Mikil samgöngubót fyrir Vestfirði

trollatunguheidiSamkvæmt frétt á visi.is mun vegalengdin milli Ísafjarðar og Reykjavíkur styttast um fjörtíu kílómetra með nýum vegi um Tröllatunguheiði.  Í fréttinni segir m.a.:

"Aðalleiðin milli Ísafjarðar og Reykjavíkur styttist um fjörutíu kílómetra með nýjum vegi um Tröllatunguheiði, sem lagður verður á næstu tveimur árum. Tilboð í vegagerðina voru opnuð í gær og var lægsta boð upp á 660 milljónir króna.....

.......Ljóst er að áhrif þessarar vegagerðar verða víðtækari en margir gæti ætlað við fyrstu sýn. Við opnun vegarins má gera ráð fyrir að sú Vestfjarðaumferð sem nú fer um Holtavörðuheiði og Strandir muni færast að mestu yfir á nýja veginn, enda er þessi leið um 40 kílómetrum styttri.

Hólmavík yrði eftir sem áður í vegarsambandi við Ísafjarðarumferðina en í stað þess að hún fari um Hrútafjörð mun hún fara um Bröttubrekku, Búðardal og Gilsfjörð. Þannig mun nýi vegurinn ekki aðeins efla samskipti milli Hólmavíkur og Reykhólasveitar heldur sennilega skapa Dalamönnum fleiri störf við að þjónusta þá auknu bílaumferð, sem fara mun í gegn hjá þeim."

Sjá hér

40 kílómetra stytting er dágóð stytting og ætti þessi framkvæmd að vera góð búbót fyrir fólk á Vestfjörðum.  Þjóðleiðin til Ísafjarðar hefur vægast sagt verið hrikalega torfærin og löngu kominn tími á að bæta hana.  Ef vilji er til þess að halda úti byggð á Vestfjörðum er nauðsynlegt að samgöngur til og frá svæðinu, og eins innan þess, séu góðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigfús Þ. Sigmundsson
Sigfús Þ. Sigmundsson
Stjórnmálafræðingur frá H.Í. og er á lokasprettinum í MPA námi í sama skóla.

Spurt er

Á Ísland að hefja aðildarviðræður við ESB?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband