Nafnleysi á netinu

zorroMikil umræða var á tímabili um nafnleysi á netinu og sýndist sitt hverjum.  Helsta gagnrýnin kom úr röðum blaðamanna og gott ef ritstjóri Morgunblaðsins hafi ekki gengið hart fram í gagnrýni sinni á "nafnleysingjana á Málefnunum". Helstu vettvangar "nafnleysingja" hafa verið á vefum eins og www.malefnin.com, www.barnaland.is og www.alvaran.com.   Nú hefur blog.is náð að festa sig í sessi sem einn helsti vettvangur nafnleysingja eins og eftirfarandi "nikk" eru gott dæmi um :

Freedomfries
Púkinn
Launarorðið er frelsi
CactusBuffsack
magaadgerd
Pollurinn
Plato

Allt eru þetta svokallaðir nafnleysingjar á netinu, þ.e. viðkomandi kemur ekki fram undir nafni heldur skýlir sér á bakvið tilbúið nafn.  Auk þessara notenda er ómögulegt að sannreyna hvort að aðrir sem skrifa undir "nafni" skrifi undir sínu rétta nafni.  T.d. er hér notandi sem skrifar undir nafninu Birgir en þeir sem bera það nafn eru ansi margir og án föðurnafnsins er órekjalegt hver þar er á ferð.  Einnig getur hver sem er skrifað undir vitlausu nafni eða dulefni í athugasemdum við bloggið.

Það er því nokkuð skondið að þeir sem hafa gengið hvað harðast fram í gagnrýni sinni á skrif fólks undir nafnleynd standi nú fyrir tveimur af stærstu slíkum vefum á landinu, þ.e. blog.is og barnaland.is.  Heitir þetta ekki að kasta steinum úr glerhúsi?

En eftir stendur sú spurning hvort það sé slæmt eða gott að fólk geti tjáð sig undir nafnleynd.  Af hverju kýs t.d. sá sem skrifar Staksteina að gera það undir nafnleynd?  Af hverju kaus Halldór Laxness að hefja feril sinn í Mogganum með að skrifa undir dulnefninu Snær Svinni á sínum tíma?  Af hverju kvitta þeir sem skrifa leiðara Morgunblaðsins ekki undir með nafni?

Mín skoðun er sú að það sé gott fyrir málfrelsið að fólk geti tjáð sig undir dulnefni.  Það eru margar ástæður fyrir því að fólk vill gera það.  Sumir gera það t.d. af ótta við að skoðanir þeirra gætu haft áhrif á starfsöryggi þeirra og starfsframa.  Ekki er að furða þó fólk hugsi svona ef litið er til aðgerða stjórnvalda t.d. gagnvart Mannréttindaskrifstofu Íslands.  Aðrir gera þetta hins vegar til að ata skíti og aur á menn og málefni.  Þá þarf að stoppa.   Einhvern vegin þurfum við að setja lög og reglur um netið þannig að tryggt sé að hægt sé að rekja ummæli þeirra sem skrifa undir dulnefni til þeirra ef þeir brjóta lög um meiðyrði o.sfrv.  Það þarf að vera hægt að sækja þá til saka sem misnota sér það að skrifa undir dulnefni með því t.d. að níða einstaklinga í svaðið eða bera út róg.

Slíku verður þó erfitt að fylgja eftir vegna tæknilegra örðugleika.  Þeir sem virkilega vilja brjóta af sér og komast upp með það eiga alltaf eftir að finna leiðir til þess að koma í veg fyrir að þeim verði náð.  Opinberir vefir eins og blog.is, barnaland.is og malefnin.com ættu þó að geta gengið undan með góðu fordæmi og setja reglur um þessi mál t.d. hvenær réttlætanlegt sé að gefa upp ip tölur þeirra sem skrifa undir dulnefni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það kemur nú skýrt fram á Freedomfries, ágætri síðu Magnúsar Sveins Helgasonar sagnfræðings, hver stendur að henni.

Stefán (IP-tala skráð) 21.2.2007 kl. 13:51

2 Smámynd: Sigfús Þ. Sigmundsson

Ok.  Ég fann ekkert um hver var þar á ferð þegar ég var að reyna að finna útúr því.  Þegar smellt er á "um höfundinn" kemur ekkert fram hver þar er á ferð.  En þessi síða er reyndar algjör snilld og enginn ætti að skammast sín fyrir að skrifa það sem þar er skrifað.  Takk fyrir að benda mér á hver höfundurinn er hef lengi verið að velta því fyrir mér.

P.S.  Þetta komment hjá þér er gott dæmi um dulnefni á netinu, Stefán segir manni ekkert um hver hér er á ferð enda eru þeir ansi margir sem bera þetta nafn hér á landi.

Sigfús Þ. Sigmundsson, 21.2.2007 kl. 13:55

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég veit bara að ef það hefði komið fyrir á Málefnunum.com að öll lykilorð hefður verið birt þá hefði ég verið fleginn lifandi.  Svo mikið er víst. 

Annars er verið að yfirfara reglurnar einmitt til að laga betur spjallsvæðið.  Þar leggja margir hönd á plóginn, þ.e. málverjar sjálfir. Vonandi kemur eitthvað gott út úr því.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.2.2007 kl. 14:38

4 Smámynd: Ebenezer Þórarinn Böðvarsson

Gott mál! Möguleikinn á nafnleysi er afskaplega nauðsynlegur eins og þú bendir á. En ég er ósammála því að það þurfi að vera hægt að rekja allar færslur því það er ekki raunverulegt nafnleysi. Það er t.d. ekki nafnleysi gagnvart yfirvöldum og hvað segir okkur að við getum treyst þeim? 

Ég er því bæði ósammála setningu laga um netið vegna af þeim ástæðum og eins þeim að þau lög og reglur myndu aldrei standa. Ég tengi mig t.d. bara á þráðlausa netið hjá nágranna mínum ef ég þarf að vera alveg nafnlaus (ekki gerst enn...).   

Ebenezer Þórarinn Böðvarsson, 21.2.2007 kl. 17:40

5 Smámynd: Fræðingur

Reyndar þá tókst þeim hér á blog.is að sýna kennitölur allra í dag, svo að nafnleyndin hjá notendum hér er mjög brothætt.

Fræðingur, 21.2.2007 kl. 17:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigfús Þ. Sigmundsson
Sigfús Þ. Sigmundsson
Stjórnmálafræðingur frá H.Í. og er á lokasprettinum í MPA námi í sama skóla.

Spurt er

Á Ísland að hefja aðildarviðræður við ESB?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 33211

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband