Sunnudagur, 20. maí 2007
Björn Ingi breytir um kúrs
"Óskastjórnin
Hreinn Loftsson, stjórnarformaður Baugs, hlýtur að vera kátur núna. Kannski dýrasta lesendabréf Íslandssögunnar hafi þá borgað sig eftir allt saman?
Hreinn lét prenta aukablað DV í hundrað þúsund eintökum til þess að geta komið fram með opnugrein sína um draumaríkisstjórnina: ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingarinnar.
Og nú er hún að verða að veruleika. Hreinn hlýtur að verða ánægður. Hann færði rök fyrir því að slík stjórn gæti tekið á margvíslegum og brýnum verkefnum, t.d. einkavæðingu í mennta, heilbrigðis- og orkugeiranum."
Nú virðist hins vegar sem Björn Ingi sé farinn að sjá eftir þessu og aldrei að vita nema samstarfsaðilar hans í borginni hafi bent honum á hversu óviðeigandi þetta sé. Í nýjasta pistli sínum segir Björn Ingi nefnilega eftirfarandi:
"19.5.2007 | 10:29
Kominn í allt annan gír...
Við framsóknarmenn eigum ekki að dvelja um of við ásakanir og vonbrigði vegna myndunar nýrrar ríkisstjórnar. Vissulega eru mikil viðbrigði að fara í stjórnarandstöðu eftir tólf ára samstarf, en í því felast auðvitað allskonar tækifæri sem Framsóknarflokkurinn á hiklaust að nýta sér.
Nýrri ríkisstjórn fylgja auðvitað góðar óskir, ég vona að Samfylkingu og Sjálfstæðisflokki auðnist að vinna landi sínu og þjóðinni gagn á næstu árum. Ég er hið minnsta staðráðinn í að veita henni öflugt og málefnalegt aðhald; hæla henni þegar vel er gert, en gagnrýna þegar það á við.
Í því er fólgin mikil breyting og áskorun fyrir mann sem um margra ára skeið hefur varið ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks af mikilli íþrótt. En tímarnir breytast og nú er flokkurinn minn utan landsstjórnarinnar.
En sjálfur er ég auðvitað hluti af meirihluta í borgarstjórn og þar blasa við óteljandi verkefni á mörgum sviðum; spennandi hlutir að gerast."
Hvað kom Birni Inga í "allt annan gír"? Fékk hann tiltal frá sínum nánasta samstarfsfélaga í borginni?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:19 | Facebook
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- malacai
- godsamskipti
- agbjarn
- agustolafur
- arnih
- arnith
- heilbrigd-skynsemi
- baldvinj
- kaffi
- bjarnihardar
- gattin
- bryndisisfold
- davidlogi
- dofri
- dst
- egillrunar
- esv
- eirikurbergmann
- ea
- feministi
- freedomfries
- gummisteingrims
- gun
- gunnlaugur
- haukurn
- hlynurh
- maple123
- tulugaq
- hrannarb
- hreinsi
- ivarb
- jonthorolafsson
- jonornm
- julli
- kristjanb
- kristjanmoller
- maggib
- graskerid
- maron
- nykratar
- oddgeirottesen
- palmig
- runarhi
- salvor
- sigmarg
- safi
- einherji
- soley
- stebbifr
- kosningar
- sunnadora
- svatli
- saethorhelgi
- thelmaasdisar
- tommi
- vefritid
- tharfagreinir
Athugasemdir
Æ eru þeir ekki alltaf meira og minna opnir í báða enda blessaðir Framsóknarmennirnir.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.5.2007 kl. 17:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.