Fimmtudagur, 30. október 2008
Allir á völlinn!
Kl. 18:10 verður leikinn mikilvægasti leikur sem íslenskt knattspyrnulið hefur leikið hingað til. Ef íslenska kvennalandsliðið nær 0-0 jafntefli eða sigrar Íra erum við komin á stórmót í knattspyrnu í fyrsta skiptið í Íslandssögunni, hvorki meira né minna.
Ef íslenskt karlalandslið ætti möguleika á slíku væri löngu uppselt á leikinn. Sýnum nú stuðning í verki og sameinumst um að fylla Laugardalsvöll. Tryggjum íslenska landsliðinu sigur og þar með þáttöku í úrslitum EM.
„Kominn tími á jákvæðar fréttir“ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 09:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 23. október 2008
Væri spennandi að fá skoðanakönnun núna
Ég hef ekki séð neina skoðanakönnun á fylgi flokkanna eftir að efnahagsáfallið dundi yfir þjóðina. Það verður spennandi að sjá hver áhrif umrótsins á fylgi flokkanna verður. Erum við að fara að sjá umbreytingu í fylgi fjórflokkanna?
Hvet Fréttablaðið, Félagsvísindastofnun og Gallup til að koma með eins og eina könnun á næstu dögum!
Mánudagur, 20. október 2008
Hvað vilja ESB-andstæðingar gera í gjaldmiðilsmálum?
ESB-sinnar vilja ganga í ESB og taka upp evru í kjölfarið. Þeir telja Evrópusambandsaðild og upptöku evru vænlega leið til þess að koma á stöðugleika í íslensku efnahagslífi.
En hvað vilja ESB-andstæðingar gera nú þegar ljóst er að það gengur ekki að halda í íslensku krónuna? Er ekki kominn tími á að það fólk komi með tillögu að lausn gjaldmiðilismálsins? Eða er þetta fólk kannski ennþá á þeirri skoðun að íslenska krónan eigi sér framtíð? Telja ESB-andstæðingar að smæsti gjaldmiðill heims sé ákjósanlegur til þess að skapa stöðugleika á Íslandi til framtíðar litið?
Ég kalla hér með eftir tillögum ESB-andstæðinga að stefnu í gjaldmiðilsmálum landsins.
Föstudagur, 17. október 2008
ESB aðild sögð bjarga Írum
Brian Cowen, forsætisráðherra Íra, segir aðild Íra að ESB bjarga þeim í dag. Ef þeir væru ekki í ESB væru Írar líklega jafn illa settir og Ísland. Hann segir að Seðlabanki Evrópu hafi skipt sköpun fyrir Íra í öldurótinu sem nú ríkir í efnahag heimsins.
Ungverjar fengu í gær stuðning Evrópska Seðlabankans í þeirra hremmingum. Sá stuðningur er talinn bjarga þeim frá því versta.
Og svo halda ESB andstæðingar á Íslandi því fram að ekkert væri öðruvísi hér á landi ef við værum í ESB á þessum tímum. Hvernig má það standast?
ESB bjargaði okkur segir Cowen | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 16. október 2008
Ungverjar fá lán frá Seðlabanka Evrópu
ESB andstæðingar hafa haldið því fram að ef Ísland væri aðili að ESB í dag hefði það ekki breytt neinu. Þeir hafa haldið því fram að Seðlabanki Evrópu hefði ekki lánað okkur til þrautavara í þeirri stöðu sem við erum í.
Nú eru Ungverjar í ESB og eru að lenda í vandræðum vegna efnahagskrísunnar. Á vef FT kemur eftirfarandi fram:
"Hungarys central bank has turned to the European Central Bank for a 5bn credit line after a day of financial uncertainty during which the countrys currency and stock market fell sharply and bankers reported credit shortages.
As concern spread across eastern Europe about the impact of the global financial crisis, the ECB and the Hungarian National Bank (MNB) on Thursday announced they had agreed on a facility for Hungary to borrow up to 5bn to provide additional support to the MNBs euro liquidity provision."
Ég held að það væri ekki ónýtt í núverandi stöðu að geta leitað til Seðlabanka Evrópu. Heldur myndi ég nú kjósa það fremur en að leita til Rússa. Fyrir utan það að það er ekki víst að við hefðum lent í þessari stöðu ef við hefðum borið gæfu til að vera löngu komin inn í ESB.
Miðvikudagur, 15. október 2008
Tveir kostir Buiters
"Iceland therefore has two options. First, it can join the EU and the EMU, making Eurosystem the lender of last resort and market maker of last resort. In this case it can keep its international banking activities domiciled in Iceland. Second, it keeps its own currency. In that case it should relocate its foreign currency banking activities to the euro area." Buiter, bls. 1 Sjá hér: http://www.nber.org/~wbuiter/iceland.pdf
Í skýrslu Willem H. Buiter, sem mikið er rætt um í dag, gaf Buiter Íslandi tvo kosti. Annaðhvort að ganga í ESB og taka upp evru eða halda krónunni og flytja alla erlenda bankastarfsemi til evrusvæðisins.
Nú er ætlun stjórnvalda að selja erlenda hluta íslensku bankanna úr landi. En hvert verður svo framhaldið? Verður hægt að stunda erlenda bankastarfsemi hér á landi í framtíðinni? Væri ekki ráð að fá Buiter þennan til þess að gera nýja skýrslu þar sem hann fjallar um kostina í núverandi stöðu? Hvort við þurfum t.d. að fara úr EES ef við viljum halda í krónuna eða hvort hann mæli með ESB aðild og upptöku evru sem valkost nr. 1. Betur sjá augu en auga eins og þar stendur....
Mánudagur, 13. október 2008
We have your money!
Ég fór ásamt góðum hópi fólks á leik Íslands og Hollands sem leikinn var í Rotterdam á laugardaginn. Öll blöð og allir sjónvarpsþættir eru uppfullir af efni um Ísland og Icesave í Hollandi þessa dagana og landið málað sem eitthvert risastórt nígeríusvindl. Það var því dálítið sérstakt að mæta á landsleik Íslands og Hollands undir þessum kringumstæðum.
Fyrsti maðurinn sem ég hitti þegar ég kom útúr rútunni reyndi að selja mér trefil. Þegar hann sá að við vorum frá Íslandi tók hann upp nokkra seðla úr vasanum og hélt þeim fyrir framan okkur og spurði hvort við ætluðum að skila þeim peningunum. Hann sagði eitthvað á þessa leið: Give us back the money.
Hitti fólk sem hafði verið í borginni um daginn og þau höfðu lent í þessu trekk í trekk. Þetta er s.s. vel auglýst hér í Evrópu eins og fólk kannski veit.
Svo fórum við í litla hólfið á vellinum sem er ætlað stuðningsfólki útiliðsins. Þar var íslensk fjölskylda fyrir framan okkur gjörsamlega á sneplunum. Dóttirin dauð og ælandi, foreldrarnir hoppandi um blindfull og öskrandi á aðra Íslendinga og nuddandi rassinum í hvort annað.
Þegar Holland skoraði fyrra markið tóku tveir miðaldra Íslendingar sig til (voru ekkert mjög drukknir) og flögguðu risastórum fána í átt til stuðningsmanna Hollendinga og þar stóð: WE HAVE YOUR MONEY! (sjá mynd).
Ég skil ekki alveg hugsunina á bakvið slíkan gjörning. Fólk í Hollandi er hugsanlega að missa ævisparnaðinn á Icesave og vitað mál að þetta var gríðarleg ögrun í garð Hollendinga (sem voru nota bene um 50.000 þarna á vellinum). Sem betur fer komu öruggisverðir og tóku af þeim fánann. Veit ekki hvernig þetta hefði farið ef þeir hefðu fengið að flagga honum áfram óáreittir.
Þetta er orðin ansi furðuleg staða sem við smáþjóðin erum komin í. Í fyrsta skiptið á ævinni hef ég lent í því að verða fyrir aðkasti vegna þjóðernis míns á erlendri grundu. Það er ekki skemmtileg upplifun verð ég að segja.
Ég er samt stoltur af uppruna mínum og stoltur af því að vera Íslendingur. Það er hinsvegar ansi mikið björgunarstarf framundan, við þurfum að ná ærunni á ný. Hvort sem það tekur 5 ár eða 30. Við munum vinna okkur útúr þessu og endurheimta orðsporið.
Laugardagur, 11. október 2008
Geir og Gordon Brown í FT
Var að fletta í helgarblaði Financial Times með morgunkaffinu. Rakst þá á þessa skondnu mynd af þeim Geir og Gordon Brown. Teiknarinn nær þessu vel. Báðir forsætisráðherrarnir að togast á um peningakassa og þjóðarskútur þeirra að velta í sjóinn vegna of stórra banka í báðum löndum. Ísland er svo sannarlega komið á kortið, en þó ekki af góðu.....
Þriðjudagur, 7. október 2008
Geir á CNN
Þriðjudagur, 7. október 2008
Ísland komið á kortið - ekki þó af góðu
Var að horfa á BBC world news áðan. Fyrsta frétt hljómaði eitthvað á þessa leið:
fjármálakreppan komin á nýtt stig, ekki bara bankar að rúlla heldur raunveruleg hætta á að heil þjóð fari á hausinn.... Iceland is........
Þetta er ekki beint gott PR fyrir okkur sem þjóð. Vonandi náum við að koma okkur uppúr þesssum öldudal.....
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- malacai
- godsamskipti
- agbjarn
- agustolafur
- arnih
- arnith
- heilbrigd-skynsemi
- baldvinj
- kaffi
- bjarnihardar
- gattin
- bryndisisfold
- davidlogi
- dofri
- dst
- egillrunar
- esv
- eirikurbergmann
- ea
- feministi
- freedomfries
- gummisteingrims
- gun
- gunnlaugur
- haukurn
- hlynurh
- maple123
- tulugaq
- hrannarb
- hreinsi
- ivarb
- jonthorolafsson
- jonornm
- julli
- kristjanb
- kristjanmoller
- maggib
- graskerid
- maron
- nykratar
- oddgeirottesen
- palmig
- runarhi
- salvor
- sigmarg
- safi
- einherji
- soley
- stebbifr
- kosningar
- sunnadora
- svatli
- saethorhelgi
- thelmaasdisar
- tommi
- vefritid
- tharfagreinir