Framsókn herjar á VG

VVBIHÞað er greinilegt að Framsóknarflokkurinn er farinn að líta á VG sem höfuðandstæðing sinn í komandi kosningum.  Forystumenn Framsóknar beina spjótum nú í auknu mæli að VG og tveir ofurframsóknarmenn dæla út pistlum hér á blog.is, VG til höfuðs.  Tveir bloggarar fara þarna fremstir í flokki og það eru þeir Pétur Gunnarsson og Björn Ingi Hrafnsson oddviti flokksins í borginni.   Hér er t.d. gott dæmi um eitt af fjölmörgum skotum Péturs á VG: http://hux.blog.is/blog/hux/entry/150782/

Björn Ingi Hrafnsson lætur einnig dæluna ganga og besta dæmið um þessa taktík Framsóknar er nýjasti pistill oddvitans í Reykjavík sem má nálgast hér:

http://bingi.blog.is/blog/bingi/entry/152928/ 

Hér er í raun um að ræða samantekt á gagnrýni á VG undanfarna daga og Björn vitnar m.a. í Moggann máli sínu til stuðnings.  Það er greinilegt að Framsókn telur sig helst geta sótt fylgi til VG í komandi kosningum.  Báðir höfða flokkarnir til landsbyggðarfólks og þar sjá Framsóknarmenn sína helsta von í komandi kosningum....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eygló Þóra Harðardóttir

Hmmm... nei! VG virðist líta á okkur sem höfuðandstæðing sinn. Hvað flokkur var nefndur sérstaklega í ræðu Steingríms J. á flokksþinginu hjá þeim? Var það ekki Framsóknarflokkurinn?  Hvaða flokkur fékk meira að segja sitt eigið barmspjald hjá VG í síðustu borgarstjórnarkosningum, - Aldrei kaus ég Framsókn.  

Þannig að ég held að það sé nú í lagi að berja aðeins frá sér, - nógu langt hefur eineltið gengið!

Eygló Þóra Harðardóttir, 21.3.2007 kl. 09:42

2 Smámynd: Þarfagreinir

Er Framsókn ekki bara fúlt út í VG fyrir að hafa stolið græna litnum?

Þarfagreinir, 21.3.2007 kl. 10:29

3 Smámynd: Sigfús Þ. Sigmundsson

Það verður nú ekki hjá því litið hversu Framsóknarmenn hafa skotið fast á VG að undanförnu.  Ég gæti tekið heilan bálk af tilvitnunum en hef ekki tíma í það.  Bendi fólki bara á að skoða reglulega pistla þessara tveggja auk pistla fleiri Framsóknarmanna.....

Sigfús Þ. Sigmundsson, 21.3.2007 kl. 11:40

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

"Taktann Emil" kölluðu maurarnir til Emils ofurmaurs þar sem hann hékk á nokkrum hárum fílsins. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.3.2007 kl. 12:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigfús Þ. Sigmundsson
Sigfús Þ. Sigmundsson
Stjórnmálafræðingur frá H.Í. og er á lokasprettinum í MPA námi í sama skóla.

Spurt er

Á Ísland að hefja aðildarviðræður við ESB?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband