Íslenska krónan fyrst og fremst kjaraskerðingartól?

Pétur Blöndal

Í Fréttablaðinu í dag (bls. 4) er eftirfarandi haft eftir Pétri Blöndal þingmanni Sjálfstæðisflokks:

Pétur er ósammála því. „Það þarf að breyta neyslumynstri þjóðarinnar. Ef evran er tekin upp án þess, þá kaupum við okkur bara þrjá jeppa í stað tveggja, vegna lágra vaxta. Þá mundi atvinnuleysi aukast þar sem ekki er hægt að grípa til gengisfellinga, til dæmis í kjölfar óskynsamlegra kjarasamninga.“

Þarna er hann að leggja út frá fullyrðingu Jónasar Haralz (í Silfri Egils í gær) um nauðsyn þess að ganga í ESB og taka upp Evru.

 Tvennt vekur athygli í svari Péturs:

1. Samkvæmt þessu er aðalástæða þess að halda skuli íslensku þorskkrónunni sú að með henni er hægt að grípa til gengisfellinga og skerða þar með kjör launafólks eftir "óskynsamlega" kjarasamninga. 

2. Helsta ráðið sem Pétur hefur varðandi núverandi stöðu efnahagsmála er að "breyta neyslumynstri þjóðarinnar".  Hvernig er það framkvæmt?  Ég hélt að Pétur væri fylgismaður frjáls markaðar og sjálfsákvörðunarréttar fólks til þess að stýra sinni neyslu sjálft...

Þarna opinberar Pétur af hverju Sjálfstæðismenn vilja ekki ganga í ESB.  Jú, ef við göngum í ESB og tökum upp Evru geta atvinnurekendur og ráðandi öfl í þjóðfélaginu ekki lengur notað gengisfellingu til að taka til baka kjarabætur launafólks!  Innganga myndi líka þýða það að erfiðara verður að "stýra neyslumynstri" þjóðarinnar. Lánakjör yrðu nefnilega alltof hagstæð og hætta á að slík kjarabót myndi skila sér í því að fólk kaupi sér betri bíla og leyfi sér að fara í sumarfrí til útlanda......


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigfús Þ. Sigmundsson
Sigfús Þ. Sigmundsson
Stjórnmálafræðingur frá H.Í. og er á lokasprettinum í MPA námi í sama skóla.

Spurt er

Á Ísland að hefja aðildarviðræður við ESB?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband