Fimmtudagur, 11. október 2007
Frítt í strætó fyrir námsmenn 16 ára og eldri en ekki fyrir börn og unglinga..
Eitt af því besta sem fráfarandi meirihluti í borginni skilur eftir sig er tilraun hans til að gefa námsmönnum frítt í strætó. Spennandi verður að sjá þegar fyrstu tölur um aðsókn í vagnanna birtast hvort að raunveruleg aukning hefur verið á farþegafjöldum og þá hversu mikil.
Það verður þó að teljast einkennileg staða að námsmenn eldri en 16 ára fái frítt í strætó á meðan grunnskólanemendur þurfa að borga. Öryrkjar þurfa einnig að borga í strætó á meðan framhaldsskóla- og háskólanemendur fá frítt. Þannig getur t.d. 40 ára mastersnemi í HÍ farið í strætó í allan vetur frítt á meðan börn, unglingar og öryrkjar þurfa að borga.
En auðvitað þarf einhversstaðar að byrja og framtakið er gott. Ef þessi tilraun tekst vel hlýtur sjálfsagt framhald að felast í því að stjórn Strætó bs skoði það alvarlega að hafa almenningssamgöngur gjaldfrjálsar fyrir alla. Ef viðbrögðin verða góð er aldrei að vita nema hér sé komin lausn á þeim umferðarhnútum sem nú myndast á morgnana og á kvöldin.
Það er þó ekki nóg að hætta að taka gjald fyrir almenningssamgöngur til að auka notkun þeirra til muna. Til þarf að koma mun heildstæðari aðgerðir. Þannig þarf t.d. að stórauka tíðni ferða á álagstímum, reisa biðskýli sem halda vatni og vindum, endurnýja vagnaflotann, skipuleggja betra göngu- og hjólreiðastíganet og margt fleira. Allt kostar þetta peninga og það væri ekki órökrétt að ríkisstjórnin kæmi að slíku átaksverkefni enda inniheldur stefnuyfirlýsing hennar fyrirheit um eflingu almenningssamgangna í landinu.
Með samstilltu átaki má bjarga Reykjavík og höfuðborgarsvæðinu öllu frá því að líkjast Houston í Texas meir og meir. Stórefldar almenningssamgöngur geta gert rándýrar umferðarslaufur og fjögurra akreina stofnbrautir óþarfar. Þannig má færa rök fyrir því að fjármunir sem lagðir verða í eflingu almenningssamgangna skili sér aftur í formi minna fjárausturs í rándýr umferðarmannvirki sem á endanum skila því einu að sundurgrafa borgina....
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:02 | Facebook
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- malacai
- godsamskipti
- agbjarn
- agustolafur
- arnih
- arnith
- heilbrigd-skynsemi
- baldvinj
- kaffi
- bjarnihardar
- gattin
- bryndisisfold
- davidlogi
- dofri
- dst
- egillrunar
- esv
- eirikurbergmann
- ea
- feministi
- freedomfries
- gummisteingrims
- gun
- gunnlaugur
- haukurn
- hlynurh
- maple123
- tulugaq
- hrannarb
- hreinsi
- ivarb
- jonthorolafsson
- jonornm
- julli
- kristjanb
- kristjanmoller
- maggib
- graskerid
- maron
- nykratar
- oddgeirottesen
- palmig
- runarhi
- salvor
- sigmarg
- safi
- einherji
- soley
- stebbifr
- kosningar
- sunnadora
- svatli
- saethorhelgi
- thelmaasdisar
- tommi
- vefritid
- tharfagreinir
Athugasemdir
Ánægjulegt að þú sért vaknaður.
Hreinn Hreinsson, 21.10.2007 kl. 20:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.