslandi og ekkert er því til fyrirstöðu að hér rísi vændishverfi að erlendri fyrirmynd...... Ég tel að það sé nánast búið að lögleiða vændi á Íslandi. Það er reyndar bannað að vera melludólgur en það er ekki refsivert að stunda vændi og þetta opnar leiðina fyrir mansal sem þrífst á vændi.... Það stendur í lögunum að auglýsingar á vændi séu bannaðar. Maður getur hins vegar séð rauð ljós í glugga og tengla inn á upplýsingar á netinu. Opinberar auglýsingar eru túlkaðar þröngt. Rauð ljós og kona sem afklæðir sig í glugga er ekki opinber auglýsing..."
Já, samkvæmt túlkun Atla er með þessum nýju lögum verið að leyfa vændi. Það er þá orðið löglegt að manneskja taki gjald fyrir kynmök svo lengi sem enginn hefur milligöngu um þau viðskipti og svo lengi sem starfsemin er ekki auglýst. Má einstaklingur þá, samkvæmt þessu, ganga um miðbæinn um helgar og bjóða kynlíf fyrir greiðslu svo lengi sem hann gengur ekki um með auglýsingaskilti?
Nú er spurning hvort að vændi aukist hér á landi í kjölfar þessa laga eða hvort það komi alla vegana meira upp á yfirborðið.....
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- malacai
- godsamskipti
- agbjarn
- agustolafur
- arnih
- arnith
- heilbrigd-skynsemi
- baldvinj
- kaffi
- bjarnihardar
- gattin
- bryndisisfold
- davidlogi
- dofri
- dst
- egillrunar
- esv
- eirikurbergmann
- ea
- feministi
- freedomfries
- gummisteingrims
- gun
- gunnlaugur
- haukurn
- hlynurh
- maple123
- tulugaq
- hrannarb
- hreinsi
- ivarb
- jonthorolafsson
- jonornm
- julli
- kristjanb
- kristjanmoller
- maggib
- graskerid
- maron
- nykratar
- oddgeirottesen
- palmig
- runarhi
- salvor
- sigmarg
- safi
- einherji
- soley
- stebbifr
- kosningar
- sunnadora
- svatli
- saethorhelgi
- thelmaasdisar
- tommi
- vefritid
- tharfagreinir
Athugasemdir
Sástu viðtalið við Atla og Bjarna í gær? Ein spurning Atla sem beint var til Bjarna fannst mér einmitt setja þetta í gott samhengi: það er EKKERT hægt að gera í því ef einhver pimpinn í útlöndum sendir stelpurnar sínar hingað til lands til að selja sig. Þar með er komið mansal. Svona rúmt orðuð lög, svona opin löggjöf er til þess fallin að hún sé misnotuð. Upp á yfirborðið já.... það er ekki nóg að eitthvað komi upp á yfirborðið ef það er ekkert hægt að gera í vandamálunum sem skapast um leið. Þetta var rosalega vanhugsað hjá þeim sem sömdu þessi ólög.
Jónína Sólborg Þórisdóttir, 20.3.2007 kl. 19:17
Það lítur út fyrir að þingið hafi ekki áttað sig á því hvað þetta þýðir í raun og veru, þ.e. að vændi er nú í rauninni orðið löglegt....
Sigfús Þ. Sigmundsson, 20.3.2007 kl. 20:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.