Miðvikudagur, 3. janúar 2007
Samfélags- og stjórnmálaumræða á Íslandi í dag
Samfélags- og stjórnmálaumræða á Íslandi er orðin harkalegri í dag en hún var fyrir nokkrum árum. Minnir þessi aukna harka á þá tíma er kalda stríðið stóð sem hæst og þjóðin skiptist í tvær fylkingar, með og á móti hernum eða með eða á móti aðild Íslands að NATO. Orsök þessa liggur í nokkrum málum sem hafa verið mjög umdeild á Íslandi undanfarin ár og má í því sambandi nefna stuðning ríkisstjórnarinnar við Íraksstríðið, fjölmiðlamálið, eftirlaunafrumvarpið og Kárahnjúkavirkjun. Þessi mál höfðu/hafa öll þau einkenni að þjóðin skiptist í tvo álíka stóra hópa, með og á móti, og ágreiningurinn var/er það alvarlegur að úr hefur orðið meiri heift, illindi og átök en áður hefur verið þ.e. frá því að kaldastríðsátökin áttu sér stað.
Það er ekki heillavænlegt þegar svo mikil illindi og átök eiga sér stað í litlu samfélagi. Þessu fylgja oft harðar árásir á einstaklinga og þeim geta oft fylgt mikil særindi. Slíkar persónulegar árásir eru almennt mjög niðurdrepandi og engum málstað til hagsbóta. Það er von undirritaðs að þessu tímabili fari nú senn að ljúka svo hægt verði að byggja upp á ný í stað þess að rífa niður. Við þurfum að snúa bökum saman og vinna að betra samfélagi og nýtingu þeirra fjölda tækifæra sem Íslandi bjóðast í framtíðinni.
Það er með þessu hugarfari sem ég hef þetta blog mitt. Ég er þó ekki fullkominn frekar en aðrir og get engan veginn útilokað að einhvern tíma eigi ég eftir að detta í þann farveg sem ég lýsi hér að ofan en ég mun a.m.k. reyna mitt besta til þess að svo verði ekki. Með þessum orðum er ég ekki að segja að ekki megi gagnrýna eitt né neitt heldur er ég einungis að kalla eftir uppbyggilegri umræðu, málefnalegri gagnrýni og minna skítkasti.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 4.1.2007 kl. 00:10 | Facebook
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- malacai
- godsamskipti
- agbjarn
- agustolafur
- arnih
- arnith
- heilbrigd-skynsemi
- baldvinj
- kaffi
- bjarnihardar
- gattin
- bryndisisfold
- davidlogi
- dofri
- dst
- egillrunar
- esv
- eirikurbergmann
- ea
- feministi
- freedomfries
- gummisteingrims
- gun
- gunnlaugur
- haukurn
- hlynurh
- maple123
- tulugaq
- hrannarb
- hreinsi
- ivarb
- jonthorolafsson
- jonornm
- julli
- kristjanb
- kristjanmoller
- maggib
- graskerid
- maron
- nykratar
- oddgeirottesen
- palmig
- runarhi
- salvor
- sigmarg
- safi
- einherji
- soley
- stebbifr
- kosningar
- sunnadora
- svatli
- saethorhelgi
- thelmaasdisar
- tommi
- vefritid
- tharfagreinir
Athugasemdir
Þetta eru góð upphafsorð. Stefnan sett á Jákvæðnistan. Heimir
Heimir Snorrason (IP-tala skráð) 4.1.2007 kl. 08:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.