Færsluflokkur: Íþróttir
Fimmtudagur, 30. október 2008
Allir á völlinn!
Kl. 18:10 verður leikinn mikilvægasti leikur sem íslenskt knattspyrnulið hefur leikið hingað til. Ef íslenska kvennalandsliðið nær 0-0 jafntefli eða sigrar Íra erum við komin á stórmót í knattspyrnu í fyrsta skiptið í Íslandssögunni, hvorki meira né minna.
Ef íslenskt karlalandslið ætti möguleika á slíku væri löngu uppselt á leikinn. Sýnum nú stuðning í verki og sameinumst um að fylla Laugardalsvöll. Tryggjum íslenska landsliðinu sigur og þar með þáttöku í úrslitum EM.
„Kominn tími á jákvæðar fréttir“ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 09:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 16. maí 2007
Hrútarnir í úrslitaleikinn!
Eins og áður hefur komið fram hér á blogginu þá held ég með Derby County/Hrútunum í ensku knattspyrnunni. Því miður náði liðið ekki einu af tveimur efstu sætunum í 1. deildinni þetta árið heldur þarf það að spila svokallað umspil um sæti í úrvalsdeildinni. Í gær var seinni leikur Derby og Southampton í undanúrslitum þessa umspils á heimavelli hrútanna, Pride park. Í húfi var sæti í úrslitaleik á Wembley þar sem spilað verður um eitt laust sæti í úrvalsdeildinni.
Undirritaður horfði á leikinn og verður að segjast að hann var vægast sagt æsispennandi. Derby nægði jafntefli þar sem liðið vann fyrri leikinn 2-1 á útivelli. Staðan var jöfn þegar 1 mínúta var eftir af venjulegum leiktíma en þá komst Southampton yfir og knúði þannig fram framlengingu. Þvílíkt svekk... Í framlengingunni var ekkert mark skorað og þurfti því að grípa til vítaspyrnukeppni til að knýja fram úrslit. Í vítaspyrnukeppninni klúðruðu Southampton tveimur spyrnum en leikmenn Derby engri. Þannig komust hrútarnir í úrslitaleikinn með alltof tæpum hætti að mati undirritaðs. Það verður svo háspenna lífshætta þegar horft verður á sjálfan úrslitaleikinn á Wembley. Í húfi er úrvalsdeildarsæti með allri þeirri dýrð sem slíku sæti fylgir........
Derby í úrslit í umspilinu eftir vítaspyrnukeppni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 09:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Miðvikudagur, 25. apríl 2007
Stórleikur í kvöld
Ég hef gaman að því að horfa á fótbolta en telst ekki til forfallina hvað það varðar. Ég horfi á helstu stórleikina og reyni að sjá Eið Smára spila með Barcelona sem oftast. Í kvöld er leikur sem ég ætla ekki að missa af en þá mætast Liverpool og Chelsea í undanúrslitum meistaradeildarinnar. Þetta er einn af þessum allra stærstu leikjum ársins sem fólk sem hefur einhvern snefil af knattspyrnuáhuga ætti ekki að láta framhjá sér fara.
Ég þekki marga sem horfa lítið sem ekkert á fótbolta en liggja svo t.d. yfir heimsmeistarakeppninni. Undanúrslit og úrslit í meistaradeildinni eru álíka stórir viðburðir og HM og því hvet ég alla sem hafa þó ekki sé nema örlítinn áhuga á knattspyrnu til að hlamma sér fyrir framan settið í kvöld og horfa á þetta mikla sjónarspil.
Það er þó viðbúið að ekki verði mikið skorað í kvöld og liðin munu sennilega spila mjög varfærnislega. Mín spá er því 0-0 eða 1-0 fyrir öðru hvoru liðinu. Vonandi reynist ég þó ekki sannspár og við fáum að njóta markaveislu eins og Man utd og AC Milan buðu uppá í gærkveldi.....
Mourinho hefur áhyggjur af gulum spjöldum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 16:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 8. febrúar 2007
Eru Hrútarnir á uppleið?
Ég bjó á Akureyri frá 12 ára aldri til tvítugs. Þar var sérstaklega gott að búa og kem ég þangað reglulega til að rifja upp gamla og góða tíma. Á Akureyri eins og öðrum stöðum á landinu höfðu drengir áhuga á enska boltanum en ég hafði takmarkaðan áhuga á knattreki þeirra ensku þarna um 12 ára aldurinn. Fylkingarnar skiptust að mestu leyti í tvennt: Þeir sem héldu með Liverpool og þeir sem héldu með Manchester United. Oft var gengið á mig og ég spurður að því með hvoru liðinu ég héldi og þar sem ég hef alltaf verið mjög "dipló" nefndi ég yfirleitt það lið sem ég taldi að viðkomandi héldi með og voru þá allir sáttir (nema kannski ef ég giskaði vitlaust).
Mér hlotnaðist svo Sinclair Spectrum tölva (48 bita að mig minnir) og varð leikurinn Football manager fljótlega í uppáhaldi mér og félaga mínum. Við gátum eitt mörgum klukkustundum í að velja í lið og sigra stóra sigra á vellinum. Eitt sinn völdum við Derby county sem hefur viðurnefnið Hrútarnir eða "The Rams". Það var ekki að spyrja að því, sigrarnir urðu stórir með þessu liði og enduðum við sem enskir meistarar eftir nokkur tímabil (og nokkuð marga klukkutíma skal ég segja ykkur).
Upp frá þessum glæstu sigrum okkar með Derby County í sýndarveruleika Sinclair Spectrum fór ég svo að fylgjast með enska boltanum af meiri áhuga. Smám saman var ég farinn að fylgjast með liðinu, hvernig því gekk, hvaða leikmenn voru í liðinu o.sfrv.. Enduðu þessi ósköp þannig að frá 13 ára aldri hef ég haldið með Hrútunum í enska boltanum.
Það hafa svo sannarlega skipst á skyn og skúrir hjá Derby frá því að ég byrjaði að halda með þeim. Liðið var lengi í efstu deild en gekk þó ekkert sérstaklega. Ekki laust við að maður hafi horft öfundaraugum til þeirra sem héldu með stærri liðum en aldrei gafst ég þó upp. Kom svo að því að Hrútarnir féllu niður um deild fyrir all mörgum árum og verður að viðurkennast að ég hef ekki fylgst mjög náið með þeim þann tíma sem liðinn er frá því mikla áfalli en hef þó alltaf vitað hvar liðið er statt í deildinni hverju sinni (kosturinn er sá að áskrift að Sýn hefur sparast í mörg ár vegna þessa).
En nú eru betri tímar framundan. Hrútarnir eru nú í efsta sæti 1. deildarinnar með 62 stig, sjö stigum á undan liðinu í þriðja sæti. Möguleikarnir eru því að verða nokkuð góðir um að liðið komist upp um deild í vor. Áhuginn hefur því heldur betur vaknað á ný og er ég meira að segja farinn að læra nöfn leikmanna og þjálfarans aftur. Nú er bara að vona að liðið haldist áfram á flugi og tryggi sér sæti í efstu deild í vor. Slíkt myndi kosta aukin heimilisútgjöld því þá þyrfti undirritaður að sjálfsögðu að festa sér áskrift að Sýn.
Sem sagt, bjartir tímar framundan hjá Hrútum eins og mér (þeir eru reyndar ekkert svo ýkja margir á landinu en nokkrir sérvitringar eru þó á sama máli og ég um ágæti liðsins).........
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 09:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- malacai
- godsamskipti
- agbjarn
- agustolafur
- arnih
- arnith
- heilbrigd-skynsemi
- baldvinj
- kaffi
- bjarnihardar
- gattin
- bryndisisfold
- davidlogi
- dofri
- dst
- egillrunar
- esv
- eirikurbergmann
- ea
- feministi
- freedomfries
- gummisteingrims
- gun
- gunnlaugur
- haukurn
- hlynurh
- maple123
- tulugaq
- hrannarb
- hreinsi
- ivarb
- jonthorolafsson
- jonornm
- julli
- kristjanb
- kristjanmoller
- maggib
- graskerid
- maron
- nykratar
- oddgeirottesen
- palmig
- runarhi
- salvor
- sigmarg
- safi
- einherji
- soley
- stebbifr
- kosningar
- sunnadora
- svatli
- saethorhelgi
- thelmaasdisar
- tommi
- vefritid
- tharfagreinir