Þriðjudagur, 15. maí 2007
Nauðsynlegt að endurskoða kosningakerfið
Það sýndi sig í nýafstöðnum kosningum að núverandi kosningakerfi er ekki að virka sem skildi og er hreinlega ósanngjarnt. Misvægi atkvæða er enn alltof mikið og reglan um 5% atkvæða sé þörf til að komast inn á þing er ósanngjörn og smíðuð af flokkunum sem fyrir eru á þingi til að koma í veg fyrir að nýir flokkar komist þangað inn.
Á visi.is er frétt þar sem segir m.a.:
"Ef öll atkvæði í landinu hefðu jafnmikið vægi hefðu stjórnarflokkarnir fengið 30 þingmenn og fallið en stjórnarandstaðan fengi 33 þingmenn.
Mismörg atkvæði eru á bak við hvern þingmann samkvæmt núverandi kosningakerfi. Þetta gerir það að verkum að stjórnarflokkarnir halda meirihluta þingmanna - 32 - þrátt fyrir að stjórnarflokkarnir séu að fá samtals minnihluta atkvæða eða 48,3 prósent.
Ef landið allt væri eitt kjördæmi og engin fimm prósenta þröskuldur - sem þýðir að flokkur fær ekki þingmann nema fá yfir fimm prósent atkvæða - hefðu þingmennirnir dreifst með nokkuð öðrum hætti en reyndin varð.
Þannig hefði Sjálfstæðisflokkurinn fengið 23 þingmenn en ekki 25. Framsókn fengi 7 eins og í kosningunum nú. Stjórnarflokkarnir hefðu því ekki meirihluta.
Kosningakerfið er ekki hliðhollt Frjálslynda flokknum sem fengi 5 þingmenn ef vægi atkvæða væri jafnt en ekki fjóra.
Íslandshreyfingin myndi hafa tvo þingmenn ef ekki væri 5% þröskuldur. Samfylking væri með 17 þingmenn en ekki átján en þingmannatala Vinstri grænna væri óbreytt"
Sjá hér
Á þessu má ljóst vera að núverandi kerfi er ósanngjarnt. Íslandshreyfingin ætti að vera með mann inni og stjórnin ætti að vera kolfallin ef kosningakerfið væri sanngjarnt. Nú stendur stjórnin hins vegar þrátt fyrir að vera einungis með um 48,3% fylgi. Það sama gerðis í Reykjavík í síðustu borgarstjórnarkosningum, þar stjórna Framsókn og Sjálfstæðisflokkur með minnihluta atkvæða.
Það hlýtur að vera kominn tími á það að lagfæra kosningakerfið þannig að meiri sanngirni sé í því. Einnig legg ég til að þingmenn segi af sér þingmennsku um leið og þeir taki ráðherraembætti. Slíkt myndi auka sjálfstæði Alþingis og slá á ráðherrasýkina margfrægu.....
Misvægi atkvæða í alþingiskosningunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- malacai
- godsamskipti
- agbjarn
- agustolafur
- arnih
- arnith
- heilbrigd-skynsemi
- baldvinj
- kaffi
- bjarnihardar
- gattin
- bryndisisfold
- davidlogi
- dofri
- dst
- egillrunar
- esv
- eirikurbergmann
- ea
- feministi
- freedomfries
- gummisteingrims
- gun
- gunnlaugur
- haukurn
- hlynurh
- maple123
- tulugaq
- hrannarb
- hreinsi
- ivarb
- jonthorolafsson
- jonornm
- julli
- kristjanb
- kristjanmoller
- maggib
- graskerid
- maron
- nykratar
- oddgeirottesen
- palmig
- runarhi
- salvor
- sigmarg
- safi
- einherji
- soley
- stebbifr
- kosningar
- sunnadora
- svatli
- saethorhelgi
- thelmaasdisar
- tommi
- vefritid
- tharfagreinir
Athugasemdir
Já´... ég er alveg sammála að það þarf að breyta kosninga kerfinu.
Benedikt Sigmundsson (IP-tala skráð) 15.5.2007 kl. 21:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.