Færsluflokkur: Bloggar

Pálmi Gunnarsson byrjaður að blogga

palmigBlog.is er alltaf að verða öflugri og skemmtilegri vettvangur skoðanakipta og framsetningu ýmiskonar efnis.  Á hverjum degi bætast nýir pennar við og sumir þeirra hafa verið þekktari fyrir aðra iðju en skriftir hingað til.  Datt inn á blogg Pálma Gunnarssonar fyrrum Icy-tríós meðlims í dag.  Vel við hæfi að hann hefji skriftir nú í aðdraganda "Júróvisíón".  Hér er bloggið hans:

http://palmig.blog.is/blog/palmig/

Ekki er Pálmi síðri penni en söngvari.  Ég las nokkra af fyrstu pistlum hans og líst stórvel á.  Slær jafnvel Gleðibankanum við.  Mæli eindregið með bloggi Pálma.  Kíkið endilega þarna inn.....


Thelma Ásdísardóttir byrjar að blogga

typing2-web-RS-264x386Það er oft fróðlegt að kíkja á síðuna "Ný blogg" hér á blog.is.  Ef rennt er yfir listann yfir nýja bloggara rekst maður nefnilega oftar en ekki á ný og áhugaverð blogg.  Stundum eru þetta vinir eða kunningjar og stundum einhver þekktur úr þjóðfélaginu.   Rakst í dag á ansi áhugavert nýtt blogg en það er á vegum hennar Thelmu Ásdísardóttur.   Bloggið má nálgast á slóðinni:

http://thelmaasdisar.blog.is/blog/thelmaasdisar/

Býð Thelmu hjartanlega velkomna í hóp okkar bloggara.  Mun fylgjast reglulega með bloggi þessarar hugrökku konu, býst fastlega við að hún hafi mikið fram að færa......


"Nautasæði sem hárnæring"

Go4473835jdhdshullÉg skrepp stundum í sund í Vesturbæjarlaugina.  Af einhverjum ástæðum liggur nýjasta eintak Bændablaðsins oft þar í bunkum og tek ég yfirleitt eintak með mér, mér til fróðleiks og skemmtunnar.  Þar er hægt að lesa margt gagnlegt t.d. um nýjungar í landbúnaði .   Í blaðinu er einnig oftast að finna margar skondnar fréttir sem ekki sjást í öðrum miðlum.   Til að byrja með langar mig til þess að deila eftirfarandi forsíðufrétt úr síðasta tölublaði með ykkur:

"Nautasæði sem hárnæring
Ef hár þitt er glanslaust og strítt ættir þú að athuga þann möguleika að smyrja nautasæði í lokkana.  Það ráðleggur breskur hárgreislumeistri a.mk.
Verulegt magn af dönsku nautasæði gæti verið á leiðinni í breskar hárgreiðslustofur.  Í london hefur hárgreiðslumeistari nefnilega boðið  upp á sérstaka nautasæðismeðferð á hári.
Fyrir sem svarar 620 dkr. getur viðskiptavinurinn fengið hár sitt meðhöndlað með nautasæði og muldum jurtarótum, að sögn fréttastofunnar ananova.com.  Efnunum er nuddað í hársvörðinn , viðskiptavinurinn fær því næst gufuhjálm á höfuðið og að lokum er hárið þurrkað.
Meðferðin tekur 45 mínútur og árangurinn ku vera mjúkt og þykkt hár" 
Heimild: Bændablaðið 27. febrúar."

Það er greinilegt að þarna sér ritstjórn Bændablaðsins sóknartækifæri fyrir íslenska bændur og um að gera að kýla á þetta hér á landi.

Aðrar fréttir sem vöktu athygli mína í þessu eintaki Bændablaðsins báru fyrirsagnir eins og:

"Nýtt riðutilfelli í Hrunamannahreppi"

"Bólusetning ásetningslamba gegn garnaveiki"

"Ekki sjálfgefið að raforkuframleiðsla sé gullnáma" (var búið að segja Geira og Nonna frá þessu?)

"Leita mynda af svarfdælskum kirkjum"

"Enn er deilt hvort minnkur sleppi úr búrum eða ekki"

"Í fjarnámi með slímlínutengingu"

"Brjóstmynd af Lenín á Suðurskautslandinu

"Kínverskir bændur í uppreisnarhug"

"Hamingjan mikilvægari en peningarnir"

"Indónesía heldur upp á ár gríssins án gríss"

"Fræðslufundur um geldstöðufóðrun"

"Framleiðnisjóður styrkir rannsóknir á veiruskitu"

Af ofantöldu er ljóst að Bændablaðið markar sér mikla sérstöðu á íslenskum blaðamarkaði.  Blaðið hefur bæði fræðslugildi varðandi það sem er að gerast í landbúnaðarmálum á Íslandi og svo hefur það ótvírætt skemmtanagildi eins og ofangreind dæmi sanna.  Hvet alla til að kíkja öðru hvoru á Bændablaðið.......


Innlegg í jafnréttisurmæðuna...

fiftiesMikil umræða hefur verið um jafnréttismál að undanförnu. Hefur sú umræða farið út í full mikla hörku á köflum að mínu mati.  Ég fékk sent myndband í dag þar sem slegið er á létta strengi í þessum málum en með alvarlegum undirtón þó.  Það býr nefnilega ansi mikill boðskapur í þessu myndbandi sem ég hvet alla til að horfa á. Tær snilld:

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Fréttamynd ársins?

Ég held að félag blaðaljósmyndara þurfi ekki að leita langt yfir skammt til að finna fréttaljósmynd ársins fyrir þetta ár.  Hún er hér:

gudniskyr

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Myndin er á forsíðu Fréttablaðsins í dag og var tekin við upphaf Food and Fun hátíðarinnar.  Hún greip mig strax þegar ég sá blaðið í morgun.  Fýlulegur svipur Guðna þegar hann er að mata kokkinn er óborganlegur í samhengi við svip kokksins og hressilegan svip Sigga Hall.

Hreinlega óborganleg mynd sem hlýtur að vera tilnefnd fréttamynd ársins að ári (þó árið sé rétt að byrja get ég ekki ímyndað mér að betri mynd komi fram á árinu).


Leyndu gullmolarnir

HuntingforHiddenGoldBookCoverÞað eru ótrúlega margir sem eru byrjaðir að blogga hér á blog.is.  Nokkrir bloggarar eru mjög áberandi og fá mikla lesningu.  Oft eru þeir vinsælustu vel að athyglinni komnir en oft er gæði blogga þeirra vinsælustu hins vegar ekkert meira en margra þeirra sem ekki eru mikið lesnir og stundum eru gæðin hreinlega ákaflega lítil (nefni engin nöfn).  Mig langar hér til að kalla eftir ábendingum bloggara um gæðabloggara sem týnst hafa í fjöldanum.   Helst myndi ég vilja fá ábendingar um bloggara sem leggja mikla vinnu í pistla sína og búa oft yfir mikilli sérþekkingu sem þeir miðla á blogginu sínu og áhuvavert er að lesa.

Ég ætla að brjóta ísinn og benda á áhugaverðan bloggara sem ég rakst á hér um daginn.  Hann er verkfræðingur og fjallaði í nýlegri færslu um kenningu dansks vísindamanns sem gæti kollvarpað kenningum um hlýnun jarðar vegna gróðurhúsalofttegunda.  Maðurinn heitir Ágúst Bjarnason og hvet ég ykkur til að kíkja á bloggið hans sem má nálgast hér.

Svo hlakka ég til að sjá ykkar ábendingar hér í athugasemdakerfinu um leynda gullmola.... 


Auglýsingar á salernispappír!

windows_toilet_paperAf hverju datt mér þetta ekki í hug?  Norðmenn eru sagðir hafa fundið upp ostaskerann vegna nísku sinnar og nú finna þeir upp á því að nýta salernispappírinn undir auglýsingar.  Hvernig ætli hann Egill hafi fundið upp á þessu?  Oft verða til góðar hugmyndir á ólíklegustu stöðum og spurning er hvar þessi kom upp í kollinn.  

Get ekki beðið eftir að fá auglýsingarnar á salernið líka.  Það var eiginlega orðinn eini staðurinn sem var eftir.....

Sjá frétt hér fyrir neðan:


mbl.is Norðmaður fær einkaleyfi á að auglýsa á salernisrúllum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nafnleysi á netinu

zorroMikil umræða var á tímabili um nafnleysi á netinu og sýndist sitt hverjum.  Helsta gagnrýnin kom úr röðum blaðamanna og gott ef ritstjóri Morgunblaðsins hafi ekki gengið hart fram í gagnrýni sinni á "nafnleysingjana á Málefnunum". Helstu vettvangar "nafnleysingja" hafa verið á vefum eins og www.malefnin.com, www.barnaland.is og www.alvaran.com.   Nú hefur blog.is náð að festa sig í sessi sem einn helsti vettvangur nafnleysingja eins og eftirfarandi "nikk" eru gott dæmi um :

Freedomfries
Púkinn
Launarorðið er frelsi
CactusBuffsack
magaadgerd
Pollurinn
Plato

Allt eru þetta svokallaðir nafnleysingjar á netinu, þ.e. viðkomandi kemur ekki fram undir nafni heldur skýlir sér á bakvið tilbúið nafn.  Auk þessara notenda er ómögulegt að sannreyna hvort að aðrir sem skrifa undir "nafni" skrifi undir sínu rétta nafni.  T.d. er hér notandi sem skrifar undir nafninu Birgir en þeir sem bera það nafn eru ansi margir og án föðurnafnsins er órekjalegt hver þar er á ferð.  Einnig getur hver sem er skrifað undir vitlausu nafni eða dulefni í athugasemdum við bloggið.

Það er því nokkuð skondið að þeir sem hafa gengið hvað harðast fram í gagnrýni sinni á skrif fólks undir nafnleynd standi nú fyrir tveimur af stærstu slíkum vefum á landinu, þ.e. blog.is og barnaland.is.  Heitir þetta ekki að kasta steinum úr glerhúsi?

En eftir stendur sú spurning hvort það sé slæmt eða gott að fólk geti tjáð sig undir nafnleynd.  Af hverju kýs t.d. sá sem skrifar Staksteina að gera það undir nafnleynd?  Af hverju kaus Halldór Laxness að hefja feril sinn í Mogganum með að skrifa undir dulnefninu Snær Svinni á sínum tíma?  Af hverju kvitta þeir sem skrifa leiðara Morgunblaðsins ekki undir með nafni?

Mín skoðun er sú að það sé gott fyrir málfrelsið að fólk geti tjáð sig undir dulnefni.  Það eru margar ástæður fyrir því að fólk vill gera það.  Sumir gera það t.d. af ótta við að skoðanir þeirra gætu haft áhrif á starfsöryggi þeirra og starfsframa.  Ekki er að furða þó fólk hugsi svona ef litið er til aðgerða stjórnvalda t.d. gagnvart Mannréttindaskrifstofu Íslands.  Aðrir gera þetta hins vegar til að ata skíti og aur á menn og málefni.  Þá þarf að stoppa.   Einhvern vegin þurfum við að setja lög og reglur um netið þannig að tryggt sé að hægt sé að rekja ummæli þeirra sem skrifa undir dulnefni til þeirra ef þeir brjóta lög um meiðyrði o.sfrv.  Það þarf að vera hægt að sækja þá til saka sem misnota sér það að skrifa undir dulnefni með því t.d. að níða einstaklinga í svaðið eða bera út róg.

Slíku verður þó erfitt að fylgja eftir vegna tæknilegra örðugleika.  Þeir sem virkilega vilja brjóta af sér og komast upp með það eiga alltaf eftir að finna leiðir til þess að koma í veg fyrir að þeim verði náð.  Opinberir vefir eins og blog.is, barnaland.is og malefnin.com ættu þó að geta gengið undan með góðu fordæmi og setja reglur um þessi mál t.d. hvenær réttlætanlegt sé að gefa upp ip tölur þeirra sem skrifa undir dulnefni.


Hrós er hressandi

complimentEf okkur mislíkar eitthvað erum við flest mjög fljót til að kvarta.  Þetta getur átt við um þjónustu, samstarfsfélaga, fjölskyldu o.sfrv.  Það virðist hins vegar vera töluvert lengra í það hjá okkur að hrósa fyrir það sem vel er gert.  Hefur einhver lesandi t.d. hrósað þjónustufulltrúanum hjá bankanum fyrir að allt gangi ávallt eins og smurt í samskiptum, reikningar borgaðir á réttum tíma o.sfrv.  Nei, sennilega ekki.  En ef eitthvað klikkar, t.d. reikningur ekki borgaður á réttum tíma, erum við yfirleitt fljót til að kvarta og láta viðkomandi heyra það, er það ekki?

Ég tók meðvitaða ákvörðun fyrir nokkrum árum að hrósa oftar þegar sérstaklega vel væri gert t.d. í þjónustu sem mér er veitt.  Þetta byrjaði á því að ég lenti í vandræðum með rúðurþurrkurnar á bílnum og fór á bensínstöð Olís til að fá nýjar.  Sá sem þjónustaði mig þar veitti mér nær fullkomna þjónustu, viðmótið var frábært, hann skipti um þurrkurnar þrátt fyrir að festingarnar væru allar ryðgaðar saman (þurfti að losa þær gömlu með sér áhaldi og miklu veseni) og þær virkuðu ákaflega vel á eftir.  Í kjölfarið sendi ég tölvupóst á þann aðila hjá Olís sem ég taldi vera næsta yfirmann þessa starfsmanns og þakkaði fyrir þá framúrskarandi þjónustu sem ég hafði þarna fengið.  Fékk svo svar þar sem yfirmaðurinn óskaði eftir upplýsingum um á hvaða stöð Olís þetta hafi verið og hvernig starfsmaðurinn hafi litið út.  Líklega hefur yfirmaðurinn ætlað að verðlauna viðkomandi starfsmann einhvern veginn eða a.m.k. þakka honum vel unnin störf (eða það er alla vegana mín von).

Ég lét ekki staðar numið við þetta eina hrós.   Ég hef haft þjónustufulltrúa í aðalútibúi Landsbankans í mörg ár og hefur hún veitt mér ótrúlega góða og lipra þjónustu í gegnum tíðina.  Þegar ég óska eftir einhverju líður sjaldnar lengra en 20-30 mínútur þar til allt er frágengið.  Ég tók mig því til og sendi hennar næsta yfirmanni þakkarpóst fyrir þessa frábæru þjónustu sem ég fengi og nafngreindi þjónustufulltrúann að sjálfsögðu.  Fékk þakkarpóst frá þessum yfirmanni og stuttu seinna fékk ég þakkarpóst frá sjálfum þjónustufulltrúanum sem sagði mér að yfirmaðurinn hafi haft samband við sig í kjölfarið og þakkað góð störf.  Vonandi hefur þetta hjálpað henni í næsta launaviðtali.

Þessi hrósmenning hefur svo smitast út til annara fjölskyldumeðlima.  Einn þeirra var í námi í Bandaríkjunum nýverið og þurfti mikið að hafa samskipti við fulltrúa hjá LÍN vegna námslána.  Skemmst er frá því að segja að þessi fulltrúi hjá LÍN veitti ótrúlega góða þjónustu.  Ættinginn tók sig því til og sendi næsta yfirmanni þessa fulltrúa póst þar sem þakkað var fyrir frábæra þjónustu fulltrúans.  Skömmu seinna kom tölvupóstur frá fulltrúanum þar sem það var engu líkara en viðkomandi væri að hoppa um gólf af ánægju, kæti og sæluvímu.  Yfirmaðurinn hafði nefnilega haft samband og hrósað henni fyrir vel unnin störf.  Í þessum tölvupósti lýsti fulltrúinn því hversu sjaldgæft þetta væri, öllu algengara væri að fá kvartanir og leiðindi.  Þetta hefði því verið ótrúlega ánægjuleg tilbreyting og hún sagðist myndi lifa á þessu næstu daga.

Já, það þarf ekki mikið til að hafa jákvæð áhrif.   Einn stuttur tölvupóstur til að þakka vel unnin störf getur hrundið af stað röð hrósa og stuðlað að betri líðan fólks sem fá hrósið.   Ég hvet fólk til að hrósa oftar fyrir vel unnin störf og ekki líta á það sem sjálfsagðan hlut þegar óvenju góð þjónusta er innt af hendi.   Þó oft sé ástæða til að kvarta þá er örugglega oftar ástæða til að hrósa.  Svo er það líka miklu skemmtilegra...... 


Er beðið eftir banaslysi?

milubrautBirgir Þór Bragason varaði við beygjunni á nýju Hringbrautinni talsvert áður en fyrsti bíllinn keyrði á girðinguna og fór yfir á hinn vegarhelminginn. Síðan hafa þrír bílar farið þarna yfir, nú síðast í gær. Ég hreinlega skil ekki af hverju ekkert er gert í þessum málum. Nú eru margir mánuðir eða heilt ár síðan fyrsta atvikið átti sér stað en samt hefur ekkert verið gert til að auka öryggi vegfarenda.  Birgir hefur bent á að vegrið á þessum kafla myndi bæta öryggið til muna.  Ekkert hefur verið hlustað á þessar ráðleggingar hvað þá að eitthvað hafi verið gert í málunum.   Hvað er svona erfitt við að setja upp vegrið á þessum kafla? Kennir nýr meirihluti í borginni sig ekki við framkvæmdastjórnmál? 

Ég keyrði þarna um í gærkveldi og nú er ekki einu sinni girðingu til að dreifa og engar ráðstafanir gerðar til að vara fólk við þessari hættu.  Hvað gerist ef einhver fer of skarpt í þessa beygju á næstu dögum og það er ekki einu sinni girðing til að draga úr hraða bílsins og hann lendir framan á bíl sem er að keyra úr gagnstæðri átt?  Þarf virkilega banaslys til að eitthvað verði gert?


mbl.is Miklubraut lokað vegna áreksturs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Höfundur

Sigfús Þ. Sigmundsson
Sigfús Þ. Sigmundsson
Stjórnmálafræðingur frá H.Í. og er á lokasprettinum í MPA námi í sama skóla.

Spurt er

Á Ísland að hefja aðildarviðræður við ESB?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 33160

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband