Þriðjudagur, 15. maí 2007
Bandarískt heilbrigðiskerfið það dýrasta á meðal ríkra þjóða og jafnframt óskilvirkast
Í námi mínu í Bandaríkjunum gerði ég stutta úttekt þar sem ég bar Norðurlöndin saman við Bandaríkin hvað ýmsa þættir varðar s.s. heilbrigðisþjónustu, menntun, efnahag o.s.frv.. Þessi samantekt var unnin úr tölfræði frá OECD og í stuttu máli þá má segja að Bandaríkin standa mjög illa í samanburðinum t.d. hvað varðar heilbrigðis- og menntakerfið. Þar í landi eyða menn mestu í þessa þætti en árangurinn er með því lakasta sem gerist innan OECD. Hins vegar er óumdeilanlegt að efnahagslega standa Bandaríkin sig einna best þó svo að Norðurlöndin séu ekkert langt undan.
Kíkjum aðeins á tölfræði frá OECD hvað heilbrigðiskerfið varðar. Ef við skoðum fyrst tölur um kostnað við kerfið í Bandaríkjunum í samanburði við kerfin á Norðurlöndum þá lítur dæmið svona út:
Public and private expenditure on health US dollars per capita, calculated using PPPs, 2004 or latest year available (Smellið á myndina til að sjá hana stærri). Heimild: Smellið hér
Eins og sést á þessari mynd þá eru Bandaríkjamenn sem þjóð að eyða langmest í heilbrigðiskerfi sitt í samanburði við önnur ríki OECD þegar bæði einka- og ríkisgeirinn er tekinn saman. Og meira að segja þegar útgjöld einkageirans eru tekin frá eru Bandaríkin að eyða einna mest per íbúa af ríkisfé í heilbrigðiskerfið sitt, eru í fjórða sæti hvað fjármagn úr ríkiskassanum er að ræða. Noregur og Ísland eru mjög ofarlega hvað þetta varðar en ríki eins og Svíþjóð og Danmörk eru nærri meðaltalinu og eyða minna en Bandaríkin úr ríkiskassanum í heilbrigðiskerfið per íbúa. Einkar áhugavert er að sjá stöðu Finna í þessu samhengi en þeir eyða töluvert minna en meðaltal OECD.
OECD ber svo saman árangur heilbrigðiskerfa aðildarríkjanna. Þó svo að það sé erfitt verkefni þykja nokkrar samanburðartölur einna best til þess fallnar að bera kerfin saman. Eitt af því sem þykir vera góður mælikvarði á árangur heilbrigðiskerfis er tíðni nýburadauða í aðildarríkjunum. Hér er sá samanburður:
Infant mortality - Deaths per 1000 live births, 2004 or latest available year Heimild: Smellið hér
Á þessari mynd sést að Mexíkó og Tyrkland skera sig algjörlega úr hvað varðar dauða nýbura, súlur þeirra sprengja skalann. Bandaríkin koma hins vegar í 3. sæti hvað þetta varðar. Þar er tíðni nýburadauða sú þriðja hæsta innan OECD. Hrikalegur árangur ef haft er í huga að Bandaríkin eyða mestum fjármunum í sitt heilbrigðiskerfi. Á þessu súluriti sést svo að Ísland er með lægstu tíðni nýburadauða innan OECD, þriðja lægsta tíðnin er í Svíþjóð, fjórða lægsta í Noregi, Fimmta lægsta í Finnlandi og Danmörk er töluvert ofar.
Samkvæmt þessum samanburði eru Bandaríkin að eyða mest í sitt heilbrigðiskerfi en eru samt með 3. hæstu tíðni nýburadauða innan OECD. Norðurlöndin eru að eyða minna í heildina í sín kerfi og svipað mikið og Bandaríkin þegar bara er horft á ríkisfjármuni sem fara í kerfin. Norðurlöndin eru hins vegar að standa sig mun betur hvað varðar tíðni nýburadauða, þar er tíðnin hvað lægst innan OECD en með þeim hæstu í Bandaríkjunum. Athygli vekur að Finnar eru að eyða litlum fjármunum miðað við meðaltal OECD en jafnframt að ná miklum árangri.
Hægt er að bera saman árangur heilbrigðiskerfa á ýmsan hátt og engin samanburður er fullkominn. OECD segir tíðni nýburadauða einn af bestu mælikvörðunum sem völ er á og samkvæmt honum eru Bandaríkin að ná litlum árangri þrátt fyrir mikið fjáraustur í sitt kerfi. Það staðfestir það sem kemur fram í þessari frétt í Mogganum, þ.e. Bandaríska leiðin er gífurlega dýr og óskilvirk....
![]() |
Bandaríska heilbrigðiskerfið það versta meðal ríkra þjóða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:39 | Facebook
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
malacai
-
godsamskipti
-
agbjarn
-
agustolafur
-
arnih
-
arnith
-
heilbrigd-skynsemi
-
baldvinj
-
kaffi
-
bjarnihardar
-
gattin
-
bryndisisfold
-
davidlogi
-
dofri
-
dst
-
egillrunar
-
esv
-
eirikurbergmann
-
ea
-
feministi
-
freedomfries
-
gummisteingrims
-
gun
-
gunnlaugur
-
haukurn
-
hlynurh
-
maple123
-
tulugaq
-
hrannarb
-
hreinsi
-
ivarb
-
jonthorolafsson
-
jonornm
-
julli
-
kristjanb
-
kristjanmoller
-
maggib
-
graskerid
-
maron
-
nykratar
-
oddgeirottesen
-
palmig
-
runarhi
-
salvor
-
sigmarg
-
safi
-
einherji
-
soley
-
stebbifr
-
kosningar
-
sunnadora
-
svatli
-
saethorhelgi
-
thelmaasdisar
-
tommi
-
vefritid
-
tharfagreinir
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.